Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 12

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 12
SKYLDUR RÉTTINDI OG VASA- PENINGAR UNGLINGA Aldís: . . . látum þau fá allar nauðsynjar og geym- um sumarkaupið þeirra til framtíðarinnar, en fyrir skemmtunum verða þau að biðja um pen- inga. Hulda: .. . ég held að það venji börnin bara á eyðslu- semi, að fá fasta vasapeninga. staSar? HALLA: Það er engin ástæða til að skammta okkur þetta of ríflega. Við mamma lögðum þetta alveg niður fyrir okkur, hve mikið ég þyrfti í þefta og hitt og það komu út þúsund krónur, 250 krónur á viku. Mömmu fannst þetta nú mikið fyrst, en veit núna að þetta er ekk- ert of mikið. ÞORBJÖRG: Er það bara ékki svolítið erfitt að láta það duga? ALDÍS: Svo eru kannski sumir unglingar, sem vita að þeir fá þessa föstu upphæð, en þegar þeir eru búnir með hana, fá þeir bara lánað hjá kunningjunum. RAGNHEIÐUR: Það er auðvitað alltaf hætta á því, sérstaklega ef þau hafa of litla peninga, að þau reyni að verða sér úti um þetta öðru vísi. ÞORBJÖRG: Það er áreiðanlega áhætta, að láta unglinginn hafa of lítið. Þau geta þá látið sér detta í hug að fara inn á misjafnar brautir við að afla sér jafnmikilla peninga og félagarnir. Ég hef sem betur fer enga reynslu af því, en þessi hætta er fyrir hendi. ALDÍS: Þegar ég tala um vasapeninga, á ég ekki við bókakaup og annað nauðsynlegt fyrir skólann. Mér finnst vasapeningar vera lúxus- peningar, til að kaupa sér sælgæti og skemmta sér. HALLA: Ættu snyrtivörur heldur ekki að vera þar í? ALDÍS: Snyrtivörur í hófi geta varla talizt neinn óþarfi nú á dögum. G: En ungar stúlkur langar oft ákaflega í marg- breytilegar snyrtivörur og þær eru mjög dýrar. RAGNHEIDUR: Sérstaklega meðan þær eru korn- ungar og trúa öllum auglýsingum og halda að fegrunarlyfin geti gert kraftaverk. ALDÍS: En verður ekki að leyfa þeim að prófa sig áfram í því? ÞORBJÖRG: Þær læra auðvitað af reynslunni. G: Það getur orðið óhóf. HALLA: Það er alveg óþarfi að eiga nema það nauðsynlegasta af svoleiðis, eitt af hverri feg- und. G: Það er þá bara að mæðgurnar verði sam- mála um, hvað sé nauðsynlegt. En segðu mér meira um hvernig þið hafið þetta, Ragnheiður. RAGNHEIÐUR: Já, við tökum sumarkaupið þeirra og kaupum handa þeim föt á haustin. Þau eru nú öll það ung og fá ekki svo mikið kaup, að mikið sé þá afgangs. Síðan biðja þau um pen- inga f hvert sinn og þau þurfa á að halda. G: Það var verið að segja mér um daginn frá stúlku, sem aldrei hafði haft peninga undir höndum, heldur alltaf beðið mömmu sína um fyrir öllu, bæði skemmtunum og nauðsynjum, en þegar hún fór að vinna og fá kaup, kunni hún ekkert með peninga að fara, svo að móð- irin fór að sjá eftir því, að hafa ekki látið hana hafa einhverja ábyrgð sjálfa. RAGNHEIÐUR: Já, ég held nefnilega að þau læri dálítið að umgangast peninga með því að láta þau fá ráðstöfunarrétt sjálf og verða þá að vega og meta hvað þau gera við peningana. Þau yrðu þá að fá fasta peninga mánaðarlega og svo alls ekki meira. Ef þau fá viðbótarpen- inga, finnst mér vasapeningar hafa misst upp- eldislegt gildi sitt. ALDÍS: Ef þetta eru unglingar í skólum og hafa allt, sem þau þurfa á heimilunum, liggur þeim ekkert á að læra það, þau hafa nóg að læra samt. Það er annað, ef þau eru byrjuð að vinna. RAGNHEIÐUR: Það er kannski óþarfi að byrja á þessu of snemma, en eftir að börnin eru orð- in sextán ára, ættu þau að geta borið ábyrgð á þessu. HULDA: Eg held bara að það örvi eyðslusem- ina. HALLA: Ég legg þetta inn um hver mánaðarmót og tek ekki út nema það sem ég þarf. Ef ég væri með þetta allt heima, væri ég sjálfsagt búin með það of fljótt. G: Hefurðu þá ávísanabók? HALLA: Nei, ég sæki þetta í bankann. ÞORBJÖRG: Hefur bankann sem aðhald. HALLA: Það er miklu þægilegra. RAGNHEIÐUR: Nema að þú hafir lagt þetta ná- kvæmlega niður fyrir þér og hafir ekki meira en nauðsynlegt er, og þá fyndist mér að þú gætir svolítið lært að fara með peninga og eyða þeim ekki ef þú hefðir þá undir höndum. HALLA: Ef ég hefði þá alla heima, er ég hrædd um að það mundi ganga meira á þá. ALDÍS: Þvi læturðu þá ekki skammta þér 250 krónur á viku? HALLA: Það fyndist mér ekki gott, því að alltaf getur verið, að maður þurfi að nota tiltölulega meira fyrri hluta mánaðarins eða öfugt. VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.