Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 49

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 49
COMMER sendiferðabifreið. HILLMAN-IMP fólksbifreið. HILLMAN MINX fólksbifreið. HILLMAN STATION bifreið. ALLT Á SAMA STAÐ BJÓÐUM YÐUR AÐEINS VANDAÐAR, STERKAR OG FALLEGAR BIFREIÐIR KOMIÐ, SKOÐIÐ OG KYNNIÐ YOUR VERÐ OG SKILMÁLA Framúrskarandi aksturshæfni, styrkleiki og sparneytni er aðalsmerki ROOTES bifreiðanna. Auk margra annara gerða fólks- og sendiferðabifreiða. Egill Vllhjáilmsson h.f. Laugavegi 118. — Sími 22240. bíll. Grierson var með kveikjulyk- ilinn. Aftur ( bílnum úði og grúði af farangri og myndavélum, flösk- um af Chianti og (tölskum prjóna- varningi; farangur ferðamanna, sem eru að snúa heim. Grierson togaði í starthnappinn og vélin fór í gang og þeir óku út ó hraðbraut- ina til Savona, síðan ó autostrada til Genúa. í eina klukkustund mælti hvorugur orð fró vörum. Að lok- um sagði Grierson: — Jæja þó, ( drottins nafni! Mér líkar vel við þig. Það var gaman að vinna með þér. Heldurðu, að mig hafi lang- að að skilja þig eftir? — Nei, svaraði Craig. — Ég býst ekki við því. Ég ótti líka við mitt að stríða. Þessi Turner, það var góður nóungi. Og Sophie og Maria, þau voru í höndum byssuóðs sad- ista, til að fullvíst væri, að ég hag- aði mér eins og til var ætlazt. Þau hafa nú tvo dauða menn að út- skýra — og þessir tveir menn óttu vini. Mikilvæga vini. Öll þessi vand- ræði mín vegna. Og ég varð þarna þín vegna og þú skildir mig þarna eftir vegna Loomis. Og ég býst við, að hann hafi aðeins gert það vegna þess, að hann hafi álitið það nauð- syn. Allt ( lagi. Þetta er kerfið. En láttu þér ekki detta í hug, að ég sé glaður yfir því. Hann renndi sér lengra ofan ( sætið: — Mér lík- aði líka ágætlega við þig, þess- vegna treysti ég þér. Ég hef ekki treyst nokkrum manni árum sam- an. Ojæja, þetta fer allt til and- skotans. — Djöfull, sagði Grierson. — Hel- vítis djöfull. Craig svaraði ekki. Nokkrum m(n- útum síðar sagði Grierson: — Það er svolítið annað, sem þú ættir líka að vita. En Craig svaraði ekki. Hann var sofandi. Grierson ók til flugvallarins ( Genúa. Craig hafði sofið vært alla leiðina, en um leið og skarkali borg- arinnar barst til eyrna hans, glað- vaknaði hann og hlustaði þegjandi meðan Grierson sagði honum, hvað þeir ættu að gera. Það var nótt og flughöfnin næstum mannauð og Grierson afhenti vegabréfin og fylgdi síðan starfsmanni flugvallar- ins til tollvarðanna og útlendinga- eftirlitsins, sem kinkuðu syfjulegir kollum og stimpluðu allt, sem nauð- synlegt var að stimpla, og Craig reyndi að vera dapur yfir þv( að fríinu hans var lokið, og hafði brotna fingurinn í vasanum. Svo glumdi hátalarinn, og þeir gengu út að Britanniavélinni og inn ( bjart bros flugfreyjunnar ( flösku- grænu einkennisdraktinni. — Grier- son og Lovegrove (ástarlundur), sagði Grierson og flugfreyjan brosti breiðar, tók við spjöldunum þeirra og merkti við nöfnin. — Lovegrove, sagði Craig. — Af hverju sagðirðu ekki Winterbottom (Vetrarbotn)? spurði Craig. — Þetta var bezta nafnið, sem mér datt í hug, sagði Grierson. — Er það ekki nógu virðulegt? Flugvélin tókst á loft og Ijósin á strandlengjunni fjarlægðust og dofnuðu, þar til þeir voru komnir upp fyrir skýin, og Grierson tók upp sígarettur og pantaði gin. Svo töluðu þeir saman, blunduðu, og lásu blöðin, sem Grierson var með, meðan Britanniavélin malaði áfram yfir Alpana, yfir Frakkland og Erm- arsund til Englands og að lokum til Manchester. Engin deyfð í tollin- um að þessu sinni. Engin geisp- andi viðurkenning á þeirri stað- reynd, að það var orðið framorð- ið og allir þreyttir. Alvarlegir í ein- kennisbúningunum, hv(tu flibbarnir og líningarnar nýkomnar úr þvotta- húsinu, söngluðu tollverðirnir eins og prestar, sem eru að tóna, og hlustuðu þolinmóðir á hikandi, 6- skýr svör safnaðarins. Það var mjög alvarlegur tollvörð- ur, sem skoðaði farangur Craigs og Griersons, og taskan með skjöl- unum fór óhikað í gegn, en þeir urðu að borga fjögur pund ( toll fyrir koníak og prjónapeysur, og þá vissu þeir, að þeir voru komnir aftur til Englands. Síðan fengu þeir sér tesopa, áður en þeim var ekið út ( Rapidvélina, sem beið eftir þeim til að fljúga með þá til Gat- wickflugvallarins, og þegar litla einshreyfilsvélin flaug gegnum mist- ur og regn inn ( mýkt einnar sólar- upprásarinnar enn, fundu þeir aft- ur, að þeir voru komnir til Eng- lands, því litur landsins var svo mildur. Nítjándi kafti. Einhver hafði komið með Lag- ondu Griersons út á flugvöllinn og í kyrrð dögunarinnar þutu þeir í áttina til London, alla leið til West End, fyrst til læknis, sem gerði að sárum Craigs og sagði ekkert, og síðan til Queen Anne's Gate, þar sem páfagaukur ( búri rauf þögn- ina með látlausu söngli. — Við eigum að borða morgun- mat með honum, sagði Grierson. — Ég vona, að þú sért svangur. Hann er það alltaf. Það er bezt að við þvoum okkur og rökum fyrst. Þeir fóru fram ( baðherbergið og rökuðu sig með rafmagnsrak- vél, og sfðan aftur inn ( borðsal- inn og settust við ávalt borð, þar sem þjónn, með andlit eins og milli- vigtarhnefaleikamaður, sem hefur farið í hundana, var að raða rjúk- andi réttum á hliðarborðið. Teið og kaffið var tilbúið, en Grierson kunni sig of vel til að byrja, áður en Loomis kæmi. Craig kveikti sér ( sígarettu og þjónninn glennti upp augun. Þegar hann hellti sér einnig tei ( bollann, var sá gamli reiðu- búinn að falla ( yfirlið. Framhald ( næsta blaði. VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.