Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 16

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 16
Rússneska hástéttarfólkið lætur sér fátt finnast um almúgablóð- ið, sem litar strætin úti fyrir dyrum þess; til þess er það of upptekið við sitt eigið ljúfa líf. Geraldine Chaplin (dóttir Char- les) leikur hina yndisfögru Xonju Grómekó (hennar fyrsta meiri- háttar hlutverk), sem giftist Júrí Sívagó. f sjúkravitjun einni hitt- ir hann Löru Gúítsjar, dóttur saumakonu — konuna sem veld- ur umskiptum í lífi hans, örv- ar skáldgáfu hans og verður að lokum orsök að dauða hans. Það kom fyrst til álita að nota Soffíu Loren í þetta hlutverk. „Ég dái fegurð og hæfni Soffíu“, sagði Lean af dæmigerðri enskri lempni, „en hún er ekki sú rétta í hlutverk Löru“. Það eru trú- lega orð að sönnu. í stað þess var valin Julie Christie, tiltölu- lega ný uppgötvuð stjarna. í:-; hhw/ " ; Sívagó, scm hefur verið á vígvöllunum sem herlæknir, snýr aftur til Moskvu 1917, eftir uppreisnirnar i hcrnum. Þá hafa byltingarmenn tekið völdin í borginni. Hann treður sér, konu sinni og nýfæddum syni inn í flutningavagn í járnbrautar- lcst, sem síðan leggur af stað austur til Síbcríu, og verður sú ferð sannkölluð martröð. Kuldinn er ofboðslegur og á hverri brautarstöð þyrpist fólk að lestinni til að hlýja sér við vélar hennar. Lestin fer framhjá brenndu þorpi og kona kemur hlaupandi og æpir: „Hjálpið mér, bræður, í Guðs bænum' ! Hún réttir fram ungbarn sitt, og Sívagó tekur við því, cn það er þá frosið i hel. Herflutningalcst fer fram- hjá og mcð henni cr hinn alræmdi Strelnikoff hershöfðingi (Xom Courtenay). Sívagó sér hann og vcrður hissa, er hann þekkir þar eiginmann Löru, sem sagður hafði verið fallinn í stríðinu. igmmmMmm: I f / ■,/' '/"Á/Á wmáMm vÆ///, ''',/%& ' IflHl mmmmmmm . f mörgum senum myndarinnar þykir Lean fara jafnvel fram úr því bezta, sem hann gerði í myndinni af Arabíu-Lárens, hvað fótógraííska fegurð snertir. Hið óendanlcga frosna víðerni Síberíu svelgir aðvifandi vcrur úr mannheimi; hinn hrottalegi, þvingandi vetur hjaðnar og þús- undir blóma springa út á tjaldi, sem er gult af sólskini. Slíkar senur eru bættar upp mcð snilld- ariegri notkun hljóma. Þegar járnbrautarlest með fagnandi hermönnum fer hjá, leikur tjaldið á reiðiskjálfi af slguröskrum þeirra. Þcgar Sívagó í bernsku cr viðstaddur jarðarför móður sinn- ar, heyrast frosnir moldarkögglar detta á lok kistunnar. Stundum er alger þögn cins og þegar flokkur uppreisnargjarnra hermanna biður í launsátri í skógl, og ljósi dögunar rignir yfir þá. Þeir ætla að ræna Sívagó og nema hann á brott á vit byltingar þcirrar, er hann taldi sig hafa komist undan. VIKAN 11. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.