Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 17

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 17
KONA LEIKARANS SEGIR FRÁ EINKALÍFI MANNSINS SÍNS í SJÓNVARPS- KVIKMYND ER PAPPÍRS- TÍGURINN AÐ VERÐA HÆTTULEGUR? Hér er „pappírstígurinn“ Maó málaður á silki, eins og vani er til í Kína. Fram til þessa hafa Banda- ríkjamenn lengstum talað með lítilsvirðingu um „gulu hættuna" margfrægu, sem þessi árin stafar frá Kína. Hafa þeir haldið því fram, að þrátt fyrir alla sína mannmergð séu Kínverjar svo illa stæðir með vopn og hráefni til stríðsframleiðslu, að engin hætta væri á að þeir þyrðu að gera annað voðalegra á alþjóða- vettvangi en rífa kjaft, hvað þeir líka óspart hafa gert. Og hundar sem gelta bíta ekki, vill Kaninn trúlega meina. En nú kvað nýlega við annan tón á Nató-fundi í París. Þar tróð landvarnarráðherrann bandaríski, Robert McNamara, upp með heldur geigvænlegar fréttir: Kína væri á hraðri leið með að verða slíkt ógnarveldi, að það gæti innan fárra ára ógnað hvaða landi sem væri með kj arnorkuvopnum. Yrði Nató að bregða hart við til gagnráðstaf- ana, ef ekki ætti verr að fara. Þótt mjög sé mikið til í þessu hjá McNamara, eru þó sumir þeirrar skoðunar, að hann hafi dregið þessa mynd upp með nokkuð sterkum litum til að afla aukinnar samúðar með hernaði Bandaríkjamanna í Víetnam, sem er auðvitað ætlaður til að halda Kínverjum í skák. Að vísu er ekki að efa að Kína eigi eftir að magnast sem heims- og atóm- veldi, en varla er heldur ástæða til að óttast að önnur heimsveldi — eins og til dæmis Bandaríkin og Sovétríkin — taki allt í einu upp á því að standa í stað. FORSÆTISRÁÐ- HERRANN ÞJÁLFAR SONINN Hvernig er einkalíf frönsku kvikmyndahetjunnar Alain Delon? Það verður ekki mik- ið leyndarmál innan tíðar, því að kona kappans, Natha- lie Delon hefur gert sjón- varpskvikmynd af einkalífi þeirra. Þar kemur það í ljós að hann lifir ekki neinu spennandi ævintýralífi, eins og í myndum sínum, heldur ósköp kyrrlátu fjölskyldulífi á búgarði, sem er rétt utan við París. Hér eru myndir af þeim hjónum og virðast þau kunna ágætlega við sig í sveitasælunni. ALLT r LAGI MEÐ PILLURNAR Margar tröllasögur — og víst flestar lognar — eru sagðar um skaðsemd þessara pilla. Alltaf gýs öðru hverju upp orðrómur þess efnis, að hinar ýmsu tegundir af pillum til getnaðarvarna, sem nú eru í tízku og sagðar eru þrælör- uggar, séu háskagripir að því leyti að þeim fylgi ýmsar ó- æskilegar hliðarverkanir, svo sem augnverkur, hjartveiki og offita. Hafa heilbrigðismála- yfirvöld Bandaríkjanna látið rannsaka málið og komizt að þeirri niðurstöðu, að þetta rykti sé mjög orðum auldð, en engu að síður sé þó rétt fyrir konur að kaupa ekki pillurnar án þess að hafa ráð- fært sig við lækni fyrst. Verði þær varar við einhver óþæg- indi samfara notkun pill- anna, sé sjálfsagt fyrir þær að hætta við þær strax. En slík leiðindi heyri sem sagt til undantekninga, og sjálfar séu pillurnar öruggari til síns brúks en nokkuð annað þekkt getnaðarvarnalyf. Jafnvel í Danmörku var skíðasnjór í vetur, þótt ekki sé mikið um slcíðabrekkur. Hér á myndinni er forsætis- ráðherra Dana, Jens Otto Krag að hjálpa sýni sínum Jens Christian á skíðin. Það getur verið að forsætisráð- herrann sé líka að þjálfa fæt- urna fyrir Pressuballið. SÍDAN SÍDAST ^; VIKAN 11. tbl. YJ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.