Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 8

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 8
FramtíOarbíll frá Plymouth II ..... JiuUb'-JinJiLi-uiuiíiiiUmlttMti/JUSIit}:: 1 rsl Wmf! Á alþjóðlegri bílasýningu í Chicago á þessu ári, vakti nýstárleg útgáfa af Plymouth mesta athygli. Það er ekki aðeins bylting í útliti bílsins, heldur er hann einnig talinn mjög góður frá öryggissjónar- miði. Eins og sjá má af mynd- inni, virðist þakið aðeins nokkurra sentimetra breið ræma aftur eftir miðjunni. En ekki er allt sem sýnist. Það er á honum fullkomið þak úr sérstakri tegund af ljósnæmu gleri sem hefur þá náttúru að það er fullkomlega gagnsætt í myrkri, en við birtu dökkn- ar það að ofan og verður ó- gagnsætt. Glerið er þó ekki ljósnæmara en svo að það er aðeins í mikilli birtu, eða sterku sólskini sem það dökknar til fulls, svo líklegt má telja, að við íslenzkt sólfar mundi þakið oftast vera nokk- urn veginn gagnsætt. Þá er sagt að allmikil bylting sé á ferðinni hvað lakkið áhrærir, en litur bílsins breytist eftir því, hvernig birta fellur á hann. I upphleyptum stokk á milli framsætanna og raunar aftur úr er komið fyrir alls- konar tækjum sem hingað til hafa lítið sem ekki þekkzt í bílum, en verða líklega talin nauðsynleg í framtíðinni. Þar e rtil dæmis innbyggður bar, og skal ósagt látið að það at- riði mundi verða til að auka öryggi í umferðinni. En auk þess eru þar segulbandstæki fyrir músikk með stereofon- isku kerfi og jafnvel sjón- varpsskermi fyrir farþegana. Eitt af því sem nýstárleg- ast telst, er þó það, að í stað venjulegra spegla til að fylgj- ast með umferðini aftan til og til hliðar við bílinn, er í þess- um bíl sjónvarpsupptökuvél sem vinnur stöðugt og sýnir á myndskermi framan við ökumanninn, hvað umferðinni líður aftan við bílinn og til hliðar við hann. Þetta ætti að vera veigamikið öryggisatriði, en það er líklega svo bezt að sjónvarpsupptökutækið sé ekki neinsstaðar utan á bíln- um líkt og speglarnir voru áð- ur því að þá mundi bifreiða- eftirlitið hér á Islandi plokka allt slíkt af. Ekki mun ákveð- ið ennþá hvort Chryslerverk- smiðjurnar hefja fjöldafram- leiðslu á þessum bíl en þó verður það trúlega gert áður en mjög langt líður. Margt bendir til þess að bílar fram- tíðarinnar verði ekki óáþekk- ir þessum: Nálega einvörð- ungu gler í yfirbyggingu, sæti afar þægileg og auðvelt verð- ur að breyta um stillingar á þeim, en auk þess verður í bílnum komið fyrir allskonar tækjum til að auka öryggið og ef til vill að skemmta bæði ökumanni og farþegum. Hann heffur eitthvað ffyrir alla Það þekkta og virta bílablað bandaríska Car and Driver, gefur á ári hverju út árbók um bíla. Þar kennir margra og skemmtilegra grasa en þeir sem setjast í dómarasæti fyrir blaðið og skrifa um bílana eru ekkert að klípa utan úr því ef þeim finnst eitthvað að. Þar tala þeir um einn bíl, sem nær bærilegum árangri í því að þóknast öllum, að svo miklu leyti sem það er hægt. Þessi bíll er Pontiac Tempest Sprint og má geta þess í leiðinni að ekki mun eitt einasta eintak til af honum hér á íslandi. Þetta alhliða aðdráttarafl bílsins rökstyður blaðið með því, að hann sé í fyrsta lagi sparneyt- inn. Vélin er að vísu 207 hestöfl, en aðeins 6 strokka, og á ekki að eyða miklu bensíni. Hinsvegar nær bíllinn 100 km. hraða frá kyrr- stöðu á 10,3 sekúndum og verður það að teljast hörkugott viðbragð. Þá er þess að geta, að bíllinn siglir meðalveg um stærðina; hann er hvorki stór eða lítill, en flestir munu sammála um að útlitið sé mjög lögulega gert. Hann er að flestra dómi með allra fallegustu amerísku bílunum í útliti, og allur frágangur þykir vandaður. Hann hefur að mörgu leyti aksturseiginleika sportbílsins, en rými fjöl- skyldubílsins. Hann fjaðrar á gormum, nær 170 km. hraða en hefur þessar venjulegu, gömlu borðabremsur á öllum hjólum, því Gen- eral Motors hefur verið seinni að tileinka sér diskabremsur en aðrir framleiðendur þótt merkilegt sé. Hér á íslandi þætti þessi bíll í senn mikið tryllitæki og virðulegur forstjórabíll en þarna fyrir vest- an kalla þeir hann „poor mans sport“ þ.e.a.s. sportbíl fyrir fátæklinga. g vikan u. tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.