Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 27

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 27
talið fitæk •inuð »■ Að st>ingi 'Okkr- ’Sinir, 5egja UAÞEIR \1 lendur spá* ðahá-u-lláh Viðtals Dagur ÞOrleifsson heim. * Main telms. hefur lessaður er staSurinn og húsiS og borgin og hjartaS og fjalliS og 'athvarfiS og hellirinn og dalurinn og landiS og hafiS og eyjan og haginn, þar sem nafn GuSs hefur veriS nefnt og velþóknun hans vegsömuS. Bahó-u-lláh. Vafalaust fyllir þessi blessun níunda stórspámanns Guðs hús eitt við Bústaðaveg, þar sem Móníka Guðmundsson býr, ættuð frá Dresden, borg lista og mestu loftárásar sögunnar. Ekki sfzt mun sú blessun nalæg þá stund, er við sitjum þar fjögur yfir kaffibolla og ræðum hlutverk sfð- asta sendiboðans, er Drottinn gerði út fra örk sinni. Auk Móníku er hér annar maður erlendur, Kanadamaðurinn Charles Grindlay, uppalinn í Skotlandi. Honum þykir vænt um landið hérna og þióðina. — ísland er vin hins mannlega í eyðimörk ópersónuleikans, segir hann. — íslendingar mættu vera stoltari af þessu en þeir eru, ( stað þess að reyna af öllum mætti að vera sem mestir Evrópumenn eða Amerfku- menn. Hér eru jafnvel hörðustu bisnissmenn varmir og mannlegir. Þetta er hvergi annarsstaðar til. En það var boðskapur Bahá-u-lláh, sem átti að vera á dagskra. Og við gefum Ásgeiri Einarssyni, sölumanni, fyrsta (slendinginum sem gerð- ist Baháí, orðið: — Allt frá dagrenningu menningarinnar hefur Guð öðru hvoru gert á fund mannanna sendiboða og kynna þeim vilja sinn. Þroski og boð- skaparform hvers þeirra hefur verið miðað við það tfmabil, sem honum var valið til starfs, þroskastig, menningu, sýnilegan heim þess fólks, sem hann var sendur til. Hinn fyrsti slfkra spámanna er talinn hafa komið fram f landinu Saba f Suður-Arabíu, um fimmþúsund árum fyrir okkar tímatal; af honum fara litlar sögur. Hinir eru Krishna, Móse, Zara- þústra, Búdda, Kristur, Múhameð, Báb og Bahá-u-lláh. Hverjum þess- ara spámanna var einungis ætlað að boða takmarkaðar kenningar f samræmi við þroska mannkyns. Bahá-u-lláh var síðastur þessara spá- manna og boðskapur hans mestur, því boðskapur hans hentar öll- um jafnt; hann er miðaður við okkar tíma þegar heimurinn er orðinn einn, tæknin hefur vísað fjarlægðunum á bug. Fyrir tvö þúsund ár- um átti enginn fbúi Ameríku þess kost að heyra Krist; nú er engum erfiðleikum bundið fyrir allra álfu fólk að heyra orð Bahá-u-lláh. — Hann fullkomnar starf hinna spámannanna, sem voru fyrirrenn- arar hans, heldur Grindlay áfram. — Móse skóp þjóð, Kristur tengdi hjörtun böndum kærleikans, Múhameð lagði grundvöll nýrrar menn- ingar. Allt þetta felst í orðum Bahá-u-lláh. Flestir hinna meiriháttar af trúarbragðahöfundum mannkynsins eru upprunnir í Asíu, og svo er einnig um Bahá-u-lláh (nafnið þýðir Guðs Dýrð) og fyrirrennara hans, Báb, sem svarar að vissu marki til Jóhann- esar skfrara hjá kristnum mönnum. Þeir voru báðir Persar eins og Saraþústra; Báb fæddur í Síras 1819. Hann átti til göfugra að telja, þar eð Múhameð var talinn meðal forfeðra hans. Þegar hann komst til þroska, tók hann að boða nýja trú, sem auðvitað hneykslaði mjög múhameðsk yfirvöld landsins, en náði engu að síður töluverðri út- breiðslu. Til að hindra þá þróun tóku nú forráðamenn landsins að láta höggva, hengja, skjóta og brenna Bábtrúarmenn, hvar sem til þeirra náðist, en þeim mun fleiri sem réttaðir voru, þeim mun meir magnaðist hin nýja trú, eins og kristnin fyrrum við álfka aðstæður. Kom svo, að