Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 29

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 29
stökkvið yfir á næsta þak. Ekki horfa niður. Bara yfir! Þarna vinstra megin er stigi. Þegar þér eruð komin niður í húsagarðinn, skulið þér banka. Segið Mario sikileyska, að ég hafi sent yður, og hann eigi að fara með yður til Santi Korsíkumanns. Nei það er ekki langt til Juan- ito og svo til Levantine hverfisins. Eg skal sjá um þennan snuðrara og tefja fyrir honum. Hún kom handriðinu aftur fyrir á sínum stað og gekk svo inn í herbergið. Flótti Angelique og Flipots var einna líkastur skollaleik. Án þess að gefa sér tima til að kasta mæðinni, þutu þau fram hjá þakgluggum, stukku niður i dimma húsagarða, fram hjá gluggum, sem fjölskyldur sátu bak við, án þess svo mikið sem að líta upp frá diskunum, þegar flóttafólkið fór framhjá, stukku eftir rómverskum vatnsgöngum til þess eins að rekast á grískt hof, framhjá hundruðum af rauðum og bláum skyrtum, sem héngu á snúrum í görðunum, hrösuðu á vatns- melónuberki og fiskhausum, létu ærandi sköll og söngva og glósur á öllum tungumálum sem vind um eyrun þjóta, og leituðu loks móð og másandi skjóls hjá hörundsdökkum Spánverja, í útjaðri Levantine hverfisins. Nú, sagði hann, voru þau langt, langt í burtu frá öllu, sem minnti á krána Gullna hornið. Óskaði frúin að fara lengra? Spán- verjinn og Korsikumaðurinn horfðu forvitnislega á hana. Angelique þurrkaði andlit sitt á vasaklút. Deyjandi dagsljósið í vestri blandaðist saman við ljós borgarinnar. Framandi og tilbreyt- ingarlaust hljóðfall barst út um lokaða dyra og gluggahlera kránna. Dyraverðirnir og Arabarnir og tyrknesku kaupmenninir létu fara vel um sig á mjúkum sessum og reyktu úr tyrknesku pípunum sinum og dreyptu á skuggalegum miði frá Bosporus úr litlum sUfurbollum. Framandlegur þefur blandaðist saman við þungan ilminn úr steiktum mat og hvitlauk. — Ég vil komast á fund flotastjórnarinnar, sagði Angelique. — Til Monsieur de Vivonne. Getið þér fylgt mér þangað? Varðmennirnir tveir skóku gljásvarta lokkana, þar til glamraði í þungum gulleyrnahringjunum. Nágrenni flotamálastjórnarinnar virt- ist í þeirra augum mun hættulegra en þetta þefjandi völundarhús, sem þeir höfðu leitt Angelique í gegnum. En af því að hún hafði verið svo örlát við þá, samþykktu þeir að segja henni mjög greinilega til vegar. — Skildir þú þá? spurði hún Flipot. Drengurinn hristi höfuðið. Hann var dauðhræddur, því hann þekkti ekkert þær reglur, sem giltu í mislitum undirheimi Marseilles, nema hvað hann vissi, að íbúarnir þar voru fljótir að þrífa til hnífsins. Hvern- ig gat hann varið húsmóður sína, ef á hana yrði réðizt? — Vertu ekki hræddur, sagði Angelique. Henni fannst þessi gamla borg alls ekki óvingjarnleg. Desgrez hafði ekki sömu tök á hlutunum hér og í hjarta Parisar. Nóttin var nú alveg fallin á, en heiður himinninn sló bláleitum bjarma yfir borgina og undirstrikaði aldur hennar og fortíð — brotnar súlur, rómverskan boga — og milli þessara rústa léku sér hálfnakin börn, þögul eins og kettir. Uppljómaður aðsetursstaöur de Vivonne kom i ljós, er þau beygðu fyrir horn. Burðarstólar og vagnar voru að koma og fara, og gegnum opna gluggana barst hljómur af lútuspili og fiðluleik. Angelique nam staðar eitt andartak til að strjúka yfir kjólinn sinn og gera sig eins frambærilega og unnt var. Hún sá axlabreiðan mann taka sig úr hópnum og koma í áttina til hennar, eins og hann hefði átt hennar von, en þar sem ljósið var fyrir aftan hann, sá hún ekki framan í hann. Þegar hann var alveg kominn að henni, starði hann fast á andlit hennar um hríð og tók síðan ofan hattinn. — Madame du Plessis-Belliére, er