Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 31

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 31
sem kðngurlnn er annarsvegar, getur þaC haft mikil áhrif. Angelique setti stút á varirnar. — Er það mér að kenna, að ég hef ekki gaman að fátöluðum mönnum með slæma geðheilsu, sem hafa sama og enga kímnigáfu og eru svo smásmugulegir í einkamálum, að þeir eru næstum dónalegir? — Hvern eruð þér að tala um? — Konunginn. — Jæja. Svo þér gerið yður að dómara yfir honum.... De Vivonne var greinilega hneykslaður. — Kæri vinur, þegar kemur að svefnherbergismálum, leyfið mér þá að tala sem kona ekki sem þegn. — Sem betur fer, hugsa ekki allar konur eins og þér! — f>ær geta látið undan, og gert Það sem þeim leiðist, ef þær vilja. En ég get ekki samþykkt svona hluti. Titlar, greiðar og náð, hafa þarf hann ekki að sýna vald sitt og réttlæti og kasta mér í fangelsi. Þegar timar líða, mun hann hlæja að reiði sinni, og Athénais getur fært sér vel í nyt þá þjónustu, sem þér létuð henni í té, með því að fara burt úr landi með þá manneskju, sem hún vildi öðrum fremur losna við. — En hvað nú, ef konungurinn fyrirgefur yður ekki? — Þá get ég alltaf skipt um skoðun. Ef til vill hef ég þá hugsað nægilega mikið um hlutina, og séð villu míns vegar. Tryggðin til konungsins mun snerta hjarta mitt. Ég mun falla í arma hans, verða ástmær hans og.... Ég mun ekki heldur gleyma yður. Sjáið þér ekki, að yður ber skylda til að hugsa um framtíðina líka? Með Því að hjálpa mér, hljótið Þér að vinna, á hvorn veginn sem allt fer, litli hirðmaður! Hún hafði sagt Þessi síðustu orð með nákvæmlega nægilegri kald- ILFORD Allt til Ijósmyndunar FILMUR: Pan F, 18 din., FP-3, 22 din., HP-3, 27 din., HPS, 30 din. FILMUFRAMKALLARAR: ID-2, ID-11, ID-19, Autophen, Microphen, P.Q. Universal. FRAMKALLARI OG FIXER: Monophen. FIXERAR: Hypam hraðfixer, IF-2. ÖNNUR EFNI: Wetting Agent, Hypam Hardener. STÆKKUNARPAPPÍR: Bromide, Plastika, Multigrade. PAPPÍRSFRAMKALLARAR: ID-20. P.Q. Universal. FIXERAR: IF-2, Hypam hraðfixer. Einkaumboð á íslandi: HAUKAR H.F. Garðastræti 6. — Sími 16485. — Pósthólf 1006. aldrei vegiö upp á móti þessum hlutum, að þvi er mig varðar. Ég skal með ánægju skilja það allt saman eftir handa Athénais. — Þér eruð — þér eruð ótrúleg kona! — Á hverju áttuð þér vona? Er það mér að kenna, að ég vil heldur káta, unga menn, fulla af fjöri.... eins og yður til dæmis? Ég kýs heldur riddaralega herramenn, sem hafa tíma til að sinna konunum. Þessir einskorðuðu búrar, sem hafa ekki tíma til annars, en að standa i viðskiptum og peningabraski, geta farið til fjandans fyrir mér. Ég vil leggja lag mitt við þá, sem eru fúsir að vikja ögn af vegi framans, til að tina sér fáein blóm. De Vivonne hertogi sneri sér undan og muldraði: — Nú skil ég, hvað þér eruð að fara. Þér eigið elskhuga, sem bíður yðar á Krit. Lítinn náunga, með fallegt yfirskegg, og engan tilgang annan I lífinu en konur. — Þetta er ekki rétt. Ég hef aldrei verið á Krít, og Þar bíður mín enginn. — Hversvegna viljið þér þá fara I þetta sjóræningjabæli? — Ég hef sagt yður það. Ég á Þar hagsmuna að gæta. Þar að auki fannst mér það hljóta að vera auðveld leið, til að gleyma kónginum. —• Hann mun ekki gleyma yður! Haldið þér, að það sé svo auð- velt fyrir karlmann að gleyma yður? — Hann mun gleyma mér, ég segi yður satt. Það sem maður hefur ekki fyrir augunum dags daglega, gleymist furðu fljótt. Er það ekki þannig með yður, eins og alla aðra karlmenn? Hann finnur Monte- span á nýjan leik, og verður fullkomlega hamingjusamur með henni það sem eftir er ævinnar. — Þið þessar konur! Hvað þið eruð kaldlyndar og grimmar! Og hann fann hálsinn dragast saman, með einhverri undarlegri tilfinningu. — Trúið mér, konungurinn myndi verða þakklátur í yðar garð, ef hann fengi að vita, að þér hefðuð komið mér til hjálpar og þannig losað hann við ástríðu, sem ekki færði honum annað en kvöl. Nú hæðni til að snerta hann. Hann varð eldrauður upp í hársrætur og mótmælti háfleygur: — Haldið þér, aö ég sé þorpari og höfðingja- sleikja. Framhald í næsta blaOi. öll réttindi áskilin — Opera Mundi, París. f fullri alvöru Framhald af bls. 2. Ameríkumanna eins og vonlegt er. Samt eru amerísk blöð lítilvæg á móti þeim haug danskra blaða sem hingað flyzt í viku hverrL Það þarf varla að taka fram, að þessi blöð eru langsamlega skeinuhættasti keppinautur ís- lenzkra vikublaða. Það versta er þó, að yfirvöldin skuli ekki búa íslenzku blöðunum jafnréttisað- stöðu gagnvart þeim útlendu. Fjarri fer að svo sé. Ef íslenzk tímarit og vikublöð væru prent- uð á samskonar pappir og obb- inn af þessum innfluttu, útlendu blöðum, þá yrðu þau svo dýr að ekki nokkurt lifandi manns- barn mundi kaupa þau. Þetta sýnir betur en margt annað, hvaða hug stjórnarvöldin bera til þeirrar menningarviðleitni að gefa út sæmileg, innlend blöð. að það eina sem heldur innlendu blöðunum uppi í þessari sam- keppni, er það að þau eru þrátt fyrir allt rishærri en t.d. dönsku blöðin, eða hvenær hefur nokkur frægur rithöfundur stungið nið- iir penna fyrir blað eins og Hjemmet eða Familie Journal og hvenær hefur það komið fyrir VIKAN U. tbl. gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.