Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 43

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 43
ÞORBJÖRG: Það held ég að ég mundi gera. ALDÍS: Börnin yrðu að finna að þau hefðu brotið eitthvað af sér. HULDA: Auðvitað verða þau að finna það. RAGNHEIÐUR: Það yrði að sýna þeim, að mann langaði ekki til að fara að gefa þeim eftir þetta. G: Þið munduð þó lóta það koma fram ó peningunum, en þetta væri e.t.v. dólítið vandamál, ef börnin hefðu vasapeninga, þá . . . ALDÍS: . . . þá hefur barnið allt á þurru. G: Það mætti kannski reyna að draga af vasapeningunum? HULDA: Það verður bara oft þann- ig með þessa vasapeninga, að bú- ið er að eyða þeim, þegar til á að taka. G: Á hvaða hátt finnst ykkur, að foreldrarnir ættu að láta börnin njóta þess, ef þau eru í góðum efnum? HALLA: Á nokkuð að láta þau njóta þess? G: Það er ekki óeðlilegt að allir á heimilinu njóti góðs af því og að foreldrarnir vildu kannski gera eitt- hvað meira fyrir börnin sín, t.d. eitthvað þroskandi. HALLA: Kemur það ekki bara metn- aði upp í krökkunum? ALDÍS: Þau njóta þess á margan hátt, þótt þau séu ekki látin hafa meiri eyðslupeninga en aðrir. Þau eiga góð heimili og geta boðið kunningjunum heim og allur að- búnaður er þægilegri. Það er líka öryggi fyrir börnin að vita, að ýmislegt sé hægt að gera, ef á þyrfti að halda. G: Ættu þau að fá meira af fötum en aðrir jafnaldrar þeirra? Ungl- ingarnir eru nú ekki nema einu sinni ungir og hafa gaman af að klæða sig. ALDÍS: Mér finnst að efnuð stúlka ætti ekki að hafa of mikið . . . HALLA: . . . bara það sem hún þarf og ekkert fram yfir það. ALDÍS: Mér finnst öll börn vel klædd nú á tímum og ekki hægt að sjá mikinn mun eftir efnahag. Klæðn- aðurinn er svo hentugur og einfald- ur núna, mikið síðbuxur og peys- ur. Haldið þið ekki að flestir for- eldrar hafi efni á að klæða börn- in sín, meðan þau eru í skóla? RAGNHEIÐUR: Það er nú svona upp og niður. HULDA: Nei, ekki hefðum við efni á því. RAGNHEIÐUR: Ekki við heldur, ekki eins og þau vilja vera. HULDA: Það er nú þess vegna, sem við verðum að taka sumarkaupið þeirra upp í fatakostnað, þetta næg- ir ekki öðru vísi. Það væri auðvitað æskilegt að geta látið þau geyma það . .. ALDÍS: Eru það þá unglingarnir, sem gera þessar kröfur? HULDA: Nei, nei, þetta er bara nauðsynlegt, þau verða að ganga I fötum börnin og fylgjast eitthvað með. En það er ekki betri afkoma en þetta hjá fólki, ekki hjá opin- berum starfsmönnum. RAGNHEIÐUR: Það kostar nú tölu- vert að klæða t.d. sex manna fjöl- skyldu. ÞORBJÖRG: Venjulegt kaup nægir alls ekki til þess, það er útilokað. G: Halla sagðist hafa keypt sér föt, þegar hún fór til Þýzkalands. Er ekki þannig ferð eitt af því, sem foreldrar í góðum efnum mundu leyfa börnum sínum? Hún kostar auðvitað töluvert, þótt ungl- ingurinn vinni úti fyrir vasapen- ingum, bæði ferðir og fatakaup — sem oftast borga sig sjálfsagt — og svo missa þau af sumarkaupinu, sem þau ella mundu hafa hér heima. En foreldrarnir álíta sjálf- sagt, að ferðin sé þroskandi og að unglingurinn hafi gott af að læra málið. HALLA: Ég held að það reyni sem flestir að hafa efni á því. Það eru alveg ótrúlega margir unglingar, sem fara út. ÞORBJÖRG: Er þetta svo ákaflega lærdómsríkt, líka þó að þau fari ekki í skóla? HALLA: Ég álít það. Það er alveg ótrúlega þroskandi. Ég vann þarna á gististað og þetta kennir manni að standa á eigin fótum og láta peningana endast og þvílikt. Mér fannst ég hafa afskaplega gott af því. ALDÍS: Börn hafa gott af því að fara eitthvað í burtu, hvort sem það er til útlanda eða innanlands, en það er ákaflega mikill fjöldi, sem siglir, og mjög mikið sem þess- ir unglingar geta keypt af fötum úti, jafnvel þótt ætla mætti að þeir væru ekki frá sérlega efnuðum heimilum. HALLA: Fólk virðist reyna eins og það getur að koma krökkunum út. ÞORBJÖRG: Þótt heimilin séu ef til vill ekki sérlega efnuð, reyna allir foreldrar að gera það fyrir barn- ið sitt, sem þau álíta að sé því til þroska og fyrir beztu. G: En þau geta nú kannski tekið það of nærri sér? ÞORBJÖRG: Einhver takmörk verða að vera fyrir