ekki svo? Jú, auðvitað. Leyfið mér að kynna mig. Carroulet, yfirlögreglustjóri hér í Marseilles. Eg er góður vinur Monsieur La Reynie. Hann skrifaði mér og óskaði eftir, að dvöl yðar hér í þessari borg yrði eins þægileg og mögulegt væri. Angelique sá að hann hafði vingjarnlegt, föðurlegt andlit, með stóra vörtu við annan nasvænginn. Rödd hans hafði dapurlegan hljóm. — Ég hef einnig tekið á móti undirforingja hans, Monsieur Desgrez, sem kom hingað í gærmorgun. Hann bjóst við, að þér mynduð ef til vill heimsækja de Vivonne hertoga, sem hann veit að er einn af vinum yðar, og bað mig um að bíða yðar hér við innganginn svo ekki kæmi til neins leiðindamisskilnings.... Allt í einu fylltist Angelique fremur reiði en ótta. Svo Desgrez hafði sett alla lögreglu borgarinnar henni til höfuðs, jafnvel Carroulet sjálf- an, sem var þekktur fyrir að hylja stáihönd undir flauelisglófa. — Ég hef ekki minnstu hugmynd um, hvað þér eruð að fara, Mon- sieur, sagði hún kuldalega. — Hm, svaraði hann þvermóðskulega: — En, Madame, yöur var mjög vel lýst.... I þessum svifum nálgaðist vagn, og lögreglustjórinn þrýsti sér upp að veggnum, til að vera ekki fyrir. Angelique notaði sér hinsvegar tækifærið og bókstaflega kastaði sér undir hesthófana og notaði sér þann tíma, sem það tók ekilinn að koma i veg fyrir árekstur við hana, til að hverfa í hóp gestanna, sem stóðu framrni fyrir inngangi hússins. Þjónar meö kyndla lýstu upp stigann mikla, sem lá upp í forsalinn. Hún flýtti sér upp tröppurnar og faldi sig í mannfjöldanum. Flipot var á hælum hennar með töskuna. Angelique flýtti sér í gluggaskot, eins og kona, sem hefur rétt i þvi veitt því athygli, að sokkabandið hefur losnað. — Forðaðu þér meðan þú getur, sagði hún við Flipot. — Feldu þig meðal þjónustufólksins, mér er sama hvar, meðan enginn tekur eftir þér. Við skulum svo hittast í fyrramálið við höfnina, þegar hinn kon- unglegi floti leggur úr höfn. Reyndu bara að komast að þvi, hvar og hvenær það verOur. Ef þú verÖur akki þar, fer ég án þin. Hér eru peningar. Svo kom hún aftur fram úr felustað sínum og gekk með jöfnum, öruggum skrefum upp marmarastigann upp á aðra hæð. Hún var varla komin upp á fyrsta stigapallinn, þegar lögreglustjór- inn, sem hún hafði verið að forðast kom inn úr dyrunum niðri. For- vitni Angelique var óttanum yfirsterkari, og hún hallaði sér yfir hand- riðið til að njósna um hann í þeirri von, að hann sæi hana ekki í skugganum. Carroulet virtist óánægður. Han nsneri sér að þjóni og tók að spyrja hann spjörunum úr. Maðurinn hristi höfuðið og forðaði sér. Skömmu síðar kom de Vivonne hertogi í ljós, hlægjandi að einhverri fyndni. Lögreglustjórinn hneigði sig djúpt fyrir honum, því aðmíráll flot- anum var töluvert þýðingarmikill maður. Hann var í miklum met- orðum hjá kónginum, og allir vissu, að systir hans var hin viður- kennda ástmær konungsins. En de Vivonne var snöggur upp á lagið og ekki eins kurteis og lögreglustjórinn. — Hvað eruð þér að segja mér? hrópaði Vivonne með sterkri bassa- rödd. — Madame du Plessis-Belliére meðal gesta minna? Frekar skul- ið þér leita að henni í bólinu hjá kónginum, eftir því, sem ég hef bezt frétt frá Versölum. Þegar Carroulet lét sig ekki, missti de Vivonne þolinmæðina. — Þessi saga er ekki vatnsþétt. Hún var hér, segið þér, og nú er hún hér ekki. Annað hvort eruð þér blindur, eða þér sjáið ofsjónir. Þér skuluð fara til læknis. Lögreglustjórinn sá sitt óvænna og gekk burt, hnípinn í bragði. Vi- vonne yppti öxlum. E’inn vina hans kom til hans, og var greinilega að spyrja hvað gerzt hefði, þvl Angelique heyrði aðmírálinn unga svara fruntalega: — Þessi durgur heldur því fram, að ég