Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 11

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 11
Halla Hauksdóttir, nemandi í 6. bekk Mennta- i> skólans, dóttir bankabókara, næst yngst af fjór- um systkinum. Ragnheiður Helgadóttir, gift heilbrigSisfulltrúa, ó fjögur börn ó aldrinum eins til seytjón óra, í gagnfræðaskóla, landsprófi og menntaskóla. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, gift húsgagnasmið, ó fimm börn ó aldrinum ellefu til tuttugu og sjö óra, í barnaskóla, gagnfræðaskóla, kvennaskóla og háskóla. Eiga börn og unglingar á skólaaldri að hafa vissa vasapeninga, og hvað eiga þeir að gera við sumarkaupið? Er rétt að börnin gangi alltaf fyrir, þurfa pilt- ar meiri peninga en stúlkur, og á piltur- inn að borga, ef hann fer út með stúlku? Hvaða skyldustörf hafa unglingarnir á heimilunum, er dregið af peningum til þeirra, ef þeir haga sér illa, og hvaðan eiga þeir að fá peninga fyrir sigarettum? Ættu börn efnaðra foreldra að hafa meiri peninga, eru siglingar lærdómsríkar, og hvernig er með afnot unglinganna af fjölskyldubílnum? Er hættulegt að vera of strangur, og hvenær eiga unglingar að koma heim á kvöldin? Allt er þetta meðal þeirra mála, sem foreldrar skólaæskunnar þurfa að taka afstöðu til næstum daglega, og til þess að ræða þetta og fleira fékk ég til mín fjórar konur og eina skólastúlku. Kon- urnar eiga það allar sameiginlegt, að eiga börn á öllum skólaaldri, þótt lífs- kjör þeirra séu eðlilega að öðru leyti ó- lík, en skólastúlkan þekkir þá hlið máls- ins, sem snýr að unglingunum sjálfum. Eg hef ekki gert neitt til að færa þetta samtal í hátíðlegri búning en það hafði í upphafi. Það gæti alveg eins hafa átt sér stað, þótt ekkert af því hefði verið skráð á eftir. Þess er ekki að vænta, að við lestur þess fáist nein algild svör; þetta verður fremur að takast sem rabb, þar sem konur með eigin reynslu af þess- um málum skiptast á skoðunum. Ég þakka svo konunum fjórum og ungu stúlkunni kærlega fyrir komuna. hvað af þessum peningum, meðan þau eru ( skóla, og auðvitað er það tilgangurinn að þetta geti komið sér vel síðar á ævinni, þv( að við vitum ekki hve lengi við verðum til að styrkja þau eða hvenær þau þurfa á þessu að halda. G: En hvernig er þetta með svona mörg börn, sjö talsins, er þetta ekki voðalegt þras, þegar þau þurfa öll að biðja um peninga? ALDÍS: Nei, það er svo lítið talað um peninga og mér finnst lítið notaðir peningar í skemmt- anir. í barnaskóla þurfa þau nú aldrei aura, svo umtalsvert sé. G: Hvenær byrjaðir þú að fá vasapeninga, Halla? HALLA: Ég var víst ( gagnfræðaskóla, en þá fékk ég miklu minna en núna. Ég fer nú aldrei tvisvar í viku í bíó, eiginlega aldrei oftar en þrisvar f mánuði, en ég fer á ball um hverja helgi. ALDÍS: Mín börn fara út um helgar og svo þegar mánaðarfrí er daginn eftir. G: Hvað kallið þið ball? Er það, þegar dansað er t.d. á Borginni? HALLA: Já, það er kallað ball og þangað er mikið farið, þegar þar er opið . . . ÞORBJÖRG: . . . ef þau komast þá inn, það er nú ekki ætlað fyrir þessa aldursflokka, þótt þau reyni að komast inn. ALDÍS: Fimmtán ára sonur minn fer ( Lido öðru hverju. Hann biður þá um peninga og segir heiðarlega frá til hvers hann ætli að nota þá. Það er ekki um hverja helgi og mér finnst ósköp sanngjarnt, að hann fái þessa peninga umyrðalaust. Alla vikuna er hann svo heima að læra. I strætisvagna hafa börnin þurft lítið, þar sem við búum það nærri skóla og þau hafa bara gott af að ganga. G: Eru nælonsokkar og snyrtivörur innifalið í þínum peningum, Halla? HALLA: Já, og svo kókó og brauð, sem ég kaupi í skólanum, annars mundi ég ekki vita hvað ég ætti að gera við þá alla. G: Hvernig hafið þið þetta, Ragnheiður? RAGNHEIÐUR: Ég er nú ekki reglulega ánægð með fyrirkomulagið eins og það er. Þau fá ekki fasta vasapeninga, heldur bara eftir efnum og ástæðum, en ég gæti trúað að það sparaði mikið mas, ef fastara fyrirkomulag væri á þessu. ALDÍS: Mér finnst þetta ekkert þras. Ef ungling- inn langar ( bíó, biður hann bara um peninga fyrir þv(, og ég veit nákvæmlega hvenær hann fór síðast í bíó og ef það er ekki of þétt og mér finnst þetta sanngjarnt, segi ég bara já. HALLA: Það er miklu þægilegra fyrir okkur, að þurfa ekki að biðja. RAGNHEIÐUR: Ég hálfvorkenni þeim að þurfa að biðja, og ég mundi halda að hitt væri betra. ALDÍS: Ef þetta verður oft, þarf auðvitað að halda ( við þau. HULDA: Venur maður ekki krakka bara á of mikla eyðslusemi, ef þau fá vasapeninga, kannski strax ( barnaskóla, eins og ttðkast sums- VIKAN 11. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.