landstjórnarmönnum þótti ekki annað hlýða en fyrir- koma Báb sjálfum, og varð það gert með kúlnadembu á Herskála- torginu í Tabris f Aserbeidsjan, þann 9. júlf 1850. Ekki skorti stór- merki við atburðinn; þegar aftökusveitin hleypti af f fyrsta sinn, misstu öll skotin marks, nema hvað þau tættu sundur fjötra spámannsins og eins lærisveins hans, sem krafizt hafði þess að líða píslarvætti með honum. í aftökusveit þessari voru eingöngu Armenar, og þótt- ust þeir Ijóslega sjá hér Guðs hönd að verki og afsögðu að skjóta aftur. Var þá fengin önnur aftökusveit og lauk hún verkinu. En tré sannleikans verður ekki af mannhöndum höggvið, og þótt mjög hefði kveðið að játendum Bábs meðan hann sjálfur lifði, kast- aði nú fyrst tólfunum er hann var ekki lengur hérna megin grafar. Forusta hreyfingarinnar komst fljótlega f hendur Mírsa Húsaýn Alí, sem síðar hlaut nafnið Bahá-u-lláh. Sannfærðust Bábjátendur fljótlega um, að hann væri hinn mikli mannkynsleiðari, sem Báb hafði spáð að koma ætti, og hann kvað sitt hlutverk að búa í haginn fyrir; sjálft nafnið Báb merkir farvegur. Bahá-u-lláh fæddist í Teheran 12. nóv- ember 1817, og stóð að honum ein af göfugustu fjölskyldum lands- ins; var faðir hans vesír hjá keisaranum og margir aðrir frændur f veglegum embættum. Mikið orð fór af vizku ráðherrásonarins þegar í bernsku, og þegar faðir hans dó, var honum, þá rúmlega tvftugum að aldri boðin staða hans, en hann afþakkaði. Stórvesírinn lét þá svo um mælt: „Látið hann í friði. Þessi staða er honum ósamboSin. Hann hefur hærra markmiS. Ég skil hann ekki, en ég er sannfærSur um, aS honum er ætlaS æSra verk aS vinna. Hann hugsar álíkt oss. Látið hann í friði". Þegar Báb opinberaði, hvaða verk sér var ætlað að vinna, gerðist Bahá-u-lláh þegar eindreginn fylgismaður hans og varð brátt hrjáð- ur og ofsóttur í samræmi við það. Skömmu eftir líflát Bábs var hann rekinn úr landi ásamt nokkrum fylgismönnum sínum og hafðist þá við um tíma í Bagdað, sem þá heyrði til Tyrkjaveldi. Höfðu Tyrkir á þeim ströng varðhöld, en hrjáðu þá að öðru leyti ekki. Frá Bagdað voru þeir að soldánsboði fluttir til Konstantfnópel, þaðan til Adrfanópel og loks til Akka í Sýrlandi. Meðan á dvölinni í Bagdað stóð, fór Bahá-u-lláh eitt sinn út á eyðimörk þar skammt frá og hafðist þar við um tveggja ára skeið við fhuganir, og á leiðinni til Konstantfnópel opinberaði hann fylgjendum sfnum að hann væri hinn útvaldi Guðs, sem Báb, Kristur, Múhameð og aðrir spámenn höfðu gefið fyrirheit um. Það gerðist í Ridvan í námunda við Bagdað um mánaðamótin apríl-maí 1863. í tilefni þessa halda Baháís um allan heim tólf daga hátíðlega undir nafninu Ridvan-hátfð. Þegar leið á ævi Bahá-u-lláh, dró úr harðýðgi Tyrkja við hann, og bjó hann sfðustu ár ævi sinnar við allgóð kjör skammt utan við Akka. Hann andaðist 29. maí 1892, og tók þá við stjórn Bahá-ját- enda sonur hans, Abdu'l Bahá. Samkvæmt skriflegri útnefningu spá- mannsins kenndi hann áfram ( anda föður sfns og naut mikillar virð- ingar manna af ýmsum þjóðernum og trúarbrögðum; þannig öðluðu Bretar hann, er þeir höfðu lagt Palestfnu undir sig. Að Abdu'l Bahá látnum varð forustumaður Baháfs Skoghi Effendi, dóttursonur hans. Hér verður mér að spyrja, hvort Baháís hefðu sfnn páfa Ifkt og kaþólskir og hvort sú tign gengi að erfðum f ætt Bahá-u-lláh, en Món- fka kveður svo ekki vera. — Meðan Bahátrúin var f bernsku, voru Bahá-u-lláh og af- Framhald á bls. 33. VIKAN U. tbl. 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.