Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 46

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 46
— Við fáum okkur stundum glas af wiskýi, sagði Dick. — Og við fá- um okkur líka stundum eitthvað gott að borða og förum svo í App- ollo. Appollo ’ er stórt fjölleikahús ( Harlem, þar sem frægir listamenn að negrakyni koma fram fyrir hæfi- legt verð, til að gleðja kynbræður sína. — Við förum l(ka stundum í bíó, segir Josephine, — og svo höfum við sjónvarp. — Hvað er þá erfiðasta vanda- mál ykkar? — Fyrir utan peningavandræði og hvað allt tekur langtan tíma, er það verst hve vegalengdirnar eru miklar, segir Dick. — Josephine verður að fara heim til sín á kvöld- in og það tekur minnsta kosti klukkutíma, stundum meir. — Ef að þið væruð búsett í Sví- þjóð myndi hún gista, sagði ég. — Reyndar þá . . . — Raunar finnst okkur það lika, sagði Dick. — Við erum ekki hrein- trúarfólk. Við erum ekkert sérstak- lega guðhrædd. En samt sem áð- ur. . . — Samt sem áður? — Okkur finnst það ekki rétt. Kannske er það vegna þess .... Hann þagnaði, en hélt svo áfram: — Ef til vill er það vegna þess sem við höfum orðið að horfa upp á hér. Ég held að maður fái betri hugmyndir um tryggð og annað þvf líkt, þegar maður sér hverjar afleiðingar öðruvísi lifnaðarhættir geta haft. Það er kannske öðru- vísi hjá ykkur, en það er svona hjá okkur. — Svo er það þetta, sagði Josep- hine, — að það er raunverulega hryllilegt að búa hér, en á sinn hátt dregur það þá sem unnast saman . . . Svo skildum við og ég gekk einn eftir götum Harlem og fór að hugleiða með sjálfum mér hvort kjör ástarinnar fari ekki eingöngu eftir þvi að tvær mannverur elski hvort annað nógu heitt, til að ytri aðstæður hafi ekkert að segja. ★ Barbara Framhald af bls. 23. mannasæti aftur á hundraðasta bekk nú til dags. En sumir af strák- unum muna eftir mér, síðan á þeim góðu gömlu dögum, þegar ég sá um þessa hluti. . . Dvergvaxinn maður, allt að því hvítingur, sneri sér við f horninu á hringsviðinu, kom auga á Alec og veifaði til hans. — Halló, Whitney! öskraði Alec í gegnum reykinn. — Þetta er Whitney Bimstein, liklega bezti um- sjónarmaður hnefaleika sem til hef- ur verið. Hann og Ray Arcel voru þeir beztu . . . — Þér þykir gaman að minnast þessara daga? — Ég býzt við því. Mér þykir gaman að minnast kvöldsins þegar Galento, barmafullur af bjór, kom Louis á óvart með vinstra höggi, sem næstum því kálaði honum. Og ég man eftir kvöldinu í Washington þegar Buddy Bear, sem ekki var mikill baráttumaður hitti Joe á hök- una, svo rækilega að hann fauk út úr hringnum og ofan í kjötlu mína. Nú var farið að tilkynna kepp- endurna. Hvíti pilturinn, Tiger Taggert var grannur, freknóttur og grimmdar- legur á svipinn. Hann virtist hafa mikið þrek. Negrinn, Bolo Bermu- dez var þéttbyggður og holdugur, á honum voru engar skarpar brún- ir eða horn. — Hann er frá Kúbu, sagði Alec. — Þar er fólkið ennþó nógu hungr- að til að framleiða góða baráttu- menn. Þeir verða sterkir og liðug- ir við að sveifla sykursveðjunni fyrir tíu sent á dag. Ég veðja tveim- ur á móti einum, tíu dölum á móti fimm á Kúbumanninn. — Hefurðu kynnt þér veðmálin? — Það eru í raun og veru eng- in veruleg veðmál ( leikjum sem þessum. Ef þú vilt