Vikan


Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 23

Vikan - 17.03.1966, Blaðsíða 23
HANN ÆTLAÐI AÐ BJÖÐA HENNI TIL HADEGISVERÐAR, SVO TIL KVÖLDVERÐ- AR OG HANN FANN A SÉR - AÐ HITT KÆMI SEINNA..... og það er heil eilífð síðan ég kom ó „Coon Room" síðast. En ég aetla að vara þig við, ég er miög dýr í rekstri. Ég er hraust og ég þarf mikið að borða. — Ég kom með nokkuð af peningum með mér, og svo hefi ég líka ágætis lánstraust, sagði Alec Barr. Flugvélin lenti með nokkrum dynk. — Þá erum við komin lifandi til jarðar. Við skulum ná sem fyrst ( leigubil og flýta okkur á staðinn. Ég ætla ekki að lasta þessa góðu flösku, sem bjargaði lifi mfnu, en ég er nó mest fyrir Martini á daginn. — Ég veit ekki hvort það verður nokkurs virði áð fara á þennan kappleik, sagði Alec. — Mér finnst þetta vera orðið töluvert rudda- legra í seinni tíð. — Sfðasti reglulega góði kappleikurinn sem ég hefi séð, var fyrsti Louis — Conn leikurinn, rétt fyrir strfðið. Þau borðuðu miðdegisverð f skyndi, áður en þau fóru á kappleikinn, sem var haldinn í þvf skyni að öðlast réttindi til að keppa við heims- meistarann f léttavikt einhvern tfma f náinni framtfð. — Ég hefi ekkert heyrt um þessa náunga sem eiga að keppa, en það er kannske ekk- ert að marka, ég fylgist ekki svo vel með þessu lengur. Ég þekki nöfn eins og Sugar Ray og Marciano, en það er enginn Barney Ross lengur, eða Henry Armstrong eða Baer dreng- irnir. Ég sá alla þessa snillinga fyrir strfð. Eft- ir stríðið fór ég að horfa á nautaat f staðinn, nautin eru að minnsta kosti heiðarleg. Barbara stakk upp f sig bita af steikinnl. — Mér þykir gaman að þeim, þrátt fyrir öll glóðaraugun. Ég horfi oft á þá f sjónvarpi, en ég hefi aldrei séð þá af holdi og blóði. Alec hristi höfuðið. — Það er sjónvarpið sem eyðilagði þessa grein, nú eru ekki lengur til þessir litlu klúbb- ar, þar sem drengirnir lærðu reglulegar bar- dagaaðferðir, áður en þeir fóru að sýna. Svo er það velmegunin, sem eyðileggur spenning- inn við að vinna sér inn peninga. Nú hafa allir svo mikið kaup. Það var sultarsöngur mag- ans sem skapaðl þessa baráttumenn. Þetta var eina leiðin fyrir þá til þess að komast upp úr göturæsinu. Hann horfði á klukkuna og bað um reikn- inginn. ■— Það er kominn tími ttl að við förum til að horfa á Tiger Taggert slá Bolo Bermudez f klessu. Þetta er óvenjuleg keppni nú á tfm- um. Tiger er hvftur, ég hélt að það væri ekki miklð um hvftar hnefaleikakempur lengur. Þau ruddu sér braut eftir ganginum mllll bekkja fram á þrlðja beWí. — Hvað er þetfa, hefurðu fengið blaða- mannasæti? sdigði Barbara, sýnilega hrifin. — Oh, fjandinn hafi það, það eru allt blaða- Frainliald á bls. 46. VTKAN U. tbl. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.