Vikan


Vikan - 03.08.1967, Side 14

Vikan - 03.08.1967, Side 14
Ég virti fyrir mér augu hans, þegar hann sneri höfðinu hægt til að iíta á mig. Hann horfði kuldalega á mig um hríð. — Gættu að akstrinum, Grav- es. Gættu að öllu. Hann leit aftur fram á veg- inn, en um leið sá ég að hann varð skömmustulegur. Þar sem þjóðbrautin lá yfir aðalgötu Santa Teresa, stanzaði hann við rautt ljós. — Hvert för- um við nú? — Hvert viltu fara? — Mér er sama. — Þá förum við heim til Samp- son, sagði ég. — Ég þarf að tala við frú Sampson. — Þarftu að gera það núna? — Ég vinn fyrir hana. Ég verð að gefa henni skýrslu. Það kom grænt ljós. Ekkert fleira var sagt, þar til við beygð- um inn á afleggjarann að húsi Sampsons. Húsið var allt í myrkri, nema ljós logaði í örfá- um gluggum. — Ég vil helzt ekki hitta Mi- röndu, ef hægt er að komast hjá því, sagði hann. — Við giftum okkur í kvöld. •—• Var það ekki brjálæði? — Hvað áttu við með því? Ég hef borið leyfisbréfið á mér í marga mánuði. — Þið hefðuð getað beðið, þar til faðir hennar var kominn heim, eða búið var að leggja hann sómasamlega til. — Hún vildi að það yrði í dag, sagði hann. —- Við létum gera það í dómhúsinu. -—Þú eyðir sennilega brúð- kaupsnóttinni þar líka. Tukthús- ið er í sama húsi, er það ekki? Hann svaraði ekki. Þegar hann stöðvaði bílinn við bílgeymslurn- ar, hallaði ég mér fram til að sjá framan í hann. Skömmustu- svipurinn var horfinn af hon- um. Nú var ekkert eftir annað en kæruleysi þess, sem vanur er að spila djarft. — Þetta er merkileg kald- hæðni, sagði hann. — Það er brúðkaupsnóttin okkar í nótt, nóttin, sem ég hefið beðið eftir árum saman, og nú tangar mig ekki að sjá hana. — Heldurðu, að ég muni skilja þig hér eftir einan? — Hversvegna ekki? — Ég treysti þér ekki. Þú ert eini maðurinn, sem ég hélt ég gæti treyst.... Ég fann ekki orð til að enda með setninguna. — Þú getur treyst mér, Lew. — Við skulum hafa það herra Harper héðan í frá. — Herra Harper þá. Ég er með byssu í vasanum, en ég ætla ekki að nota hana. Ég er búinn að fá nóg af ofbeldi. Skil- urðu það? Ég hef ógeð á því. — Þú ættir að vera farinn að hafa ógeð, sagði ég. — Með tvö morð á samvizkunni. Þú ættir að hafa fengið nóg af ofbeldi um sinn. — Af hverju segirðu tvö morð, Lew? Herra Harper, sagði ég. — Þú þarft ekki að gera þig svona merkilegan. Ég hafði ekki hugsað mér þetta svona. — Það gera ekki margir. Þú skauzt Taggert, af því að tæki- færið kom upp í hendurnar á þér, og síðan hefurðu spilað eft- ir eyranu. Undir lokin varstu orðinn ótrúlega kærulaus. Þú hefðir átt að vita, að ég myndi komast að því, að þú hringdir ekki í lögregluforingjann í kvöld. — Þú getur ekki sannað, að þú hafir sagt mér að gera það. — Ég þarf þess ekki. En það var nóg til að gefa mér til kynna, hvemig allt var í pottinn búið. Þú vildir fá að vera einn með Sampson í kofanum, stundar- korn. Þú varðst að ljúka því af, sem félögum Taggerts hafði ekki lánazt að gera fyrir þig. — Heldurðu í alvöru, að ég hafi haft eitthvað með mannrán- ið að gera? — Ég veit