skal ég snúa þessu við, ég býð þér tvo á móti einum og tek þann hvíta. — Ég veðja á Tiger, sagði Bar- bara. — Hann litur út fyrir að vera hittinn og það hlýtur að vera tölu- verður kraftur í þessum löngu hand- leggjum. — Jæja, við sjáum til. Nú er hringt. Tiger leit út fyrir að vera við- sjálsgripur. Hann gekk flötum fót- um inn á mitt sviðið, hengdi hand- leggina og um leið og Kúbumað- urinn kom dansandi inn á sviðið, rak hann fram annan hnefann og hitti beint á nasir Kúbumannsins. Þetta virtist ósköp saklaust högg, en blóðið lagaði úr nösum Ber- mudez. Tiger hreyfði sig, stöðugt á flötum fótum, og óð beint á maga Kúbumannsins svo hann • heyktist saman, og um leið rak Tiger þungt högg á kjálka Ber- mudez. — Þetta ætlar að verða enda- sleppt kvöld, tautaði Alec. — A ég að borga þér strax? — Ekki í augnablikinu, sagði Barbara. — Líttu á þetfa! Bolo Bermudez beit í hálsinn á Tiger um leið og hann lét hnef- ana dynja á sterkum magavöðv- um hans. Þegar dómarinn reyndi að skilja þá að, gat hann komið höggi á kjálka hvíta piltsins, svo hann riðaði við og hann var löðr- andi í blóði úr nösum Bermudez. — Það getur verið að minn karl sé seigari en við höldum, tautaði Alec. — Sjáðu þettal Bermudez ruddist inn, hitti Tig- er hressilega á kjálkann og fylgdi eftir- með öðru höggi á hökuna. Tiger skyrpti út úr sér nokkrum tönnum og þá réðist Bolo á hann, kom honum út að kaðli og lét höggin dynja á maga hans. Tiger losaði sig frá kaolinum og gat komið hægra höggi á Bolo, svo hann féll á kné. Hann lét telja upp að átta, svo var hann kominn á fætur aftur þegar Hukkan hringdi. — Minn tapar á þessu í stigum, en við erum ekki búin að sjá fyrir endan á því. Önnur lota byrjaði með því að keppendurnir hringsóluðu hvor um annan. Alec leit á Barböru, sem andaði ( gusum gegnum þandar nasirnar. Varir hennar voru saman- bitnar og brjóstið gekk upp og nið- ur af ákafa, þegar höggin dundu á sviðinu. Það var ekkert merkilegt við þessa keppni. Hægra auga Bc.los var lokað og það blæddi úr stór- um skurði á augnbrúninni. Þeir kræktust meira og minna saman, dómarinn gerði veikar tilraunir til ' að aðskilja þá, en það tókst ekki vel. Tiger var málaður rauður af blóði Bolos. Hann var ekki særður sjálf- ur, en augun voru svo bólgin að það rifaði aðeins I þau og maginn var blárauður eftir höggin. Áhorf- endur stóðu upp og öskruðu og Alec varð meira en litið undrandi þegar hann heyrði hljóðin, sem komu úr barka þessciar Ijóshærðu, laglegu stúlku, við nliðina á hon- um. — Dreptu hann, Tiger! — Nú, — nú, rétt, þetta var mátulegt á hannl Það var Barbara Bayne sem hróp- aði þetta og Alec varð litið í augu hennar, sem voru engu Kkari en augunum ( óðum hesti. Bjallan hringdi, keppendurnir runnu saman, þangað til dómarinn aðskildi þá með valdi. — Þetta voru mistök mín, sagði Alec bliðlega við Barböru. — Mér þykir það leiðinlegt að hafa dregið þig hingað. Það lítur út fyrir að við höfum lent á vígvelli. Barbara heyrði ekki til hans. Hún hallaði sér áfram, saup hveljur og hafði ekki augun af horninu, þar sem verið var að nudda líf ( hvfta piltinn. Þriðja lota byrjaði og mennirnir réðust hvor að öðrum, beindu högg- unum aðallega að kjálkum hvor annars. Svo féllu báðir ( einu eins og hálshöggnir uxar, sá hvíti á magann en sá dökki á bakið. Áhorfendur stóðu upp og villi- dýrsleg öskur fylltu húsið. Alec varð ennþá meira hissa á hljóðunum sem Barbara gaf frá sér. Dómarinn hafði sýnilega ekki komizt í neitt slíkt áður. Hann stóð á milli keppendanna og fór að telja. Bolo Bermudez komst upp á annað hnéð og svo á fætur, þegar búið var að telja upp að níu. Þá staulaðist hann út í hornið og dóm- arinn lyfti handlegg hans. Þegar hann sleppti valt Kúbumaðurinn um og !