Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 10

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 10
VIKAN OG HEIMILIÐ ritstjóri: I Gudridur Gisladóttir. G: Er börnunum skammtaðir vasapeningar á heimilum ykkar? HULDA: Það fer nú eftir þörfum hjá okkur og verður að vera samkomulag um það. Þau leggja sumarkaupið sitt í bók og nota það svo meðan það endist. Fyrir það kaupa þau föt á haustin, bækur og þvílíkt, en nota svo afganginn í vasa- peninga. Piltinum hefur enzt sínir peningar út veturinn síðustu tvö árin. G: En hvernig munduð þið fara að, ef t.d. væru um tvær stúlkur að ræða, og önnur væri miklu eyðslusamari en hin, vildi kaupa dýrari föt eða óþarfa, en hin léti sér nægja minna. Þá væri sú eyðslusama miklu fyrr búin með kaupið sitt og þyrfti fyrr á peningum frá ykkur að halda og fengi þannig meira — þvl að eftir að kaup- ið er búið fá þau peninga hjá ykkur, er það ekki? HULDA: Jú, og það er áreiðanlega lágmark fyr- ir stúlku, sem er í framhaldsskóla, t.d. Mennta- skólanum, að hafa um 200 krónur á viku. En þau fá nú ekki alveg að ráða hvað þau gera við sumarkaupið. Þau verða að ráðfæra sig við okkur um það. Hún fer kannski í bíó sinu sinni eða tvisvar í viku og á eitt ball, og svo er allt- af eitthvað, sem þarf að kaupa. ÞORBJÖRG: Það fæst nú ekki mikið fyrir hundr- að krónur. HALLA: Nei, þetta er svo fljótt að fljúga, að maður veit varla af því. G: En hvað mundu þau þá þurfa í gagnfræða- skóla? HULDA: Það er nú ákaflega lítið. Það er kannski ein dansæfing í mánuði og svo fá þau einstaka sinnum á bíó. RAGNHEIÐUR: Ég veit dæmi þess, að fjórtán ára drengir fá tvö og þrjú hundruð krónur á viku. Minn drengur á þessum aldri fær bara eftir hendinni, en það er erfitt að eiga við þetta, þegar félagarnir fá svona miklu meira og að mínu áliti allt of mikið. ÞORBJÖRG: Allt of mikið, þau eiga ekki að hafa neitt fast á þessum aldri. HALLA: Ég og systir mín, sem er í þriðja bekk Menntaskólans, fáum þúsund krónur á mánuði. í fyrra, þegar hún var í gagnfræðaskóla, fékk hún minna en ég, sjö hundruð og fimmtfu krón- ur. Við leggjum þetta inn í banka og tökum af því jafnóðum. Annars þyrftum við alltaf að vera að biðja um peninga, og það er nú svona, að alltaf kemur meiri armæðusvipur á pabba, þegar líða tekur að mánaðamótum, svo að Aldís Schram, gift stórkaupmanni, á sjö börn á aldrinum átta til tuttugu og sjö ára, í barna- skóla, gagnfræðaskóla, menntaskóla, verzlunar- skóla og háskóla. þetta er miklu, miklu þægilegra. Við reynum að láta okkur endast þetta, og ef við erum búnar, verðum við að biðja um meira, en við verðum sem sagt helzt að láta þetta duga. G: En þið munduð ekki fá algjört nei, ef þið væruð búnar fyrir mánaðamót? HALLA: Ekki algjört, en það er afskaplega illa litið á það. í þessari upphæð eru ekki strætis- vagnapeningar fyrir skólann, en ef það væri, færi nú mikið af þessu í það. Sumarkaupið mitt átti ég til jóla og notaði það í vasapeninga og fyrir jólagjöfum og þvilfkt. G: En föt? HALLA: Ég þurfti sama sem ekkert að kaupa mér af fötum, því að ég átti töluvert sem ég hafði keypt mér f Þýzkalandi, en ég var þar að vinna í fyrrasumar. ALDÍS: Við höfum alveg sloppið við að láta þau hafa vissa vasapeninga. Mér finnst þau ekki þurfa svo mikið á vasapeningum að halda, við höfum ekki orðið vör við það, Þau farg Hulda Hjörleifsdóttir, gift barnakennara, á fjög- ur börn á aldrinum tólf til seytján ára, f barna- skóla, gagnfræðaskóla og menntaskóla. yfirleitt ekki mikið í bíó, og eldri börnin áttu svo mörg áhugamál, elzta stúlkan var t.d. í ballet og pilturinn í fótbolta, og þá gleypir það alveg allar frístundir. Ég tel það varla þó að þau hafi keypt sér kannski kókflösku eða eitt- hvað eftir æfingar eða svoleiðis. G: Hvernig er farið með sumarkaupið þeirra? ALDÍS: Pabbi þeirra hefur alltaf tekið það og lagt í banka, þau eiga hvert sfna bankabók. Þar sem við höfum aðstöðu til þess, höfum við ákveðið að styrkja þau til náms og leyfa þeim að læra það sem þau vilja. Þau geyma þvf þessa peninga, en fá hjá okkur allar nauðsynj- ar, föt og bækur og hæfilega peninga. til að skemmta sér fyrir. G: Geta þau þá ekki sjálf tekið þessa peninga út úr bankanum, eða er. það ekki ætlunin hjá ykkur, að þau ættu þá þar til þau þyrftu sfðar á ævinni að nota þá, t.d. þegar þau stofnuðu heimili eða annað fyrir framtíðina? ALDÍS: Þau hafa aldrei farið fram á að fá eitt- JQ VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.