Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 19

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 19
lyn, negrahverfi sem er töluvert verra en Har- lem og algerlega gleymt af öllum, jafnvel þeim hvítu. Faðir hennar hvarf m|ög fIjótlega, hún sá hann stöku sinnum, en aldrei til að kynn- ast honum. Móðirin drakk, svaf á daginn og hafði „leigiendur" eins og það er kallað í Am- eríku. Fiölskyldan lifði á fátækrastyrk, sem er mjög naumur þarna, og Josephine minnist þess frá frumbernsku að móðir henhar fór til ná- grannanna til að fá börn að láni, þegar hún fór að sækja styrkinn. — Þú veizt að lögreglan kvartar alltaf yfir börnunum í negrahverfunum, þeim fjölgar svo gífurlega, þegar farið er til skrásetningar. Ann- að bragð var líka notað og það var að taka við ávísuninni að morgni og hlaupa svo til fátækrafulltrúans að kvöldi og segja að henni hafi verið stolið. Þá varð að reyna það sem hægt var til að fá nýja ávísun. Stundum heppn- aðist þetta, en það var ekki oft. Sjö, — átta, allt að því fimmtán manns bjuggu í sama herbergi, göturnar voru þaktar óþverra og rusli. I skólanum segja kennararnir frá börnum, sem vita ekki einu sinni hvað þau heita, og það sem verra er, þau hafa ekki áhuga á að vita það, eða neinu öðru en bar- dögum og þjófnaði. Verst þykir Josephine að systir hennar er götudrós. Þegar hún segir mér frá henni verð- ur andlit hennar hörkulegt og biturt. — Eg viðurkenni hana alls ekki, ég heilsa henni ekki einu sinni á götu. Úr því að ég gat bjargað mér, hefði hún átt að geta það líka . . Ég spyr ekki meir um það. Samtalið heldur áfram, morguninn verður að hádegi. Hávaðinn á götunni eykst. Horgemling- ar á götunni leika „base-ball", atvinnuleysingj arnir hvolfa i sig fyrsta skammtinum af wiskýi, og í gegnum gluggann kem ég auga á árris- ula götudrós. Nú fer hjarta Harlem að slá örar, þegar heit- ur dagurinn laumast að kvöldi; þegar myrkrið skellur á fer örvæntingin að gera vart við sig. Op og óhljóð heyrast, flöskur eru brotnar ( göturæsinu. Hvítir menn í hópum eða tveir og tveir saman leita til þeirra næturklúbba, sem ennþá eru taldir öruggir hvftum mönnum. Þess- ir klúbbar heita: Smalls, Count Baisies, Sugar Ray. Auðkýfingar af negraættum, sem ekki eru síður hataðir en þeir hvítu, drekka kokkteila sína á Jocks eða Red Rooster. Lögregluþjónar, Framhald á bls. 45. HARLEM ER NEGRAHVERFI NEW YORKBORGAR, ÞAÐ ER HÆTTULEGUR ÓRÓASTAÐUR, MANNFÉLAGS- , LEGUR ÖSKUHAUGUR. SAMT FELLIR FÖLK HUGI SAMAN OG VERÐUR ASTFANGIÐ [ HARLEM EINS OG ANNARSSTAÐAR. EN LfFSKILYRÐI ÁSTARINNAR GETA VERIÐ ERFIÐ ÞAR SEM HATRIÐ ER STERKASTA AFLIÐ. -■ VIKAN 11. tbl. jg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.