Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 48

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 48
ekki orðið svo framorðið . . . Alec reis á fætur og Barbara sló létti- lega til hans. — Þú þarft að raka þig, það er rakvél í snyrtitöskunni minni. Alec hrökk við. Þetta var einum of mikið, það var eins og það væri kominn einhver angi af Sheilu inn í herbergið. Hugur hans reikaði, meðan hann fór í steypibaðið og skrapaði af sér skeggstubbana. Þetta gat ekki verið raunveruleiki . . Slíkir hlutir hentu yfirleitt ekki þunglamalegar prófessorstýpur, miðaldra, gifta rithöfunda. Að kynn- ast að morgni og vera kominn í bólið fyrir ellefu um kvöldið. Þetta var of miklll hraði, alltof mikill hraði. En samt var þetta staðreynd. Og það hafði ekki verið ógeðslegt og alls ekki klaufalegt, það hafði verið yndislegt; það hafði einfald- lega verið dósamlegt. Barbara Bayne, — fræg leikkona, — þrjór blóðugar lotur í hnefaleikakeppni, — og svo beint í rúmið. Hann hristi höfuðið, eins og rykaður hnefa- leikakappi. En allt í einu varð hann eitthvað svo léttur og hreinn, ung- ur, og honum leið dósamlega. — Þú mótt ekki standa þarna alla nóttina. Eg verð líka að fó mér bað. — Gjörðu svo vel, sagði Alec og kom fram, með handklæði vafið um mjaðmirnar. Barbara kyssti hann léttilega og klappaði honum um leið og hann gekk fram hjó. — U-m-m, sagði hún, — en ynd- islega hreinn og ilmandi. Eg verð ekki lengi. Þú getur talað við flösk- una mína á meðan. — Þú ert einkennilegur maður, sagði Barbara mörgum klukkutím- um siðar. — Einhversstaðar ó lífs- leiðinni hefurðu orðið fyrir ófalli, eða réttara sagt, einhver hefur sleg- ið þig í rot. Mömmu komplex? Þau sátu á stað sem kallaður var Le Boeuf og hlustuðu á ófram- færna stúlku, sem hét Jari spila á píanó. Barbara Bayne rétti út hönd- ina og strauk blíðlega kinn hans með fingurgómunum, svo reis hún á fætur og kyssti hann létt á munt inn. — Var aldrei nein sem var góS við þig? spurði Barbara. — Engin sem klappaði þér blíðlega, vegna þess að hana langaði til þess? — Svei mér ef ég veit það, sagði Alec. — Það getur verið að ég hafi aldrei hugsað neitt um það. Það lítur út fyrir að ég hafi alltaf ver- ið svo önnum kafinn, síðan ég man eftir mér. Það getur verið að ég hafi aidrei haft tíma til að lofa neinni að vera góS við mig, eins og þú segir. Ef til vill hefi ég aldrei gefið neinni tækifæri til þess. — Þú ert kjáni, veiztu það? sagði Barbara. Hún var yndisleg í birt- unni frá arineldinum, sem lék sér við kinnar hennar og fallega lag- að nefið, og dýpkaði skuggann í spékoppnum á kinninni. — Þú ert kjáni, endurtók hún, — vegna þess að þú hefur óborg- anlega hæfileika til að vera bæði notalegur og skemmtilegur. Þú varzt ánægður í dag inn á Pump, þú varst innilega glaður, já jafnvel svolítið montinn þegar Phil mundi eftir þér og Kup kom til okkar, til að drekka með þér glas. Þú varst líka glaður þegar þú fannst að þeir þekktu þig á hnefaleikun- um. Þú ert notalegur við fólk, ég tók eftir því hvernig þú kemur fram við þjóna og leigubílstjóra. Þú ert stórkostlegur, fyrirgefðu að ég segi það upphátt, í rúminu. En sleppir þú aldrei fram af þér beizlinu, ég meina, sleppir sjálfum þér og æp- ir? Verðurðu aldrei fullur. Eg meina, reglulega blindfullur, svo þú dettir, æpir, brjótir húsgögn? — Ekki það ég man, sagði Alec Barr. — Eg er alltaf nokkurn veginn með sjálfum mér. Það er að segja, ég hefi venjulega það mikla glóru að ég kemst í rúmið, áður en mér er bent á að það sé heppilegra fyrir mig. Sannleikurinn er sá að ég verð svo syfjaður. — Drottinn minn, þú kannt sann- arlega að stilla þig, sagði Bar- bara. — Ég vildi ekki vera viðstödd þegar þú ferð að gjósa. Þú ert vís með að kveikja í húsinu og skjóta lögregluþjóninn, áður en þú nauðg- ar hertogafrúnni. — Ég hefi ekki mikla reynzlu I þv( að umgangast hertogafrúr, sagði Alec. — Ég þekkti nú samt anzi huggulega greifafrú, það var um borð í skipi. — Þú getur sagt sniðuga