Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 25

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 25
samúðarfullir menn höfðu verið sendir frá París, og þar til þeir kæmu, mátti ekkert snerta. La Val- ére og hinir höfðu átt að gæta hússins, þar til mikilmennin, hinir réttu menn kæmu. Hvergi var Ijós að sjá. Húsið var autt. Mennirnir, sem höfðu verið þar, voru dauðir núna eða heima hjá Turner að bíða eftir lögregl- unni. Hann tók upp lyklakippu Puc- ellis. Þriðji lykillinn var sá rétti, og hann fór inn, aftur inn á skrif- stofuna, þar sem St. Briac hafði spurt hann svo vandlega út úr. Veggskáparnir voru lokaðir, en lykl- ar Pucellis dugðu einnig á þá, og hann hafði lært tölurnar á peninga- skápslæsingunni. f honum voru ný- frankar, tíu þúsund sterlingspunda virði, og skjalataska, full af skjöl- um. Craig lagði hvort tveggja til hliðar og fór síðan yfir innihald- ið ( skápnum og borðskúffunum. Listar af nöfnum yfir staði, yfir sjóði, yfir hermenn, yfir óvini, allt auðlæsilegt í tunglsljósinu. Hann valdi það úr, sem hann áleit að hann þyrfti á að halda, og skildi afganginn eftir — allt nema einn lista. Það var sá, sem hafði hans eigið nafn að geyma, nafn Baum- ers og nafn Rutters og Langes. Hann brenndi þennan lista, þar sem hann var viss um, að loginn sæist ekki; það voru einnig önnur nöfn á hon- um. f einu herberginu fann hann tösku og fyllti hana af skjölum og bréfum og fór síðan fram í and- dyrið með töskuna f hendinni. Aft- ur ýlfraði hundur, og Craig flýtti sér inn í skuggann undir stigan- um, lagði frá sér töskuna og tók upp Woodsman byssuna, þegar hundurinn spangólaði einu sinni enn. Það hringlaði f lyklum við dyrn- ar og að lokum opnuðust þær. Byss- an í hönd Craigs var klettstöðug, þar sem hann beið f skugganum og sá móta fyrir nýja manninum f tunglisljósinu. Síðan — allt f einu rak hundurinn upp eitt gól enn og þriðji maðurinn kom þjótandi, skall á þeim, sem í dyrunum stóð, og keyrði hann niður. Sá fyrri engd- ist eins og köttur og mennirnir tveir ultu fram og aftur, og allt f einu rak Craig upp skellihlátur, hló þar til tárin streymdu úr augunum á hon- um, hann fann til f maganum og hann var svo veikur, að hann gat ekkert annað gert en láta fallast niður á þrepin og stynja f hlátrin- um, og mennirnir tveir, sem voru að slást, hættu og urðu vandræða- legir og staðnæmdust fyrir framan hann, sárir og hneykslaðir yfir þvf, að Craig skyldi hlæja, þegar hann hefði átt að hjálpa þeim. — Ó, Grierson, stundi Craig. — Af hverju varstu ekki kyrr í Bordig- hera? Og þú Larry, af hverju fórstu ekki heim? — Ég varð að sjá, hvað um þig yrði, sagði Larry. — Ég sá þennan náunga brjótast inn. Ég hélt, að hann væri kannske á eftir þér. Er hann vinur þinn? Craig hætti að hlægja. — Við erum samherjar, sagði hann og sneri sér að Grierson. — Hvert ætl- arðu nú? — Baie des Anges, sagði Grier- son. — Báturinn bíður þar. — Er ætlazt til, að ég komi með? Grierson kinkaði kolli. — Kannske Larry skutli okkur, sagði Craig. — Auðvitað, sagði Larry. — Mér þykir fyrir því, að ég skyldi ráð- ast á þig. Ég hélt að þú værir að ná í Mr. Reynolds. — Allt í lagi, sagði Grierson. — Ég á við, að Mr. Reynolds er vinur minn. Ég myndi ekki horfa upp á, að honum verði gert mein. — Ég hef orðið var við það, sagði Grierson. — Þú ert mjög góður. — Ósjálfrátt, sagði Larry. — Ég held, að það sé langmikilvægast. Ef þú ert fæddur með ósjálfráð viðbrögð, kemur hitt af sjálfu sér. Svo bætti hann við: — Ég veit ekk- ert hvaðan á mig stendur veðrið. Ef ég vissi hverjir væru samherjar, gæti ég kannske hjálpað einhverj- um . . . — Þú getur það, sagði Craig. — Aktu okkar til Baie des Anges. — Ashford . . . byrjaði Grierson. — Ashford er dauður, sagði Craig. — Okay, sagði Larry. — Okay. Meðan einhver veit hvað hann er að gera . . . Og hvað um lögguna? — Ég er hræddur um, að ég hafi slegið hann niður, sagði Grierson. Þeir fóru með töskuna með sér og Craig og Grierson biðu meðan Larry fór niður á veginn og náði í Kadilakkinn. Svo lögðu þeir af stað. Craig sagði ekkert, og Grier- son, sem sat við hlið hans, var stffur og vandræðalegur f þögninni. Larry tók að tala um verk Carls Sandburg, sem hafði skrifað nógu mikið til þess, að það entist þeim framhjá flugvellinum, út að