Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 34

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 34
þér fáið fleiri rakstra með Silver Gillette, en nokkru öðru rakhlaði og þegar það kemur betra blað, en Silver Gillette, þá verður nafnið Gillette á því. það bezta í rakstri hefur ávalt komið frá Gillette. Silver Gillette er ryðfría rakblaðið^sem gefurstöðuga mýkt og raunverulega langa endingu. SILVER GILLETTE-GEFUR FLEIRI RAKSTRA EN NOKKURT ANNAÐ BLAÐ. lífi Krists. Hann kom ekki til að lóta þióna sér, heldur til að þjóna öðrum". — Hafið þið presta? — Nei. Á samkomum, sem við höldum, ræðum við frjólslega um boðskap Bahó-u-llóh og annarra lærifeðra okkar og reynum á þann hátt að efla þroska okkar og þekk- ingu. Við leitum þroska gegnum samhyggð, samvinnu. Baháí, sem ræðir við vinl sína á samkomu, finnur jafnskjótt hver áhrif orð hans hafa á þá, fær samstundis svar við því sem honum er í hug og sameiginlega finna þeir ef til vill sannleiksneista sem lægi hulinn ef málin væru ekki rædd. — Skriftið þið? — Abdu'l Bahá segir: „Óánægja með sjálfan sig er þroskamerki. En okkur er eindregið bannað að játa syndir okkar fyrir mönnum, enda hefur Bahá-u-lláh sagt: „Syndajátn- ing fyrir mönnum er auðmýkjandi og niðurlægjandi, og Guð vill ekki niðurlægja þjóna sína". — Hafið þið sérstakar hátfðir? — Já, Ridvanhátiðina og fæðing- ar- og dánardægur Bábs og Bahá-u-lláh. Þessir dagar eru haldn- ir hátíðlegir eftir þvf sem föng eru á. Baháís vinna þá ekki, ef þeir geta komið þvf við. — Takið þið þátt í hátíðahaldi annarra trúarflokka? — Jú, við gerum það. Óformlega. Við leggjum áherzlu á að blanda geði við annað fólk, skilja sjónar- mið þess og öðlast nýjan skilning í samlífinu við það. Hátíðahald allra trúarflokka gefur tilefni til slíks. — Hve margir Baháís eru nú í heiminum? — Um það höfum við engar á- kveðnar tölur, en þeir skipta milljón- um og hefur farið mjög fjölgandi. Þess ber að geta f þessu sambandi, að við rekum ekkert trúboð í venju- legum skilningi þess orðs. Það er mikil áherzla lögð á það að beita engan neinskonar þvingun, til að fá hann til aðildar í söfnuði okkar. Hver einstaklingur verður að gera það upp við sig, án nokkurs þrýst- ings utan frá, hvort hann vill verða Baháí. — Er langt síðan hreyfingin barst til Islands? — Orð Bahá-u-lláh mun fyrst hafa borizt hingað 1924. Útbreiðsl- an hefur verið hæg, en þó ekki án áhrifa á ýmis svið. Ég hef til dæmis heyrt, að Einar Jónsson myndhöggvari hafi orðið mjög snortinn af kenningum Bahá-u-lláh. — Hversu stór er söfnuður ykk- ar hérlendis? — Skráðir aðilar eru ekki mjög margir, en margir íslendingar lifa örugglega samkvæmt kenningum Bahá-u-lláh. — Fylgja ekki einhver skilyrði því að gerast Baháí? — Hver Baháí verður að trúa því, að Bahá-u-lláh sé spámaður Guðs, og auk þess að hlýðnast boðum hans. Til dæmis má hann ekki neita áfengis eða neinskonar eitur- lyfja nema eftir læknisráði. Hann verður að hlýðnast boðum og bönn- um stjórnar þess lands er hann dvelst í. — Þið trúið á Bahá-u-lláh sem spámann hins nýja tíma. Getið þið útskýrt það atriði nánar? — Við trúum því að sú framþró- un, sem átt hefur sér stað með mannkyninu sfðustu áratugina, hafi orðið fyrir þann kraft, sem Guð hefur gefið gegnum Bahá-u-lláh. Á það má benda f þessu sambandi, að Bahá-u-lláh viðurkennir fullkom- lega þátt vísindanna f uppbygg- ingu mannkynsins; hann hafði og boðað útrýmingu fátæktar, jafn- rétti karla og kvenna og margt annað, sem til sjálfsagðra hluta er talið í þjóðfélögum nútfmans, löngu áður en slíkt komst á dagskrá eða f framkvæmd. — Viðurkenna þá framámenn f nútímaþjóðfélögum þýðingu Bahá- ís? — Hin óbeinu andlegu áhrif spá- mannsins hafa víða komið fram, játendur hans njóta vfða mikils trausts og álits. Til dæmis má taka, svo eitthvað sé nefnt, að þegar stjórnarvöld f Suður-Víetnam köll- uðu nýlega saman þing allra trú- arflokka f landinu, til að koma á sættum milli þeirra, þá var leitað til Baháfs um að verða tengiliður milli hinna deilandi aðila. Baháís VXKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.