fullvel, að það hef- irðu ekki. En mannránið hafði nokkuð að gera með þig. Það gerði úr þér morðingja með því að gefa þér tylliástæðu til að drepa Taggert. — Ég skaut Taggert í góðri trú, sagði hann. — Ég viður- kenni, að mér þótti ekki verra að ryðja honum úr vegi. Mi- röndu gazt of vel að honum. En ástæðan fyrir því að ég skaut hann var sú, að mig langaði að bjarga þér. - Ég trúi þér ekki. Köld reið- in flæddi um mig. Stjörnurnar héngu eins og snjókristallar neð- an úr svörtum himni og kuldinn helltist ofan yfir höfuð mitt. — Ég skipulagði þetta ekki, sagði hann. — Ég hafði engan tíma til þess. Taggert ætlaði að skjóta þig og ég skaut hann í staðinn. Það var afar einfalt. — Það er aldrei einfalt að drepa, ekki þegar annars vegar er maður með heila eins og þinn. Þú ert afburða skytta, Graves. — Þú hefðir ekki þurft að drepa hann. Hann svaraði hörkulega: — Taggert átti skilið að deyja. — Hann fékk það, sem honum bar. — En ekki á réttum tíma. Ég hef verið að velta því fyrir mér, hve mikið af því, sem hann sagði mér, þú hafir heyrt. Þú hlýtur að hafa heyrt nóg til að vita, að hann var einn af ræningjunum. Ef til vill nóg til að vera nærri viss um, að ef Taggert dæi, myndu félagar hans drepa Samp- son. — Ég heyrði mjög lítið. Ég sá, að hann ætlaði að skjóta þig, svo ég skaut hann í staðinn. Svo kom aftur kuldi í rödd hans. — Það leynir sér ekki, að þar varð mér á í messunni. — Þér varð ýmislegt á í mess- unni. f fyrsta lagi að drepa Tagg- ert — þá byrjaði allt, var ekki svo? Það var ekki endilega Tagg- ert, sem þú vildir feigan. Það var Sampson sjálfur. Þú vildir aldrei, að Sampson kæmi lifandi heim, og þú hélzt að með því að drepa Taggert, hefðirðu séð um það. En af félögum Taggerts var aðeins einn eftir á lífi, og hún var í felum. Hún vissi ekki einu sinni, að Taggert væri all- ur., fyrr en ég sagði henni það, og hún hefur ekki haft nokkurt tækifæri til að drepa Sampson, þótt hún hefði sennilega gert það, hefði henni gefizt kostur á. Svo þú varðst að myrða Sampson sjálfur. Smán, og eitthvað, sem líktist óvissu, birtist á ný í andliti hans. Hann hristi það af sér. — Ég er raunsæismaður, Harper. Þú líka. Sampson var engum harm- dauði. Rödd hans hafði breytzt. Varð allt í einu hol og blæbrigðalaus. Öll verund mannsins beindist að því að verja sig, bíða lags, reyna alla útvegi í leit að einhverju, sem hann gæti stuðzt við. — Þú tekur morðum léttar en þú gerðir, sagði ég. — Þú hefur sent menn í gasklefann fyrir morð. Hefur þér flogið í hug, að þangað liggur sennilega þín leið? Honum heppnaðist að kreista fram bros. Það gerði djúpar og ljótar hrukkur um munn hans og milli augnanna. — Þú hefur enga sönnun gegn mér. — Ekki minnstu vitund. — Ég hef eigin fullvissu og þína játningu.... — En ekki hljóðupptöku af henni. Þú hefur ekki einu sinni nóg til að krefjast rannsóknar. — Það er ekki í mínum verka- hring. Þú veizt betur en ég, hvar þú stendur. Ég veit ekki hvers- vegna þú þurftir að myrða Samp- son. Hann var þögull um hríð. — Þegar hann tók til máls aftur á