litla flóanum, þar sem litla skútan beið fast upp við ströndina og uppi í fjörunni var lítil skekta með utan- borðsmótor. Þeir hrundu henni á flot og Grierson kippti f spottann og að þessu sinni fór vélin f gang undir eins. Larry kvaddi Craig með handabandi og horfði á hann klöngrast um borð, og rétti Grier- son sfðan töskuna. Hann sagði ekk- ert við Grierson. Þegar þeir komu út að snekkjunni, var þegar verið að létta akkerum, og þegar þeir komu upp að og klöngruðust um borð, var gangur dfselvélanna hrað- ari. Á þilfarinu horfði Craig á aftur- Ijós Kadilakksins, þegar hann hvarf aftur f áttina til Nissa; í áttina til Cap Ferrat. Larry myndi verða að útskýra marga hluti, þegar hann hefði gengið frá bflnum. Snekkjan stefndi til hafs og skip- stjórinn og áhöfnin sinntu sfnum verkum, án þess að taka eftir mönn- unum, sem stóðu á þilfarinu og störðu af ákefð á svörtu ströndina, sem f jarlægðist stöðugt, þar til dög- unin varð Ijós og geislarauð. Grier- son sagði: — Það er bezt að við förum niður. Þú ert ekki beinlínis ásýnilegur. Craig fór niður, fór f bað og fékk sér mat í svölum borðsal, þar sem lipur þjónn bar fram egg og beikon og kaffi og loksins gat Craig farið að hugsa um svefn, þegar hann hreiðraði um sig f djúpum hægindastól og hlustaði á tilbreyt- ingarlaus slögin f díselvélinni. Hann langaði að hugsa um Sophie — og St. Briac, Ashford, La Valére og líka Grierson. Hvernig stóð hann nú gagnvart Grierson og hinum feita,sóðalega og bráðsnjalla djöfli, Loomis? Það var mikilvægt að hugsa um þessa hluti. Mjög mikil- vægt fyrir hann, en Grierson kom hvergi nálægt honum og hann var þreyttur. Hann sofnaði. Klukkan var fjögur, þegar Grier- son vakti hann og hann fór aftur f bað, hafði fataskipti og fékk sér aftur að borða. Að þessu sinni var vfn með matnum og koníak á eft- ir. Craig velti þvf fyrir sér, hvort hann ætti að drekka sig fullan, en hætti við það. Það var ekki kom- inn tími til þess,- ekki ennþá. Grier- son sat og horfði á hann borða. Hvorugur þeirra mælti orð frá vör- um, þar til Craig hafði lokið sér af og færði sig aftur út f hæginda- stólinn, teygði úr sér og geispaði. Það yrði svo auðvelt og svo þægi- legt að sofna aftur. — Ætlarðu að senda mig til Coventry? spurði Grierson. — Nei, svaraði Craig. — Ég er að bíða eftir þvf að þú segir mér, hvað ég á að gera. — Allt í lagi, sagði Grierson og andvarpaði. — Gefðu skýrslu. Craig sagði honum frá öllu; frá Ségur, frá Ashford, Lal Valére og einvfginu, og Turner, sem hringdi f lögregluna. Það var erfitt að segja frá því, hver áhrif einvfgið hafði haft á hann; um hríð hafði hann verið svo uppgefinn; svo reiðubú- inn til að deyja, en í staðinn hafði hann drepið aftur, f skopleik sem hafði orðið að melodrama; og Sop- hie og Maria hefðu getað orðið dauðanum að bráð f hans stað. — Þegar því var lokið, sagði hann, — fór ég að hugsa um vinn- una, og það sem Loomis hafði sagt okkur að gera. Þú varst horfinn, og Ashford var dauður. Þá var ég eftir. Ég vissi, að það var möguleiki að ég kæmist inn í hús St. Briacs, og gæti komist í skjölin hans; ég gerði það og þá komst þú. — Ef ég hefði ekki gert það, svaraði Grierson, — hvað hefðirðu þá gert? — Ég hefði sloppið, sagði Craig. — Ég á vini og peninga og byssu. Ég hefði komizt undan. Þegar ég Hey — verður það fyrir sjálfan mig — eða það, sem ég trúi á. Ekki fyrir Loomis. — Þegar þú vinnur fyrir þessa stofnun, samþykkir þú að fara eft- ir fyrirmælum, svaraði Grierson. — Hvaða fyrirmæium, sem er — hvern svo sem þau snerta. Þannig verður það að vera. Ég vissi, að Loomis hafði rangt fyrir sér varðandi þig; ég vissi, að hann vanmat þig — en Framhald á bls. 48. Hver er Modesty Blaise? Hún er snjallasta og harðasta kvenhetja hinna nýju riddarasagna, njósnabókmenntanna. ÞaS hefði kannske orð- ið spennandi saga, hefðu þau hitzt James Bond og hún, en þá hefði líka aumingja Bond orðið að lúta í lægra haldi. Fyrst og fremst fyrir kven- legum þokka hennar, en þó öllu fremur fyrir harðfylgi hennar og lipurð, ásamt óþrotlegum forða af allskonar tækjum, svo sem varalit með gasi, rýtingum í brjóstahaldaranum og öðru eft- ir því. Og sagan um MODESTY BLAISE verður næsta framhaldssaga VIKUNNAR. VIKAN 11. tbl. 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.