Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 33

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 33
að merkilegt frumsamið danskt efni birtist í þessum blöðum. Hinsvegar hafa þessi blöð átt mikinn þátt í því að rækta upp lágkúru og lélegan smekk hjá íslenzkum blaðalesendum, sér- staklega kvenfólki sem mjög dá- ir lesefni af því tagi, sem dönsku blöðin flytja. En konnske það sé hara æskilegt, þrátt fyrir allt að venja fólk af því að lesa bæk- ur og frumsamdar greinar um íslenzk málefni eftir íslenzka menn og sjá svo um að það hafi mikið og ódýrt magn af dönskum vinnukonurómönum í staðinn. G.S■ Paradísarfuglinn Framhald af bls. 27. komendur hans forustumenn jót- enda hennar, en nú er það breytt. Bahóís hafa engin eiginleg yfirvöld; en yfirumsjón með alheimshreyfing- unni hefur níu manna ráð, sem að- setur hefur ( Haífa í ísrael, þar sem aðalstöðvarnar eru. Yfirumsjón með Baháís í hverju landi hefur einnig níu manna ráð, og öllum söfnuðum er skipt [ níu manna hópa. Talan níu hefir sérstaka þýð- ingu. Baháí-musteri hafa níu dyr, sem á að tákna að öll þekkt trúar- brögð heims eru þar sameinuð. — Þá er það spurning, sem ég geri ráð fyrir að erfitt sé að svara í stuttu máli: Hvert er aðalinntak Bahá-trúarinnar? Asgeir verður fyrir svörum. Að- alinntak Baháí-trúarinnar er andleg sameining. Það er að segja. — Eins og Kristur kom ekki til að brjóta niður lögmálið og spá- mennina, heldur til að uppfylla hvorttveggja, þá kom Bahá-u-lláh ekki til að brjóta niður Krist eða aðra þá sendiboða Guðs, sem fram höfðu komið á undan honum. Hann kom til að uppfylla þá, draga sam- an kjarnann úr kenningum þeirra og búa þeim form, sem hæfir tím- unum sem við lifum á. Því fer líka fjarri, að trú okkar fylgi flóknar kennisetningar, eða eins og Abdu'l Bahá sagði: Að vera Baháí þýðir einfaldlega að elska allan heim- inn, að elska mannkynið og reyna að þjóna því, að vinna að heims- friði og bræðralagi mannkynsins". Hinn sanni Bahál er sannur mann- vinur. Hann elskar allt af hreinu hjarta". — Hvernig fer guðsdýrkun ykk- ar fram? — Guðsdýrkun felur f sér þjón- ustu við meðbræður sína. Með öðru móti getum við ekki þjónað Guði. Og Abdu'l Bahá hefur sagt: Baháís telja listir, vfsindi og iðnir guðs- dýrkun. Sá maður, sem býr til papp- írsörk eins vel og honum er unnt, og beitir samviskusamlega orku sinni til að gera það sem bezt, hann flytur Guði lofgerð .... Þetta er guðsdýrkun: að þjóna mannkyn- inu og hjálpa nauðstöddum . . . Látið Iff yðar vera eftirlfkingu af Sterkt nýtt vopn í baráttú yðar gegn tannskemmdigni HID NYJft GIBBS FLUOR TANNKREM STYRKIR TENNUR YÐAR GEGN SÝRUM OG VERÐUR Á.HR'FA VART INNAN 21 DAGS: Um leið og þér byrjið að bursta tennurnar með Gibbs Fluor tannkremi verði þær ónæmar fyrir skaðlegum áhrifum munnvatnssýranna. Allir vita að sýrur valda tannskemmdum. Gibbs Fluor tannkrem styrkir glerung tannanna og gefur þeim meira mótstöðuafl gegn skaðlegum sýrum. Eftir þrjár vikur fer að gæta áhrifanna og þá getið þér varið tennurnar betur en nokkru sinni fyrr. Hin lcynilega Gibbs formúla sem styrkir glerung tannanna táknar stórkostlega framför á sviði tannvarna, þess vegna er Gibbs Fluor tannkrem sterkasta vopnið í baráttu yðar við tannskemmdum. Þess vegna ættuð þér að byrja að nota Gibbs Fluor tannkrcm strax í dag. Eftir 21. dags notkun Gibbs Fluor tannkrems, kvölds og morgna, hafa tennur yðar öðlast þann styrklcika, sem nauðsynlegur er gegn skaðlegum áhrifum sýranna. Hvcrnig Virkar Gibbs Fluor? Gibbs Fluor innihcldur cfnasamsetningu sem hefur styrkjandi áhrif á glerung tannanna, seiji nefnist “stannous fluoride”, sem ekki er hægt að nota í venjulegt tannkrem. Það þurfti fremmstu og reyndustu tannkremafram- leiðendur Bretlands til að uppgötva formúlu þá, sem Gibbs Fluor tannkremið byggist á. Um leið og þér byrjið að nota Gibbs Fluor tannkrem virka efni þess á tvennan hátt, til að minnka upplausnarhættu glerung tannanna, svo bæði “stannous” og “fluoride” hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegná. Einfaldar reglur, sem tryggja hcilbrigðar tennur Það eru tvær grundvallarreglur, sem tryggja heilbrigðar tennur: (l) Burstið tennurnar reglulega tvisvar á dag. (2) Farið til tannlæknis tvisvar á ári. Munið að regluleg tannhreinsun cr undirstaða heilbrigðra tanna og górns, hreins og fersks munns. Með Þvi að bursta tcnnurnar vel fjarlagið Þér mat, sem annars myndar skaðlegar sýrur. Burstjð upp og niður, einnig bak við tennurnar,— verið vandvirk. Farið reglulega til tannlæknis, Það sparar yður óÞægindi og sársauka. Hcilbrigðar tennur eru dýrmæt eign: Þær auka gott heilsufar, vellíðan og fegurð. Hirðið Því vel um tennur yðar. Látið fjölskyldu yðar byrja að nota Gibbs Fluor ________TANNKREM l!j Gíbbs fluorlde X-GF 2/lCE-9653 VIKAN U. tbl. gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.