því, það er ekki rétt að foreldrar slíti sér alveg út. ALDÍS: Ef unglingarnir eru rétt gerðir, sjá þeir það nú sjálfir. RAGNHEIÐUR: Það held ég nú Itka. HALLA: Ef foreldrarnir ala þau þannig upp, að þau fá allt sem þau vilja og allt, sem er f tízku í það og það skiptið, hugsa þau bara ekkert út f þáð. G: Hvað finnst ykkur um notkun skólabarna á bíl heimilisins? ALDÍS: Mér finnst alveg ástæðu- laust, að láta þau hafa bfl. Þau geta haft bíl, þegar þau hafa keypt hann sjálf. G: Hvernig skiptið þið systkinin með ykkur bílnum, Halla? HALLA: Við höfum ekkert yfir hon- um að segja, það er pabbi, sem hefur bflinn. Við erum bara tvö heima, auk pabba, með bílpróf. Við fáum hann auðvitað aldrei f skól- ann, það kemur ekki til. Ekki nema pabbi og mamma hafi farið f ferða- lag, eins og t.d. í haust, en þá fór ég einu sinni eða tvisvar á honum f Eignist nýja víni! Pennavinir frá 100 löndum óska eftir bréfaskriftum við yður. Upp- lýsingar ásamt 150 myndum verða send til yðar án endur- gjalds. HERMES Berlín 11, Box 17/1 Germany. skólann. Þetta er auðvitað ægileg- ur lúxus og afskaplega þægilegt, en það er ekki nokkur ástæða til þess. ÞORBJÖRG: Þetta er ungt og hraust fólk, það ætti ekki að þurfa að vorkenna því að fara í strætisvagni eða ganga spöl. Þar að auki er nauðsynlegt fyrir skólafólk að hreyfa sig eitthvað. G: En finnst ykkur ekki að ungl- ingarnir eigi að fá bílinn öðru hverju, stundum á kvöldin? ÞORBJÖRG: Ekki nema í einstaka tilfellum. LILíJU LILUU LILJU BINDI ERU BETRI Fást í næstu búð HALLA: Mér finnst ekki nema sjólf- sagt að pabbi láni mér bílinn, ef hann situr heima og enginn annar þarf að nota hann. Ef ég fer t.d. í Háskólabíó eða annað, sem er langt að fara, sé ég enga ástæðu til annars. Ég þekki hvergi til þess, að bíllinn sé látinn standa ónotaður heima, bara vegna þess, að það sé eitthvert prinsipatriði. ÞORBJÖRG: Það er auðvitað annað í stöku tilfelli heldur en þegar ungl- ingarnir eru látnir valsa með bíl- inn í skólann á hverjum degi. G: Hvernig gengur þetta hjá ykk- ur, Aldís, sem alltaf eruð með nokkur á bílaaldri? ALDÍS: Ég verð að segja, að mér fannst það ákaflega þægilegt, þeg- ar þau voru búin að fá bílpróf, það sparaði mér marga snúninga. Mér fannst gott að láta þau fara í sendiferðir fyrir mig, svo þá fannst mér sanngjarnt að lána þeim ein- stöku sinnum bílinn. G: Vill það þá ekki rekast á? ALDÍS: Nei, ekki svo oft. Við búum á þægilegum stað, þar sem auð- velt er að ná í strætisvagna, en þeir sem eiga forgangsrétt að bíln- um, eru auðvitað foreldrarnir. Mér finnst sjálfsagt að láta unglingana njóta þess, að til er faratæki á heimilinu, og ef enginn annar er að nota bílinn, leyfum við þeim að skreppa eitthvað á honum. G: Ég veit um unglinga, sem ekki finnst að þeir geti farið neitt, ef þeir hafa ekki fjölskyldubílinn. HALLA: Þetta fer eftur því, hvað foreldrarnir hafa vanið þá á. RAGNHEIÐUR: Sumir unglingar eru öll kvöld með bílinn og þá er nú stundum misjafn akstur. . HALLA: Foreldrarnir verða auðvitað að geta treyst krökkunum fyrir bíln- um og vita hvernig ökumenn þeir eru. RAGNHEIÐUR: Þótt þeir aki vel, þegar þeir eru með pabba, geta þeir æst sig upp í ógætilegan akst- ur, þegar þeir eru með kunningj- unum. ALDÍS: Það má segja að það taki mann nokkur ár að venjast hverju barni ( bílnum. Maður situr með öndina í hálsinum f fyrstu. RAGNHEIÐUR: Svo lána þeir stund- um öðrum strákum bílinn, ég veit dæmi þess. HALLA: Það finnst mér nú alls ekki geta gengið, þeir eru ábyrgir fyrir bílnum hans pabba síns. ALDÍS: Þetta fer eins og annað eft- ir innræti hvers barns. RAGNHEIÐUR: Það getur verið gjör- ólíkt, þótt um systkini sé að ræða. ALDÍS: Svo þurfa þau líka aðhlaupa af sér hornin á vissum árum. ÞORBJÖRG: Það er nú erfiðasti ald- urinn, svona frá fimmtán upp ( sex- tán ára. ALDÍS: Við erum að minnsta kosti órólegastar mömmurnar þá. En það er mikilvægt, að láta þau finna, að maður treystir þeim. HULDA: Það er alveg áreiðanlegt. ALDÍS: Og ekki hneykslast, þótt þau segi manni eitthvað frá Kfinu, held- VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.