Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 7

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 7
Annan eins andskotans leirburð hef ég aldrei heyrt á minni lífs- fæddri ævi. Þetta er ekki rímað og ekki heldur órímað, heldur eitthvert ofboðslegt hnoð og am- bögur, sem hver krakki á bama- skólaaldri hefði mátt skammast sín fyrir. Það er augljóst á þessu, að þýðandi leikritsins er algerlega framandi frumstæðustu þekkingu um íslenzka braglist og jafnframt blessunarlega laus við að gera sér grein fyrir þessari vanþekk- ingu sinni, því annars hefði hann varla farið að senda þessi ósköp frá sér. En mér er spum: Hefur Þjóðleikhúsið, þetta „musteri tungunnar", ekki á snærum sín- um menn, sem lesa yfir þau verk, sem því eru boðin til flutnings? Séu þeir ekki til, er lágmark að þeir séu ráðnir hið snarasta. Séu þeir til, er lágmark að krefj- ast þess, að þeir séu reknir með skömm og aðrir skárri fengnir í staðinn. B. B. Dan. Og hananú! HANN SEGIR EKKI HALLÓI Kæri Póstur! Þú, sem hefur nú leiðbeint svo mörgum í vandræðum, þá ætla ég að leita til þín með mín vand- ræði. Svo er mál með vexti að ég er hrifin af strák, og það er í sjálfu sér ekkert óalgengt. En hann er ekkert hrifinn af mér, þó að hann hafi einu sinni verið með mér (en því miður var það bara eitt kvöld og alveg mein- ingarlaust af hans hálfu). Og ég vissi það vel, en ég hélt að við gætum verið vinir áfram þrátt fyrir það, en hann hefur ekki tal- að neitt við mig síðan. Ég hitti hann svo að segja daglega, en hann hefur ekki svo mikið sem sagt „Halló“! þótt að hann hafi vel séð mig. Ég er alveg æðislega hrifin af honum, svo að mér þyk- irþettamjög leiðinlegt, (en svona eru karlmenn!!) Þeir (karlmenn- imir), geta notazt við mann einu sinni, og svo má maður fokka! Ég vona að þú getir gefið mér ráð sem dugir, kæri Póstur. Ein ástfangin. P.S. Hvernig er skriftin? Ég er 14 ára, bless. Sama, Ráð sem dugir? Já, gerðu svo vel: Láttu strákinn lönd og leið, bæði í hallæri og án, segðu aldrei „halló“ hvorki við hann né aðra stráka nema bara í kveðjuskyni og snúðu þér að því að öðlast svolítið meiri þroska til sálarinn- ar. Það er ekki fyrr en í fyrsta lagi 16—17 ára, sem nokkurt vit er í því að fara að hallóa stráka eða „vera með þeim“ eitt og eitt kvöld. — Skriftin er áferðar- falleg og læsileg. Blóm Vikunnar fær að þessu sinni SS fyrir eftirfarandi sögu: Eins og kunnugt er, þykir það nokkurt einkenni kvenna, sem eru af léttasta skeiði, hve mjög þær drekka kaffi sýknt og heil- agt, en yngri konur halda sig gjaman við mjólk. Enda var það stúlkubami á þriðja ári ekki ýkja mikið undrunarefni, þegar móðir hennar tók að gefa litl- um bróður hennar mjólk að sjúga úr brjóstum sínum. Eitthvað hef- ur sú stutta þó hugleitt málið, því þegar hún hafði séð bróður sinn á brjósti nokkrum sinnum, sneri hún sér að ömmu sinni og spurði: — Amma, er líka svona mjólk í brjóstunum á þér? — Nei, væna mín, ónei. Ekki er það nú. — Nei, svaraði sú stutta, eins og svarið kæmi henni sízt á ó- vart. — Það er náttúrlega bara svona kaffisull. Munið Blóm Vikunnar: VIKAN og DÖGG verðlauna bezta bréf í Póstinum eða beztu skopsöguna með blómum — hvert á land sem er — ef nafn og heimilisfang fylgir, en þvi verður haldið leyndu ef óskað er. NILFISK verndar gólfteppin - því að hún hefur nægilegt sogafl og afburða teppasogstykki, sem rsnnur mjúklega yfir teppin, kemst undir leegstu húsgögn og DJÚPHREINSAR jafnvel þykkustu teppi full- komlega, þ.e. nær upp sandi, steinkornum, glersalla og öðrum grófum óhreinlndum, sem berast inn, setjast djúpt í teppin, renna til, þegar gengið er 6 þeim, sarga undirvefnað- inn og slíta þannig teppunum ótrúlega fljótt. NILFISK slltur alls ekki teppunum, þar sem hún hvorki burstar né bankar, en hreinsar aðeins með rétt gerðu sogstykki og nægilegu sogafli. hreinsar hátt og lágt - þvl henni fylgja fleiri og betri sog- stykki, sem ná til ryksins, hvar sem það sezt, frá gólfi til lofts, og auka- lega fást bónkústur, hárþurrka, málningarsprauta, fatabursti o.m.fl. þægilegri - þv( hún hefur stillanlegt sogafl, hljóðan gang, hentuga áhaldahillu, létta, lipra og sterka slöngu, gúmmfstuðara og gúmmfhjólavagn, sem „eltir" vel, en hægt er að taka undan, t.d. f stigum. hreinlegri - þvf tæmingin er 100% hreinleg og auðveld, þar sem nota má jöfnum höndum tvo hreinleg- ustu rykgeyma, sem þekkjast f ryksugum málm- fötu eða pappfrspoka. traustari - þvf vandaðra tæki fæst ekki — það vita þær, sem eiga NILFISK — og jafnvel langömmur, sem fengu hana fyrir mörgum áratugum og nota hana enn, geta ennþá fengið alla varahlutl á stundinni, þvf þá höfum við og önnumst við- gerðir á eigin verkstæði. Gömlu NILFISK ryk- sugurnar voru góðar, en þær nýju eru ennþá betri. NILFISK HEIMSINS BEZTA RYKSUGA! O. KORNLERV P-HAMSEIIL SÍMI 2-44-20 - SUÐURGATA 10 - REYKJAVÍK Undlrrit. óskar að fá sendan NILFISK myndalista með upplýeinöum um verð og greiðsluskilmála. Nafn: .................................................................. Heimili: ............................................................... Tili FÖNIX $.F. Póstbólf T421, Reykjavfk. VIKAN 11. tbl. 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.