Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 15

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 15
Á balli í Moskvu, höldnu rétt fyrir fyrri heimsstyrjöld, horfir hin ættgöfuga Tonja á Löru, sem verður keppinaut- ur hennar um Sívagó. Á neðri myndinni dansar Lara við Komarovský (Rod Steiger) tækifærissinnaðan skálk, sem nauðgar henni. Nokkrum árum síðar, þegar hann er orðinn kommissar hjá bolsévikkum, forðar hann henni frá pólitískri handtöku. 1915, annan stríðsveturinn, myrkan og harðan, gerðust þúsundir rússneskra hermanna liðhlaupar. Þeir drógust áfram heimleiðis yfir snæbreiðurnar, særðir og fullir beiskju og vonbrigða. Rússnesku hermennirnir snúast gegn liðsforingjum sínum og neita að berjast. Hrokafullur keisarahollur ofursti reynir að fá þá til að snúa aftur til vígstöðvanna. Þeir hlusta á hann um stund, en taka síðan að varpa honum á milli sín í gamni líkt og troðnum poka. Síðan hleypur í þá vonska og þeir murka úr honum tóruna með byssu- skeftum sínum. VIKAN 11. tbl. JPJ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.