Vikan


Vikan - 17.03.1966, Side 15

Vikan - 17.03.1966, Side 15
Á balli í Moskvu, höldnu rétt fyrir fyrri heimsstyrjöld, horfir hin ættgöfuga Tonja á Löru, sem verður keppinaut- ur hennar um Sívagó. Á neðri myndinni dansar Lara við Komarovský (Rod Steiger) tækifærissinnaðan skálk, sem nauðgar henni. Nokkrum árum síðar, þegar hann er orðinn kommissar hjá bolsévikkum, forðar hann henni frá pólitískri handtöku. 1915, annan stríðsveturinn, myrkan og harðan, gerðust þúsundir rússneskra hermanna liðhlaupar. Þeir drógust áfram heimleiðis yfir snæbreiðurnar, særðir og fullir beiskju og vonbrigða. Rússnesku hermennirnir snúast gegn liðsforingjum sínum og neita að berjast. Hrokafullur keisarahollur ofursti reynir að fá þá til að snúa aftur til vígstöðvanna. Þeir hlusta á hann um stund, en taka síðan að varpa honum á milli sín í gamni líkt og troðnum poka. Síðan hleypur í þá vonska og þeir murka úr honum tóruna með byssu- skeftum sínum. VIKAN 11. tbl. JPJ

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.