Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 50
Jean Gabin, hinn frægi
franski leikari, er ekkert fyrir
það að láta blaðamenn og
ljósmyndara vera að hnýsast
í einkalíf sitt og hefur yfir-
leitt tekizt það vel að fá að
vera í friði með fjölskyldu
sinni. En nú fyrir nokkru var
hann að leika í áttugustu og
áttundu kvikmynd sinni, sem
er glæpamynd og meðleikari
hans þar er gamall vinur hans,
Georg Raft. í tilefni af því
breytti hann út af vananum
og hleypti fjárans ljósmynd-
aranum inn. Stærsta myndin
er af allri f jölskyldunni og Ge-
org Raft. A myndinni til
vinstri eru dætur Gabins,
Valerie og Florence. Reirn
finnst faðir þeirra bezti kvik-
myndaleikari í heimi. Á
myndinni er svo fjölskyldan,
talið frá vinstri: Valerie, 13
ára, frú Dominique, Florence,
16 ára, Gabin sjálfur, Georg
Raft og sonurinn Mathias,
sem er 10 ára. A myndinni til
hægri eru þeir feðgar í áköf-
um samræðum.
Jean Gabin og
fjölskylda hans
ÞAÐ BYRJAÐI MEÐ
VIÐTALI
Þetta er Elke Sommers, aðal
kynbomba þýzku kvikmynd-
anna. Hún hefur verið að
heimsækja móður sína í
Frankfurt og ætlar að hvíla
sig þar, áður en hún byrjar
á nýjum verkefnum í Holly-
wood. Blaðamaðurin Joe
Hyams, eiginmaður stjörn-
unnar er með í ferðinni. Þau
kynntust á blaðamannafundi,
þar sem hann hafði viðtal við
hana.
NASÍSKT
MINJASAFN
Maður heitir Tony Oliver, tæp-
lega þrítugur að aldri og á heima
í Egham, Surrey, í Englandi. Um
hann hefur verið sagt, að hann
sé eini maðurinn í heiminum,
sem enn græði á nasismanum.
Þetta er sjálfsagt orðum aukið,
en Oliver hefur að minnsta kosti
þá sérstöðu, að hann á heimsins
mest einkasafn af „nasistagræj-
um“.
Um langt skeið hefur hann
safnað að sér bókstaflega öllu,
sem tilheyrði stríðsmaskínu
Hitlers heitins, þar á meðal stál-
hjálmum í þúsundatali, her-
mannahúfum, einkennisbúning-
um, stígvélum, byssustingjum og
axlaborðum, meðal þeirra einum,
sem eitt sinn var saumaður á
marskálksbúning Rundstedts.
Öllu þessu fór Oliver að safna
fyrir níu árum og gat fljótlega
fært út kvíarnar, því á skömm-
um tíma var hann kominn í sam-
band við 7000 viðskiptavini víðs-
vegar um heim. Von bráðar brá
hann sér til Þýzkalands og
keypti þar hvert vagnhlassið af
öðru af þessu nasistadóti.
„Vitlaust fólk hélt að ég væri
nasisti eða eitthvað svoleiðis,"
segir Oliver. „En auðvitað gerði
ég ekki annað en að safna nas-
istapunti, rétt eins og aðrir safna
frímerkjum eða fiðrildum.11
Beztu viðskiptavinir Tonys eru
kvikmyndafélögin. Aldrei er svo
tekin í Evrópu mynd, þar sem
nasistar koma við sögu, að ekki
sé leitað til hans. Þegar Bretar
tóku mynd í fyrra, sem heitir
„Hetjurnar á Þelamörk" með
Kirk Douglas og Ullu Jacobson í
aðalhlutverkunum og fjallar um
þann afdrifaríka viðburð, er
þungavatnsverkið í Rjukan var
sprengt í loft upp, átti Oliver
þar hlut að máli sem tæknilegur
ráðunautur, klæddi heilar batalj-
ónir af norskum statistum í ekta
nasistaúníform. Varðandi það lét
hann svo um mælt:
„Jafnvel ekki eftirlitsmeistari
við Wehrmacht hefði getað haft
neitt við það að athuga. Hver
einasti hnappur í myndinni var
ekta.“
gQ vikan II. tbl.