á grafkyrr, eins og mót- stöðumaður hans. Þau olnboguðu sig gegnum þvög- una á leiðinni út. — Fjandinn hafl það, sagði Alec. — Ég hefi aldrei á ævi minni séð annað eins. Að þeir skildu slá hvor annan kald- an á sama augnabliki. Jæja mað ur lærir svo lengi sem lifir. Heyrðu. hvað er annars að þér? Barbara var náföl. — Ég, — ég get ekki náð and- anum. Ég þarf að fá loft og kannske eitthvað að drekka. Var ég mjög hávær? — Já, alveg nógu hávær, sagði Alec hlæjandi. — Ég var dauð- hræddur um að þú myndir æða inn í hringinn með skóna í hönd- unum, til að hjálpa piltinum þín- um. Hvernig stendur á þvt að þú hefur aldrei séð reglulega hnefa- leika fyrr? — Það hefur enginn boðið mér, sagði Barbara. — En þetta var stór- kostlegt. Ég hefi aldrei á ævi minni orðið svona æst. — Það er eins gott að halda þér frá nautaati, tautaði Alec, — ef þú verður svona æst við að sjá blóð. Nautabanareru vanir að segja, þeg- ar konur verða æstar á nautaati: „Que mantenga el taxi corriendo". — Og það þýðir? — Settu bilinn ( gang við síð- asta nautið, svo þú komir konunni fljótar heim, áður en hún kólnar upp. — Hefurðu leigubíl í gangi? sagði Barbara Bayne og augu henn- ar voru galopin og skær . . . — Mér var sagt að þetta gæti skeð, sagði Alec Barr, en ég trúði því ekki að það gæti verið neitt líkt þessu. Ég trúi því varla ennþá. Þetta var einu sinni næstum skeð í London, þá voru það líka kring- umstæður sem buðu upp á æsing og blóð. En ég frestaði því til morguns, sem hefði átt að ske sam- dægurs, þótt hvorugt okkar vissi það. Barbara Bayne var blygðunarlega fáklædd, þegar hún fór til að ná í sígarettur. — Ég býzt við að þér finnist ég léttúðug. En ég er ekkert léttúðug. Það er alveg satt, ég er það alls ekki, alls ekki . . . — Þessi orð koma mér kunnug- lega fyrir. Ég heyrði þau síðast í London. — Og hvað skeði f London? Rödd Alecs var bitur. — Ég varð þess ósjálfrátt vald- andi að ung stúlka var drepin. Stúlka, sem mér þótti mjög vænt um, sem ég elskaði. En þetta er löng saga og hún getur beðið. Við hefðum átt að nota tækifærið, eins og við höfum gert í kvöld. Hann hristi höfuðið. — Ég vissi ekki þá að maður á að grípa gæfuna á þeirri stundu sem hún býðst. Ég kom til baka næsta dag og fann ekkert annað en rústir, Þjóðverjarn- ir sáu um það. En nú skulum við ekki tala meir um þetta. — Mér þykir þetta ákaflega leið- inlegt, sagði Barbara. — En ég er ekki leið yfir þvf sem hefur skeð núna. Og ég ætla ekki að setja það á reikning hnefaleikanna. Ég hefði hitt þig fyrr eða seinna. En ég verð að segja að hugmyndin rríeð leigubflinn er afskaplega snið- ug. Nú, sagði hún hressiiega, — legg ég til að við klæðum ókkur og förum að skoða borgina. Það er VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.