Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 40

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 40
"'-‘-'SSrs*'" 14 Uss, hann er svona eftir kveöjugilliö í gær og síðan mundu þau ekki ætlast til meira. ALDÍS: En þá væru þau aldrei að hugsa um ykkur, þau hefðu sína peninga. Eg mundi halda að hitt væri meira þroskandi. RAGNHEIÐUR: Ef til vill að vissu leyti. ÞORBJÖRG: Það er nauðsynlegt, að þau læri að taka tillit til aðstæðna foreldra sinna og heimilisins. ALDÍS: Svo eru aftur önnur börn, sem vita að nóg er til, og fer það eftir ástæðum, hvort þau misnota það eða ekki. HALLA: Sé þeim skömmtuð sann- gjörn upphæð er engin hætta á að þau fari fram á of mikið. Þá læra þau líka að leggja að sér og spara fyrir einhverju vissu. Þurfi þau aldr- ei að hugsa um það, má búast við að þau sætti sig ver við að fá ekki allt, sem þau langar til. ALDÍS: En svo er það stundum þann- ig, að þau hafa eytt of miklu af vasapeningunum og eitthvað ó- vænt kemur fyrir, sem þau langar að gera, t.d. allt í einu leikhús- ferð, og þá verður að láta þau hafa viðbót. . . RAGNHEIÐUR: . . . sem yrði þá að takast af næstu mánaðarpeningum. Einhverstaðar verður það að koma niður. Barnið yrði þá bara að neita sér um eitthvað í næsta mánuði. HULDA: Þá er bara hvort til væru peningar til þess að bæta við vasa- peningana fyrirfram. RAGNHEIÐUR: Þau yrðu þá að sætta sig við það. Ef þau eru búin með sína peninga og ekki eru til pen- ingar á heimilinu, geta þau bara ekki farið. ALDÍS: En finnst ykkur sanngjarnt, að barnið fái þannig með vasapen- ingunum allt, sem það þarf, þótt foreldrarnir verði að neita sér um margt og taki nærri sér að láta þau hafa þessa peninga? ÞORBJÖRG: Þau verða náttúrlega að fá einhverja peninga, annað er útilokað, en það er vandi að vita hve mikið. Ég geri ráð fyrir að unglingnum finnist venjulega að hann þurfi meiri peninga en for- eldrum hans finnst að hann þurfi. Þetta verður að vera hóflegt. G: Þegar við tölum um að veita sér hóflega, þá verðum við að hafa í huga, að sumir foreldrar geta ekki veitt sjálfum sér hóflega eyðslu. Finnst ykkur að börnin eigi að geta farið ýmislegt, sem er skemmtilegt og jafnvel fræðandi, en sem for- eldrarnir hafa kannski ekki getað veitt sér árum saman, svo sem að fara í leikhús og fleira þvdtkt. HULDA: Ætli að það séu ekki flest- ir foreldrar, sem líta þannig á það. Fólk hefur meira gaman af að skemmta sér, meðan það er ungt. ÞORBJÖRG: Það þurfa nú að vera einhver takmörk fyrir þvi, en þó held ég að maður lóti oftast börn- in ganga fyrir. HALLA: Mér finnst nú alveg eins að foreldrarnir ættu að ganga fyr- ir, við erum miklu meira út á við. G: En ef við snúum okkur aftur að sumarkaupinu, haldið þið ekki að piltar hafi stundum svo mikið sumarkaup, að vafi sé á því, hvort þeir . ættu sjálfir að fá það allt, ef þeir njóta sömu réttinda og stúlk- urnar, fá frítt fæði og húsnæði. Ættu foreldrarnir ekki að taka eitt- hvað af því upp í uppihaldið eða láta þá leggja eitthvað af því fyr- ir, t.d. fyrir framhaldsnámi? ÞORBJÖRG: Ef unglingurinn er í skóla, veitir honum sannarlega ekki af sumarkaupiriu sínu, ég tala nú ekki