Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 44
með eSnnl stroku
Hið nýja Handy Andy hefur gjörbreytt
heimilisstörfunum í hverju því landi, þar
sem húsmæður leggja sérstaka rækt við
hreinlæti heimila sinna. Handy Andy hreins-'
ar málaða veggi og vinnur aðrar hreingern-
ingar yðar á augabragði — og árangurinn
er ótrúlegur. Handy Andy er spameytið,
því að það er svo sterkt, að aðeins lítið magn
er notað hverju sinni.
★ Málaðir veggir. Aðeins fáeinar strokur með Handy Andy
— beint úr flöskunni — og veggirnir eru hreinir, sem nýir.
★ Baðherbergi. Handy Andy er sjálfkjörið fyrir baðker,
þvottaskálar, veggflísar, krana og glugga ★Eldhús. Handy
Andy hreinsar fituga ofna fljótt og auðveldlega. ★. Gólf.
Handy Andy hreinsar gólfdúka og gólfflísar fljótt og full-
komlega — og á sparneytinn hátt. Og það er óþarfi að skola
gólfið á eftir.
ur láta þau finna, að foreldrarnir
skilja svona sitt af hverju.
ÞORBJÖRC: Það er líka varhuga-
vert, að astla að setja stólinn alveg
fyrir dyrnar og segja: Þú ferð ekki
þetta eða hitt — þá fara þau bara
á bak við mann.
HULDA: Já, það getur verið hættu-
legt að vera of strangur.
ÞORBJÖRG: Ég held að það sé
betra, að leyfa þeim eitthvað, þótt
maður sé ef til vill ekki sérlega
hrifinn af því, en láta þau þá finna
að þeim sé treyst og að þau beri
einhverja ábyrgð.
G: En finnst ykkur að foreldrarnir
eigi að vera harðir á einhverjum
vissum tíma, sem börnin eiga að
vera komin heim á?
ALDÍS: Maður verður ofsalega
hræddur, ef þau koma löngu seinna
en eðlilegt mætti teljast.
ÞORBJÖRG: Alveg voðalega, en það
er annað, ef það er vitað fyrir-
fram, að ekki sé von á þeim fyrr
en seint — þá finnst mér varla
hægt að setja alveg ákveðinn tíma-
takmörk.
ALDÍS: Reyndar dró ég nokkurn lær-
dóm af því, þegar ég varð óróleg
i fyrsta skipti, sem það dróst að
dóttir min kæmi heim. Þegar hún
svo kom og fann mig vakandi og
áhyggjufulla, sagði hún: Mamma,
ég hélt að þú treystir mér — og
ég verð að segja að ég skammað-
ist mfn.
ÞORBJÖRG: Það getur nú margt
komið fyrir börnin, þóft þeim sé
treyst. Er ekki verið að ráðast á
fólk á götunum og ekki eru bíl-
slysin lengi að koma fyrir.
ALDÍS: Já, það er von að foreldrar
séu órólegir, ef ekkert er vitað um
hvar börnin eru eða hvenær þau
séu væntanleg.
G: Finnst ykkur þá, að til að hafa
öryggi foreldranna alveg á hreinu,
að það ætti að setja viss tímatak-
mörk?
HALLA: Mér finnst að fimmtán og
sextán ára unglingar eigi ekki að
vera úti ótakmarkað. Ég varð að
vera komin heim rétt eftir ballið
á þeim aldri, ekki seinna en hálf-
tvö.
RAGNHEIÐUR: En þegar þú varst í
þriðja bekk Menntaskólans?
HALLA: Þá var það nú eitthvað svo-
lítið lengur, en eftir því sem maður
eldist vita foreldrarnir betur hvort
hægt er að treysta manni. Ég held
að mamma sofi orðið alveg rólega
mín vegna, en sé aftur órólegri ef
yngri systir min er seint úti.
ALDÍS: Mín stúlka á þessum aldri
hringir oft til min og lætur mig
vita, ef það dregst eitthvað að
hún komi. Mér finnst það betra
heldur en vakna kannski upp úr
þurru og sjá að hún er ekki komin
heim.
HULDA: Já, það er afskaplega gott,
þá þarf engar áhyggjur að hafa.
G: En sumar gætu kannski ekki
sofnað aftur, ef þær væru vaktar
svona með símahringingu um miðja
nótt.
HULDA: Ég vil nú vinna til þess,
þótt ég sofni kannski ekki alveg
strax aftur.
RAGNHEIÐUR: Vöktu pabbi þinn
eða mamma eftir þér, þegar þú
varst yngri, Halla?
HALLA: Nei, það gerðu þau ekki.
ÞORBJÖRG: Gátu þau þá sofið?
HALLA: Ja, mamma hafði einhvern
andvara á sér og vissi hvenær ég
kom heim, en hún var ekkert að
kalla á mig. Ef hún hefði gert það,
hefði mér fundizt hún vantreysta
mér.
RAGNHEIÐUR: Sumir segja, að það
sé viss ögun ( að vaka eftir þeim.
Þau passi sig betur, bæði gagn-
vart vlni og öðru, ef þau viti að
pabbi og mamma séu heima og
bíða. Ég kannast við konu, sem
alltaf hefur látið dóttur sína koma
inn til sín, þegar hún kemur seint
heim, til þess að bjóða sér góða
nótt. Eftir að stúlkan fór að eld-
ast, segir hún, að þetta hafi verið
sér mikið aðhald.
HALLA: Þá mundi koma þrjózka upp
( mér.
ALDÍS: Ég held nú kannski, að sé
þeim haldið þannig í skefjum,
komi það bara fram seinna, ef þau
hafa einhverja sérstaka löngun til
einhvers.
G: Það er ef til vill hægt að bjarga
þeim yfir erfiðasta aldurinn með
einhverjum aga, seinna vita þau
betur fótum sfnum forráð.
ALDÍS: Það má oft sjá fólk, sem
alla tfð hefur verið svo stillt, byrja
eftir miðjan aldur að slá sér út.
Þá hugsar maður sem svo, að það
hafi bara aldrei fengi að hlaupa
af sér hornin. Það verða nú flestir
að fá tækifæri til þess.
RAGNHEIÐUR: Þetta eru bara svo
miklir krakkar, t.d. sextán ára.
ALDÍS: Ég man eftir þvf frá því að
ég var í gagnfræðaskóla, að sum-
ar stelpurnar máttu aldrei fara neitt,
en þá bara stálust þær og sögðust
hafa verið heima hjá vinkonunum.
Þegar m(n börn komust á þann ald-
ur, gerði ég mér Ijóst að það gat
44 VIKAN 11. tbl.