Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 14

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 14
Julie Christie, sem tekin var fram yfir Soffíu Loren, þegar valið var í hlutverk Löru. Sívagó (leikinn af Omari Sharif) og Lara, (leikin af Julie Christie) elsk- cndur myndarinnar, missa sjónar hvort á öðru í fárviðri byltingarinn- ar, en hittast síðar austur í Síberíu. Hér sést Sívagó brjótast áfram áieið- is til ástvinu sinnar yfir ófærðina á steppunni. SRGR FGGUROnR OG 5HELFMGR KVIKMVND GERIDM DOKTOR SlVAGO 1 skáldsögu sinni SÍVAGÓ LÆKNIR, skrifaði Bóris Pastemak um landið sitt Sívagó, ungur lækna- í) stúdent, sem býr hjá auðugum fóst- urforeldrum í Moskvu, gengur út á svai- irnar heima hjá sér og horfir skelfdur á riddaraiið keisarans ráð- ast á kröfugöngu verkamanna og stúdenta og kvista l>á niður. Byltingin gnæfir yfir öllu i sögunni og hefur pcrsónur hennar á valdi sínu. Vetrarkvöld eitt árið 1912 gengur hópur stúdenta og verkamanna um stræti Moskvu og hcimtar af sarnum efndir á loforðum hans um aukið Iýðræði. En riddarar sarsins þeysa út um hliðin á Kreml; sverð þeirra brugðin. Þcir ríða beint á kröfugönguna, og þátttakendur I henni cru ýmist höggnir niður eða troðnir undir hófum hestanna, og að áhlaupinu loknu er snjórinn stráður dauðum mönnum og deyj- andi. — Þessi sena b.ykir bcra ótvíræðan Moskvusvip, en er þó ekki tekin í Moskvu, hcldur Madríd. Lean hafði að vísu von um að geta fengið leyfi Sovétmanna til að taka myndina i Rússlandi, en gerði sér Ijóst að þeir myndu þá án afláts sletta sér fram i gerðir hans og sneri sér því í aðrar áttir. og hin ofsafengnu ár byltingarinnar, sem yfir það gengu; einnig ástir og harma. Fyrir vikið hlaut hann Nóbeisverðlaun og reiði valdhafa lands síng Þetta er mikil saga, eins og margir íslenzkir lesendur munu þekkja, og hið sama er að segja um kvikmynd, sem eftir henni hefur verið gerð undir stjórn Bretans David Leans, höfundar myndarinnar um Arabíu-Lárens. Myndin þykir hafa tekizt vel; hún endurspeglar ringulreiðina í þeim hvirf- ilbyljum tilfinninganna, sem geisuðu þess örlagaríku ár, eyðilegginguna sem fylgdi framruðningi sögunnar og miskunnarlausum örlögum fólksins, sem í flóðinu lenti. Aðalhetja myndarinnar er að sjálfsögðu Sívagó, skurðlæknir- inn og ljóðskáldið, en bakgrunnurinn er alltaf sjálft Rússland, „hið þrjósku- fulla, brjálaða land píslarvættisins“, svo vitnað sé í Pasternak. Myndin sýn- ir jafnt hrannmorð keisarasinna á byltingarmönnum fyrirstríðsáranna og slátrun kommúnista á sínum andstæðingum, eftir að þeir höfðu náð völdum, hún greinir frá fundum, endurfundum og harmþrungnum örlögum Sívagós og Löru, og frá því fólki, háu og lágu, sem við líf þeirra kemur. Taka mynd- arinnar tók þrjú ár og kostaði 11 milljónir dollara, en árangurinn er pening- anna virði segja þeir sem vit þykjast á hafa — og næstum hverrar sekúndu af þeim 197 mínútum, sem tekur að sýna hana. VIKAN 11. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.