Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 13

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 13
Þorbjörg: . . . það er nauðsynlegt að þau læri að taka til- lit til aðstæðna foreldranna. ALDÍS: Mér finnst það virðingarvert að geta staðið við það, að láta börnin bara hafa visst á mánuði og fara aldrei fram yfir það. En það gæti verið að þau veigri sér kannski við að biðja of oft ef þau þurfa alltaf að koma til okkar. Mér finnst þau vera ósköp ánægð, þótt þau séu ekki alltaf með peninga í vösunum. G: En var ekki Halla að segja, að hún keypti sér mat í skólanum, þá þurfa þau að hafa með sér peninga daglega. HALLA: Jú, og það tekur drjúgan skerf af vasa- peningunum, þótt það sé ekki selt dýrt þarna. G: Tíðkast það ekki, að hafa með sér í skól- ann? HALLA: Ekki ( Menntaskólanum. G: En hvernig er þetta heima hjá ykkur, Þor- björg? ÞORBJÖRG: Þau hafa nú ekki fasta vasapen- inga og nota sumarkaupið sitt meðan það end- ist. Annars þekki ég það ekki, að börnin þurfi að kaupa sér mat í skólunum. Þegar mínir eldri drengir voru í Menntaskólanum var siður að hafa með sér mjólk og brauð og sama gerir stúlkan í Kvennaskólanum. í gagnfræða- og barnaskólum er nemendum víða bannað að hafa með sér peninga til að kaupa utan skól- ans. ALDÍS: Ég tel það ekki vera vasapeninga, ef unglingur þarf að kaupa sér eitthvað að borða í skólanum. Það eru bara fæðispeningar, sem foreldrarnir ættu að láta börnin hafa. G: Finnst ykkur að börn í barnaskólum ættu að fá vasapeninga? Ragnheiður: . . . ég held að þau hljóti að læra að fara með peninga, ef þau eru látin hafa ráðstöfunarrétt Halla: og verða þá að vega og meta hvað hægt er að . . . um leið og ég byrjaði að fá vasapeninga, gera við peningana. fékk ég skyldustörf á heimilinu. ÞORBJÖRG: Það finnst mér afskaplega misráð- ið. Þau hafa ekkert að gera við peninga. Reynd- ar heldur ekki þrettán og fjórtán ára börn. Það á bara að gefa þeim fyrir dansæfingu og þv(- l(ku. G: En þegar þau eru orðin fimmtán og sextán? ALDÍS: í fyrsta lagi seytján ára. RAGNHEIDUR: Það breytist margt á þv( aldur- stigi. G: En þið, sem látið börnin ekki hafa fasta vasapeninga, hvað getið þið ímyndað ykkur að þau fengju yfirleitt mikið? Halla veit al- veg hvar hún stendur. HALLA: Ég held nefnilega að margir foreldrar, sem vilja láta börnin biðja um peninga, geri sér ekki grein fyrir hve mikið þau fá, og að það verði kannski meira en ef þau hefðu fasta vasapeninga. ALDÍS: Það fer eftir þv(, hvaða meining er lögð í orðið vasapeningar. Eins og ég hef áður sagt álít ég að peningar, sem notaðir eru til kaupa á mat í skóla, ritfanga eða bóka og jafnvel nauðsynlegra snyrtivara séu ekki vasapeningar. Vasapeninga tel ég þá peninga, sem varið er í skemmtanir, þó ekki skólasýningar, og notað- ir eru til sælgætis- og sigarettukaupa, og þá peninga verður að skammta, ekki eftir þörfum barnanna, heldur eftir getu foreldranna og þó aldrei fram úr vissu marki. RAGNHEIÐUR: Þetta getur vel verið rétt hjá Höllu að þau fái meira. Foreldrarnir halda ekki reikning yfir það og þótt það sé kannski ekki mikið ( hvert skipti, safnast þegar saman kem- ur. ÞORBJÖRG: Það ætti að vera hægt að skrifa það niður. G: Ég held að það kæmist aldrei í verk. Áður en ég byrjaði að skammta vasapeninga, fannst mér ég alltaf vera að afhenda peninga. Börn- unum fannst þau þurfa svo margt og það var kannski rétt og aldrei um neinn sérlegan ó- þarfa að ræða, en ef þau höfðu peningana sjálf, vissu þau alveg hvað þau þurftu og gátu eytt (. Svo er maður e.t.v. líka ósanngjarn, þegar illa stendur á og finnst þá kannski að börnin hafi fengið meira en þau í raun hafa fengið, bara vegna þess, að erfitt er að láta pening- ana á þeirri stundu, sem börnin þurfa á þeim að halda. HALLA: Já, það getur staðið illa á fyrir foreldr- unum, einmitt þegar okkur liggur mest á pen- ingunum. RAGNHEIÐUR: Það getur verið erfitt að vega það og meta á stundinni, hvort þetta eða hitt sé nauðsynlegt — og neita þá stundum, þegar lítið er til, hvort sem það er sanngjarnt eða ekki. En okkur hefur fundizt að það yrði tilfinnanlegt að leggja þessa peninga út ( byrj- un mánaðarins, kannski þrjú þúsund krónur. Þetta verður stundum að ráðast hjá okkur, hvern- ig fjárhagurinn verður á hverjum mánuði. Börn- in verða þá helzt að sætta sig við það, að geta ekki farið hitt eða þetta, ef þannig stendur á. ALDÍS: En þá finnst mér, að þau muni fylgjast betur með þv(, hvað pabbi og mamma geta Framhald á bls. 39. VIKAN 11. tbl. Jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.