Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 24

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 24
 — Þetta er glœpamennska, sagði hann. — Þetta er launmorð. — Auðvitað, svaraði Craig. — En reglurnar, hrópaði Nono. — Hann hefur svívirt reglurnar. — Ef hann hefði ekki gert það, svaraði Craig, — hefði ég senni- lega ekki drepið hann. Larry sneri hér að Turner: — Hann ætti að taka þig í tíma, Dan. — Jó. Turner gekk fram, leit á Duclos, sneri honum við með fæt- inum. að hnýsast ( einkamál annarra, son- ur sæll, og vegna þess að ég vil ekki láta þig Ijúga, ætla ég ekki að spyrja, en ef þú verzlar með skrúfur og botla, þá er ég Marilyn Monroe. — Mig langar líka að fá lánað- an bíl, sagði Craig. — Þú getur ekki ekið. Ekki með svona fingur, sagði Turner. — Taktu Kadilakkinn. Larry ekur þér. — Þakka þér fyrir, sagði Craig. — Og þetta með lögregluna. Ef ég — Alltaf, þegar ég var að stríða þér, var ég að segja sannleikann, sagði Sophie. — En það var af því að ég lét, sem ég væri að gera að gamni mínu, sem ég gat verið svona hreinskilin. Ég sé þig einhvern tíma aftur, er það ekki? Hann hikaði og hún hélt áfram: — Þetta er ekki spurning, John. Ég veit, að ég sé þig aftur. Þá brosti hann og kyssti hana, og fór út í Kadilakkinn sem beið. Eftir voru Turner og hitt fólkið, og voru þeg- Framhaldssagan - 14. hluti eftlr James IVIunro — Sástu, hvernig hann sló hann, Larry? Hann gæti líka tekið þig í tíma, en ekki núna, sonur sæll. Nú erum við í vanda staddir. — Ég hefði haldið, að vanda okkar væri lokið fyrir milligöngu Mr. Reynolds, sagði Nono. Hann hellti víni í glas og tæmdi það. — Það hefur verið hersýning, sagði Turner. — Nú verðum við að taka tii. Það er dauður maður ( garðinum mínum og þessir tveir glæpamenn hér. Mér þykir fyrir þvf, John, ég verð að kalla á lögregl- una. — Tveir menn dauðir, sagði Craig. — Ashford líka. Ég sagði ykkur — þeir drápu hann l!ka. Hann elskaði La Valére fram f andlátið. Hann reyndi að koma í veg fyrir, að hann hefði rangt við — vegna þess að hann elskaði hann og hann vissi, að svik eru versti glæpur- inn. Og La Valére drap hann. — Mér þykir fyrir því, sagði Turner. — En ég verð að hringja á lögin. — Gerðu svo vel, sagði Craig. — Mig langar bara að komast burtu fyrst. — Sjálfsagt, sagði Turner. — Hvert, sem þú vilt. Hann leit fast á Craig. — Ég er ekki mikið fyrir væri í þínum sporum, myndi ég hringja í náunga sem heitir Ségur. Hann var hér fyrr í kvöld. Afar tillitssamur maður. — Allt ( lagi. Hvað á ég að segja honum? — Segðu honum hvað gerðist. Segðu honum, að þessir náungar hafi brotizt inn, myrt Ashford og neytt mig til að heyja einvlgi. Segðu, að þú hafir hitt mig í Nissa og boðið mér hingað. Einnig Ash- ford. Ég vil ekki, að Sophie verði blandað í þetta. — Heldur ekki ég, sonur sæll. Ég skal gera það, sem þú segir. Viltu fara núna? Craig kinkaði kolli. — Hvar næ ég í þig? spurði Turner. — Þú nærð ekki ( mig, sagði Craig. — Ég skal hringja í þig ef ég get. Hann tók skammbyssuna af borð- inu og sneri sér aftur til Sophie. Hún sá kveðjuna í augum hans og grét. Hann hvíslaði blíðlega ( eyra hennar, þegar hún þrýsti sér að honum, og huggaði hana eins vel og hann gat. En það var ekki mik- ill tími. Þeirra vegna, og þá ekki sízt hennar, varð hann að fara burtu. ar tekin að ræða væntanlegan fram- burð sinn. Hann hafði eina klukku- stund, áður en Turner hringdi á lögregluna, og þeir yrðu að gera það upp við sig, hvor segði sann- leikann: Tveir launmorðingjar eða vel þekktur milljóneri, sem dreifði um sig dollurum eins og brjóst- sykri. Það yrði skemmtileg barátta. Craig þótti fyrir þv( að missa af henni. — Hvert förum við? spurði Larry. Craig sagði honum það og hall- aði sér afturábak I bláu sætinu, þegar stóri bdlinn rann aftur til Villefranche, gegnum borgina og fram hjá húsi St. Briacs og Larry lét móðan mása um Baseball og Karate og Ijóð Ednu St. Vincent Millay. Átjándi kafli. Hús St. Briacs var þögult, kyrr- látt og yfirgefið og núna, þessa klukkustund fyrir dögun, var ekkert hljóð nema lágur niður sjávarins. Craig sat í bílnum og horfði á há an vegginn og rafmagnsvírinn. Það heyrðist ekkert ( hundunum, og það var ekkert Ijós í garðinum. — Viltu, að ég komi með þér? spurði Larry. — Ég vil ekki, að þú gerir neitt annað en hjálpa mér yfir þennan vegg, sagði Craig. — Og farir svo. Larry yppti öxlum: — Þú ræður, sagði hann. — Láttu nú ekki svona, sagði Craig. — Það verður að gera þetta svona. Það getur verið, að lög- reglan sé þarna inni, og ég hef valdið ykkur nógum vandræðum eins og er. — Þú hefur verið barinn til ó- bóta, sagði Larry. — Þú hefur ver- ið nærri drepinn. — Þér hefur ver- ið veitt eftirför. Þér hefur verið ógnað og þú hefur verið pyndaður. Þú hlýtur að hafa mjög góða á- stæðu til að koma hingað aftur. — Ég hef hana, sagði Craig. — Það er sama ástæða og liggur til þess, að ég get ekki tekið þig með. Það var enginn straumur á vírn- um, svo það var auðvelt fyrir Larry að lyfta honum yfir vegginn, og að þessu sinni lenti hann vel, án þess að meiða fingurinn. Hann stóð þarna í garðinum og riðaði, þreyt- an og ofreynslan suðuðu í höfðinu á honum, og svo þreifaði hann sig hægt af stað í áttina að húsinu og sagði sjálfum sér, þair sem hann neyddi sig til að halda á- fram, að það væri alltaf hægt að taka eitt skref ( viðbót að vinna eitt verk enn. Varðmaður með hr(ð- skotariffil lá dauður á gangstfgn- um. Varðhundarnir ýlfruðu ( hunda- búrinu og hann fraus kyrr í sömu sporum, svo hélt hann áfram. Allt í einu kom lögreglumaður ( Ijós út- undan húsveggnum og aftur stirn- aði Craig ( sömu sporum. Hann laumaðist aftur fyrir húsið, Pucelli hafði sagt, að það myndi aðeins vera einn lögreglumaður á verði, og hann hafði ekki sagt ósatt. Dauði St. Briacs þýddi of mikið fyr- ir menn á borð við Ségur. Stórir, 24 VIKAN 11. tl>J,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.