brand- ara, sagði Barbara. — Hvað skeði þá? — Ekkert. Ég hefi ekki þann hæfi- leika að mála tilveruna skærum lit- um. Allir virðast gera eitthvað ó- venjulegt á stríðstímum, þótt ekki sé annað en að gefa skipun, sem getur breytt heiminum. Hvað mér viðkemur gaf ég mína einu skip- un, þegar fallbyssan brotnaði á einhvern óskiljanlegan hátt og ég þurfti á skjótum ráðum að halda. — Hvað sagðir þú? Til fjandans með sprengjurnar? spurði Barbara. — Fulla ferð áfram? — Nei, svaraði Alec. — Ég sagði bara við aðstoðarmann skotliðsins: Lagaðu byssuna. Þetta varð brand- ari, þegar frá leið. — Þú ert með þetta stríð þitt alveg á heilanum, ertu það ekki? — Ég hélt ekki að það sæist svona greinilega. Sannleikurinn er einfaldlega sá, að ég var skít- hræddur. — Og þú ert það ennþá? — Nei, í raun og veru held ég það ekki. Og þó getur það verið. Stundum. Ég hef það stöðugt á til- finningunni að ef ég næ ( eitt- hvað þá sé það óumflýjanlegt að einhver komi og hrifsi það af mér, þegar þessi einhver sér í gegnum mig. Ég meina, — ég trúi því ekki að ég hafi raunverulega verið f stríði. Ég trúi því ekki að ég hafi skrifað þetta allt sem ég hefi sent frá mér og stundum finnst mér, þegar ég skrifa ávísun, komi lög- reglan og setji mig inn fyrir föls- un. Ég trúi því ekki að ég hafi skotið fíl, eða kysst fallega konu, hvað þá að ég hafi háttað hjá henni, henni og mér sjálfum til ánægju. — Ég skal segja þér eitt, vinur minn, ég hefi fréttir að færa þér. Það getur vel verið að þú hafir ekki verið í stríði. Það getur vel verið að þú hafir aldrei skotið fíl og að þú hafir ekki skrifað eina einustu sögu. Það getur l(ka vel verið að einhver komi og hirði allt af þér, einn góðan veðurdag. En það er svolítið annað sem þú veizt? — Já, ég held það. Hann laut höfði. — Já, ég trúi því. — Það er eins gott fyrir þig, sagði Barbara Bayne, hallaði sér yfir borðið og kyssti hann. í þetta sinn voru varir hennar hlýjar, mjúk- ar og dveljandi. — Það sem ég ætla að segja er auðvitað gamall brandari, en ég ætla nú samt að endurtaka hann. Þitt herbergi eða mitt? — Ekki að þrefa, sagði Barbara og greip töskuna sína . . . SölumaSur dauðans Framhald af bls. 25. hann hlustaði ekki á það. Hann sagði mér, hvað ég ætti að gera, og ég gerði það. — Hversvegna komstu þá aftur? — Ég varð að reyna að ná í skjöl St. Briacs, sagði Grierson. — Þú varst svolítið seinn í snún- ingum. — Ég hafði fyrirmæli um að koma Ashford undan, ef ég gæti, sagði Grierson og andvarpaði. — En ég komst hvergi nærri, og hann er . . . — Hann er dauður, sagði Craig. — Ertu viss? — Ég sá hann. Þér er óhætt að trúa mér. Hann er dauður. — Hafðirðu ekki möguleika á að hjálpa honum? — Ekki einu sinni jafn mikla og þú hafðir á að hjálpa mér, svaraði Craig og Grierson kipptist við. — Og hvað vildirðu svo sem fá? Skinn- ið af bakinu á mér? St. Briac náði í svolítið af því. Ég er sá, sem út- reiðina fékk, og ég er sá, sem drap St. Briac og La Valére, og ég ætla að komast undan með þér. Ég meina það, vinur sæll. Reyndu að skilja mig eftir, og ég skal drepa þig. — Þú kemur með mér, sagði Gri- erson. — Ég hef fyrirmæli um það. — Rétt. Frá mér, sagði Craig. Og aftur kipptist Grierson við og sat slðan þegjandi, meðan snekkjan öslaði sína leið, þar til hún að lok- um varpaði akkerum f Diano Mar- ina. Þeir fóru ( land og upp í lít- inn helli upp yfir borginni. Þar beið Fíat eftir þeim, ítalskur bílaleigu- Peugeof 404 sígrar I fjórða sinn í þolraunarkeppninni I Argentfnu 300 BÍLAR OG EINUM BETUR HÓFU KEPPNINA - 63 KOMUST ALLA LEIÐ. Þan at þrír- Peugeot 404 - I fyrsta, ööru og fiOrða sætl Ekið var um vegi og vegleysur, hálendi, fjöll og sléttur, alls 4.236 km. Sigurvegarinn, Peugeot 404, var alls 35 klst. 20 mín. og 49 sek. á ferS- inni og meðal hraðinn var 120 KM. Á KLST! Peugeot 404 kostar frá kr. 237 þúsund. Peugeot 404 er fyrirliggjandi. HAFRAFELL H.F. Brautarholti 22. — Sími 22555. VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.