Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 30

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 30
BLÓMABÚÐIN DÖGG ÁLFHEIMAR 6 SÍMI 33978 REYKJAV ÍK ANGELIQUE OG SOLDANINN Framhald af bls. 29. — Monsieur de Vivonne.... ég er í öngum mínum, muldraði Ange- lique og kreisti fram örlítið bros. Nú, þegar hún talaði, virtist hann að lokum gera sér grein fyrir, að þetta var vera af holdi og blóði, en ekki andi. —• Svo það er rétt, sem Carroulet sagði. í>ér eruð i Marseilles og undir mínu Þaki. Hvernig hefði ég átt að láta mér detta Það í hug? Af hverju kynntuð þér yður ekki? — Ég vildi ekki láta taka eftir mér. Ég hef hvað eftir annað bjargað mér með naumindum frá því að verða handtekin. Ungi maðurinn lagði hönd á ennið, gekk yfir að svartviðarskrif- borðinu og tók þar upp koníaksflösku og glas. — Svo Madame du Plessis-Belliére hefur alla lögreglu konungdæm- isins á hælunum! Hvern hafið þér myrt? — Engan. Verra en það! Ég neitaði að ganga í eina sæng með kóng- inum. Augabrúnir hirðmannsins lyftust í undrun. — Hversvegna? — Af tryggð við yðar kæru systur, Madame de Montespan. Vivonne stóð orðlaus og hélt á flöskunni í hendinni Svo birti yfir honum og hann rak upp skellihlátur. Hann hellti í koníaksglas og settist við hlið hennar. — Ég hefði haldið, að það myndi kosta yður lifið. — Ef til vill. En ekki eins fljótt og þér haldið. Hún brosti við honum með hálffeimnislegu brosi. Augnalok hennar voru ennþá þung af svefni, og skyggðu til hálfs á græn augu hennar, og köstuðu löngum skuggum á mjúkar kinnarnar. — Ég var svo þreytt, andvarpaði hún. — Ég hef gengið svo klukku- stundum skiptir um þessa borg. Ég var orðin villt. Ég leitaði skjóls hér. Fyrirgefið mér, ég veit að það var óviðurkvæmilegt, ég laugaði mig í kerinu yðar og tók svo þennan náttkjól í skápnum hjá yður. Hún strauk yfir gagnsætt hvitt efnið. Hún var ekki í öðrum fötum. Undir því glóði á mjúkar bogalinur líkama hennar. Vivonne leit snöggt á hana, en síðan i aðra átt. Hann tæmdi úr glasinu í einum sopa. — Þetta er vandræðaástand! muldraði hann. — Konungurinn kemst að því, að þér voruð hér, og sakar mig um að vera í ráðum með yður. — Monsieur de Vivonne, sagði Angelique og reis á fætur. — Engan barnaskap. Ég hélt að yður væri annarra um hamingju systur yðar .... Þar sem yðar hamingja er að vissu leyti komin undir hennar. UhfGFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkla konfekt firá.NÖ A. HVAR ER ÖRKIN HANS NOAJ Mf n aUtaf saml leUradon 1 hinni Yn4« litrUt Okkar. Hún hefnr tsdlS Srjdna hans Hóa etohvers eteskr f fcUSton'og helttr t68nm verSUnnnm handa þelm, eem tetur fundiS Srktoju VerSUnnln eru stór kon- fektkud, fuUnr aí heste konfektl, og. _ t «r auívlUS BœffœttagerB- OMn w á Ub < Bfltast »r flregW w hUut verSUnnlns HARALDUR FRIÐRIKSSON Þinghólébrout 36, K&pœvogi Vinnlnganna má vltja I skrifstofu Vikuunar. 11. tbL Mynduð þér raunverulega fremur kjósa, að sjá mig í örmum kon- ungsins, en Athénais I ónáð? — Nei, stamaði Vivonne og vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið. Þetta var einna líkast leikriti eftir Corneille. — En ég vil ekki móðga hans hágöfgi. Þér getið afneitað honum, ef þér viljið. En hversvegna eruð þér i Marseilles? Og I mínu húsi? Hún lagði hönd sína blíðlega yfir hans: — Vegna þess, að ég þarf að komast til Krítar. — Há? Hann kipptist við, eins og býfluga hefði stungið hann. — Þér leggið af stað á morgun, er ekki svo? hélt Angelique áfram. — Takið mig með yður. — Frekja og ósvífni! Þér getið ekki verið með réttu ráði! Ætlið þér í raun og veru að fara til Krítar? Vitið þér, hvað það er? — Hvað um yður? Vitið þér, að ég er konsúll á Krít? Ég á þar mikilvægum störfum að gegna og hagsmuna að gæta, og ég held að þetta sé réttur timi fyrir mig að líta eftir þeim, og láta ástríður konungsins kólna lítið eitt. Haldið þér ekki, að það sé góð hugmynd? — Þetta er brjálæði.... Krít! Hann ranghvolfdi í sér augunum, eins og fáránleiki uppástungunnar slægi öll vopn úr hendi hans. — Já, ég veit, sagði Angelique. — Kvennabúr Stór-Tyrkjans og barbariskir sjóræningjar og svo framvegis og svo framvegis. En sjáið þér til: Ef ég fer með yöur, hef ég ekkert að óttast. Hvað myndi geta komið fyrir mig, ef ég færi með hinum konunglega franska flota? —• Kæra Madame, sagði Vivonne hátíðlega. — Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir yður.... — Ef til vill of mikla, stakk hún upp á með glettnislegu