ný, var röddin breytt. Hún var hressileg og yngri en áður, rödd mannsins, sem ég hafði þekkt fyrir mörgum árum. — Það var skrýtið, að þú skyldir orða þetta þannig, Lew. Það var einmitt þannig sem mér leið. Ég vafð að gera það. Ég hafði ekki hugs- að mér það, þar til ég fann Samp- son þarna einan í búningsklefan- um. Ég talaði ekki einu sinni við hann. Ég sá hvað ég gat gert, og um leið og ég hafði komið auga á það, varð ég að gera það, hvort sem mér líkaði betur eða verr. — Ég held þér hafi líkað það betur. — Já, sagði hann. — Mér þótti gaman að drepa hann. Nú þoli ég ekki einu sinni að hugsa um það. — Ertu ekki að reyna að >bæta um fyrir þér? Ég er ekki sál- fræðingur, en mér býður í grun, að eitthvað fleira hafi vakað fyr- ir þér. Nokkuð, sem liggur í augum uppi, en er ekki eins skemmtilegt. Þú giftist í kvöld, stúlku, sem var til þess að gera mjög auðug. Ef faðir hennar dæi, væri hún flugrík. Reyndu ekki að segja mér, að þú hafir ekki gert þér Ijóst, að þú og brúður þín hafið verið fimm milljón dollara virði síðustu klukkustundirnar. — Ég veit það vel, sagði hann. En ekki fimm milljóna. Frú Sampson fær helminginn. — Ég gleymdi henni. Hvers- vegna drapstu hana ekki líka? — Þú ert óvæginn! — Þú varst óvægnari við Sampson fyrir skitna milljón og fjórðungi betur. Helminginn af helmingnum af auðæfum hans. Varstu ekki heldur smátækur, Graves? Eða hafðirðu ráðgert að myrða frú Sampson og Miröndu síðar? — Þú veizt, að þetta er vit- leysa, sagði hann hljómlausri röddu. — Hvað heldurðu, að ég sé? — Ég hef ekki gert það upp við mig. Þú ert maður sem gift- ist stúlku og drepur föður henn- ar sama daginn, til að breyta henni í erfingja. Hvað gengur að þér, Graves? Vildirðu hana ekki án milljón dollara heiman- mundar? Ég hélt, að þú elskaðir nana. — Þegiðu. Það var þjáning í rödd hans. — Blandaðu ekki Mi- röndu í þetta. — Ég geri það ekki. Ef það væri ekki Miröndu vegna, get- um við talað um annað. — Nei, sagði hann. — Það er ekki meira að tala um. Ég skildi hann eftir þar sem hann sat í bílnum og brosti þessu steingerða spilamannsbrosi sínu. Ég sneri baki við honum, þegar ég gekk yfir malborið hlaðið að húsinu. Hann var með byssu í vasanum, en ég leit ekki um öxl. Ég trúði honum, þegar hann sagðist hafa ógeð á ofbeldi. Það logaði ljós í eldhúsinu, en enginn svaraði, þegar ég knúði dyra. Ég gekk inn í húsið að stiganum. Frú Kromberg sat í forsalnum uppi, þegar ég kom út úr lyftunni. — Hvert eruð þér að fara? —- Ég þarf að hitta frú Samp- son. — Það er ekki hægt. Hún hef- ur verið afskaplega taugaóstyrk í dag. Hún tók nembutal fyrir um það bil klukkustund. — Þetta er mikilvægt. — Hve mikilvægt? — Það, sem hún hefur beðið eftir að heyra. Kvíðinn flökti í augum henn- ar, en hún var of góð þjónustu- stúlka til að spyrja. ■— Ég skal gæta að, hvort hún er sofandi. Hún gekk að lokuðum dyrum frú Sampson og opnaði þær hljóð- lega. Hræðslulegt hvisl barst að inn- an: — Hver er það? — Kromberg. Herra Harper 14 VIKAN 31-tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.