um, þegar lengra sækir í skóla- göngu og mikið þarf að kaupa af bókum. HALLA: Strákar þurfa Kka meira en stelpur. G: Þá erum við komin að þvf, finnst ykkur að það sé rétt. ÞORBJÖRG: Nei, mér finnst það vera öfugt. RAGNHEIÐUR: Jafnar það sig ekki upp? Þurfa stelpur ekki meiri föt, meira af snyrtivörum . .. ÞORBJÖRG: Það er mín reynsla. HALLA: En segjum að strákur sé með stelpu, Ég veit það frá strák- um, sem ég hef talað við, að það fer alveg ægilega mikið [ það. G: En er það ekki úr sögunni nú á dögum. Býður ekki strákurinn út í fyrsta og annað skiptið og borga þau svo ekki hvort fyrir sig? HALLA: Það tíðkast hvergi þar sem ég þekki til, jafnvel þótt þau séu búin að vera lengi saman. Þegar svo vill til, að stelpan veit að hann er blankur, býðst hún til að borga, en oft verða hálfgerð vandræða- og feimnismál út úr því. ÞORBJÖRG: Þá langar til að vera herralegir. ALDÍS: Ef stúlkan veit, að hann á lítið af peningum, eða ef hann á að leggja þá fyrir, tekur hún sjálf- sagt tillit til þess. En er hægt að eyða svo miklu hér í skemmtan- ir, fara þau ekki bara stöku sinn- um á bíó eða dansstað? RAGNHEIÐUR: En það kostar allt svo mikið og það munar nú tölu- vert um það, að þurfa að borga fyrir tvo á alla skemmtistaði. G: Ætti þá sá piltur, sem er með stúlku að fá meiri vasapeninga en bróðir hans, sem ekki býður stúlku út? HALLA: En eiga ekki strákar pen- inga meiri hluta vetrar? ALDÍS: Ég hugsa að unglingur biðji ekki pabba sinn um peninga fyrir tveim miðum í bíó! En ef ég vissi að hann væri í einhverjum vand- ræðum, mundi ég ef til vill bjóða honum það, sérstaklega ef mér lit- izt vel á fyrirtækið! HULDA: Verður ekki stúlkan að taka einhvern þátt í kostnaðinum? G: En ef þeir hafa mjög mikið kaup, finnst ykkur ekki að það eigi að fara að einhverju leyti um hendur foreldranna, í stað þess að piltarnir eyði því í einhvern óþarfa og jafnvel áfengi? HALLA: Mér finnst alveg sjálfsagt, að foreldrarnir skipti sér af því, hvernig þeir fara með það meðan þeir eru f skóla, þetta skiptir oft tugum þúsunda og það nær engri átt að leyfa þeim að valsa með það. En ef þeir eyða því skynsam- lega, ættu þeir að fá að hafa það. ALDÍS: Ef unglingur er duglegur að vinna allt sumarið, kemur það þá ekki af sjálfu sér, að hann gæti peninganna sæmilega? G: Finnst ykkur, að unglingur f skóla á framfæri foreldra sinna, hafi í rauninni leyfi til að reykja? RAGNHEIÐUR: Auðvitað hafa þau það ekki, þótt þau kannski geri það. Þetta er ekki lítill útgjalda- liður. HULDA: Þau hafa það alls ekki. ÞORBJÖRG: Nei, eiginlega ekki. HALLA: Það má segja það, en það er ákaflega erfitt að stemma sfigu við þvf. G: Hugsið ykkur að þurfa að kosta upp á unglinginn kannski pakka af sígarettum á dag, ofan á allt ann- að. ÞORBJÖRG: Það gera nú bæði ungl- ingar og aðrir margt, sem þeir hafa ekki leyfi til. Auðvitað viljum við ekki að okkar börn reyki. ALDÍS: Þá finnst mér komið að því, hvort þau ættu ekki að hafa vasa- peninga. ÞORBJÖRG: Láta þau þá hafa pen-f’ inga fyrir sfgarettum? ALDÍS: Það er nú ekki svo gott aðt eiga við þetta, þegar fólk er byrj-| VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.