brosi. Þessi athugasemd hennar kom honum svo úr jafnvægi, að hann tók að stama og varð að leita að orðunum, áður en han gat haldið áfram með það, sem hann ætlaði að segja. — Hverju máli skiptir það? Hm! Jæja, þrátt fyrir það, hef ég alltaf áiitið yður skynsama konu með gott höfuð á herðunum. Nú neyðist ég til að viðurkenna, mér til sárra vonbrigða, að þér hafið ekki meiri vitglóru en hver önnur skrautbrúða, sem talar, áður en hún framkvæmir, og framkvæmir, áður en hún hugsar. — Eins og þessi fallega, dökkhærða stúlka, sem yfirgaf okkur fyrir fáeinum mínútum? Ég hefði gjarna viljað fá tækifæri til að útskýra návist mína fyrir hinni heillandi ástmær yðar. Nú er hún svo reið, að hún dreifir út þeim fréttum, að ég sé hér. —• Hún veit ekki, hver þér eruð. — Hún á áreiðanlega mjög auðvelt með að lýsa mér, og fólkið, sem ég vil ekki, að viti að ég er hér, mun þekkja mig. Takið mig með til Krítar. Vivonne hertoga fannst eitthvað þrengja að hálsi hans. Hann var eins og ölvaður af augum Angelique. Hann gekk aftur að skrifborðinu og fékk sér annað koniaksglas. —. Aldrei, sagði hann að lokum. — Til Þess er ég of skynsamur. Með þvi að gerast samsekur í flótta yðar — sem myndi komast upp fyrr eða síðar — myndi ég baka mér reiði konungsins. — Og þakklæti systur yðar. — Ég myndi falla I ónáð. — Þér vanmetið vald Athénais, kæri vinur! En þér þekkið hana betur en ég. Nú er hún sú eina„ sem nýtur náðar konungsins, og hann er mjög hrifinn af henni. Hún hefur ekki gleymt þeim brellum, sem dugðu henni til sigurs i upphafi. Ég er sannfærð um, að hún er nógu sterk og nógu snjöll, til að nota sér fjarvist mína og lagfæra þau litlu spjöll, sem ég hef ef til vill unnið. Vivonne hleypti brúnum djúpt hugsi. — Ah! sagði hann. Það var eins og hann sæi fyrir sér hina íðilfögru Athénais, heyrði bergmálið af fyrirlitlegum hlátri hennar og hæðnislegri röddu, því hann varð rólegur aftur: — Bah! sagði hann aftur. — Við getum reitt okkur á hana. Hann hristi höfuðið nokkrum sinnum. — En þér, Madame, hvað um yður? Hann leit á hana út undan sér. 1 hvert skipti, sem hann leit á hana, varð honum ljóst, að hann varð stöðugt fyrir meiri og meiri áhrifum af þvi að hafa hana hér I herbergi sínu, á þessum tima sólarhringsins — konu, sem hafði verið einn af gimsteinum hirðarinnar, og konungurinn hafði gengið á eftir með grasið í skónum. Hann virti fyrir sér fullkomna fegurð hennar með sams konar undrun og hann væri að sjá hana í fyrsta sinni. Það var ekkert, sem spillti fyrir. Hörund hennar var gallalaust, gullnara en algengast var hjá ljóshærðu kvenfólki, og skær, græn augun höfðu tinnusvört sjáöldur. Þegar hann var í Versölum, hafði hann litið á hana eins og guðamynd, þrátt fyrir að Athénais varð frávita af reiði, þegar hún komst að því. Nú, í þessum þunna, gagnsæja kjól, var hún aðeins ólgandi kvenleikinn. I fyrsta sinni á ævinni vorkenndi hann konunginum, og muldraði við sjálfan sig: — Vesalings maðurinn! Ef það er satt, að hún hafi neitað honum.... Angelique rauf ekki áhrifaríka þögnina á milli þeirra. Hún hafðl gaman af því að halda Mortemart í spennu; það var nokkuð sem fáir gátu hælt sér af. Vivonne hafði beztu kosti og verstu galla systur sinnar, óútreiknanlegur, makráður, flöktandi milli ruddaskapar og blíðu, heimsku og snilligáfu. Á sama hátt og einskonar vináttukennd hafði tengt hana við Athénais, hafði hún aUtaf litið á de Vivonne hertoga með hálf alvarlegum áhuga. Hann virtist gerður úr betra efni en flestir aðalsmannanna, sem fylgdu eins og hundar i fótspor húsbónda síns, og liföu á því, sem til féll af borði hans. Hún brosti enn einu sinni, slnu litla, hógværlega brosi, og gerði sér Ijóst, að þegar til kastanna kom, líkaði hennl mætavel við þetta gráð- uga, grunnhyggna og glæsilega Mortemartfólk. Hún lyfti annarri hendinni hægt og studdl henni við kinn sér, og leit stríðnislega á unga manninn. — Já, hvað um mig? spurði hún. — Þér eruð undarleg kona, Madame. Hafið þér gleymt þvl, að þér leituðust við að steypa systur minni af stóli? Og þó eruð þér hér, hafið tekið alveg gagnstæða stefnu og reynið að styðja við bakið á henni. Hvað viljið þér? Hvað eruð þér að reyna að öðlast með allri þessari hræsni? — Ekkert, nema meiri áhyggjur. — Nú? — Hef ég ekki sama rétt og allar aðrar konur til að hafa mina duttlunga? — Að sjálfsögðu! En reynið að velja fómarlömb yðar betur! Þar 3Q VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.