feli hér í húsi mín hina dáfögru Angelique, nýjustu ástmær konungsins. — Madame du Plessis-Belliére? — Sú er manneskjan. Himnarnir hjálpi mér, ef ég hýsi nokkurntíma þá svikaskækju undir mínu þaki! Systir mín er næstum gengin af göfl- unum út af þvi mótlæti, sem sú kona hefur valdið henni. Hún hefur skrifað mér örvæntingarfull bréf. Ef þessi græneyga sírena fær vilja sinum framgengt, verður Athénais að draga niður flaggið, og þá eru góðu árin liðin fyrir Mortemartfólkið. — Haldið þér, að hún sé í Marseilles? Ég hef heyrt sagt, að hún sé svo fögur, að það haldi fyrir manni vöku. Mig hefur alltaf sár- langað að hitta hana. — Þannig skaltu ekki hugsa. Hún er daðurdrós. Svo grimm, að það stappar morði næst. Aðdáendur hennar vita, hve vonlaust það er, að komast nokkuð með hana. Hún eyðir ekki tímanum I ástahjal, þegar hún sér eitthvað, sem hana langar í. Og það, sem hana langar í þessa stundina, er konungurinn. Hún er slóttug, skal ég segja þér. Systir mín sagði í síðasta bréfi.... Angelique heyrði ekki lengur samtal þeirra, þvi þeir voru farnir inn í einn af sölunum. — Þetta skaltu fá borgað, kæri vinur, sagði Angelique við sjálfa sig, bálreið yfir því, sem de Vivonne hafði verið að fleipra um hana. Hún þreifaði sig frameftir dimmum gangi, þar til hún kom að hurð. Hún sneri handfanginu hægt. Herbergið var autt, og eina birtan, sem kom inn, var daufur bjarmi, sem barst inn um einn gluggann. Ange- lique stefndi á stóran, mjúkan dívan, þakin með teppum og hægind- um. Hún rak fótinn í koparplötu, sem lá á gólfinu, og hún hljómaði eins og borðbjalla. Hún hlustaði áhyggjufull en leitaði síðan uppi kerti og kveikti á því til að sjá hvar hún væri. Þetta var herbergjasam- stæða — svefnherbergi, snyrtiherbergi og baðherbergi — og hlaut að vera íbúð de Vivonne hertoga. Það leyndi sér ekki, að þetta voru húsa- kynni sæfara, sem neitaði sér ekki um neitt, þegar hann var í landi. Hún kom fljótt auga á, í allri óreiðunni, kort og skjöl og einkennis- föt, og i klæðaskápnum hékk mikið af náttsloppum og þunnum nátt- kjólum. Angelique vaidi hvítan, útsaumaðan mousseline de soie. Svo laugaði hún sig í keri, útbúnu handa húsbóndanum — og ástmær hans — fylltu með ilmbornu vatni. Hún burstaði rykið úr hárinu. Svo and- varpaði hún feginsamlega, vafði þunnri flíkinni um sig og gekk ber- fætt fram i snyrtiherbergið. Hún var svo þreytt, að hún skalf. Eftir að hafa hlýtt um stund á fjarlæg hrópin, sem bárust frá sölunum, lét hún aftur fallast á dívaninn. Framtíðin varð að ráðast, og lög- reglumennirnir máttu allir fara til fjandans! Hún ætlaði að sofa. —• Ooooó! Hátt ópið vakti Angelique. Hún reis upp við dogg, og bar hönd upp að augum, til hlífðar skærri birtunni. — Ooooó! Dökkhærða stúlkan með fegurðarblettina um allt andlitið, stóð við höfðalagið hennar og úr augum hennar skein undrunarblandin hneykslun. Hún snarsnerist á hæl og gaf einhverjum kyrfilega utan- undir. — Jæja, svinið þitt, var það svona, sem þú ætlaðir að koma mér á óvart? Til hamingju. Það hreif. Ég mun aldrei gleyma svona svívirði- legri móðgun. Ég mun aldrei svo mikið sem renna til yðar augunum, meðan ég lifi. Það skrjáfaði mjög í kjólnum hennar, og hún sló blævængnum i flatan lófa sér hvað eftir annað, meðan hún stormaði út úr herberg- inu og hvarf. De Vivonne hertogi hélt um rauða kinnina og horfði á Angelique. Þjónn hans varð fyrri til að átta sig. Hann setti kertastjakana tvo, sem hann hélt á, frá sér á borðið, hneigði sig fyrir húsbónda sínum —og litillega fyrir Angelique — svo flýtti hann sér út og lokaði hurð- inni á eftir sér. Framhald ó næslu s(ðu. VIKAN 11. tbl. 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.