Vikan


Vikan - 03.08.1967, Page 16

Vikan - 03.08.1967, Page 16
hTTÐM MOBESTY BLAISE ÆVINTÝRI Eftír Peter OfDonnel 1. HLUTI Telkning Ðaltasar Hér hefst nýtt ævintýri um hina gömlu vinkonu okkar, Modesty Blaise og hægri hönd hennar, Willie Garwin. Sagan hefst mcð lýsingu á óaldar- flokki, sem hefur á prjónunum ofsa- fengna áætlun, sem gengur undir kenniheitinu og dulnefninu TÍGBIS- TÖNN. Að sjálfsögðu verður það svo hlutverk Modesty og Willies að koma þeim flokki fyrir kattarnef, og það tekst með glæsibrag, þótt það kosti ótrúlegar fórnir og standi naumt. — Sagan er æsispennandi eins og búast má við og stendur síður en svo hinu fyrra Modesty Blaise-ævintýri að baki. I. jandi, að það skyldi vera þessi, sagði Liebmann. — Skýrslan hans sýnir, að hann var góður maður. Sarrat yppti öxlum og strauk nauðrakaða hökuna. — Hann er enn góður maður. Tvíburarnir eiga ekki auðvelda bróð t honum. — Þeim mun betri skemmtun. svaraði Liebmann. Hann var Ijós- hærður, með þunnt meinlætamanns- andlit og rödd fallins engils, full- komlega mynduð orðin hrundu af þunnum vörum hans eins og ís- dropar. Enska var ekki hans móðurmól, né heldur Sarrats, né fleiri en eins af hverjum fimm þeirra manna, sem höfðust hér við í fjögurra mílna löngum dal, sem ló milli gnæfandi fjallshryggja og tinda ( stærsta fjallgarði heimsins. En það var ströng regla, að ensku skyldi tala undir öllum kringumstæðum og ævinlega og amerískur hreimur var ókjósanlegur, þótt ekki væri hann skilyrði. Fyrir aftan mennina tvo var drungaleg, gul forhliðin á höll úr sólþurrkuðum tígulsteini, sem reist hafði verið af mönnum, sem dóu meðan Múhameðstrúin var enn ný. Hún stóð þarna milli tveggja kletta, sem stóðu fram í dal. Hún var þrjár hæðir og meira en dagslátta að flatarmáli. Vegg- irnir og innréttingin hafði staðizt tönn aldanna furðu vel. Aðeins þakið hafði hrunið, plata milli fjög- urra hvolfturna, og nú hafði skað- inn verið bættur með léttri viðar- grind og þykku plastefni. Maður kom út um litlar boga- dyrnar og gekk í áttina til Lieb- manns og Sarrats. Hann var, eins og þeir, klæddur í grófa treyju úr gráu efni, hneppta upp í háls, og dökkar gallabuxur. Á annarri öxl- inni bar hann sjálfvirkan riffil, M- 16, og skotfæraskjóðu á bringunni. — Hamid, sagði Liebmann og leit á armbandsúrið. — Við erum að fara. Hamid kinkaði kolli. Hann hafði skarpleitt, fölt andlit, greinilega af stofni Berba, með köld, svört augu. Sarratt glotti og leit á riffilinn. — Þú þarft ekki á þessu að halda, vinur minn. Þú getur skilið hann eftir núna. Eg skal passa þig. — Hann er hluti af honum, sagði Liebmann annars hugar og starði niður eftir dalnum. — Stofnaðu ekki til vandræða, Sarrat. — Einhvern tima, sagði Hamid og horfði á stóra Frakkann. — Einhvern tíma, Sarrat, þegar þessu öllu er lokið, ættum við að fara saman upp í fjöllin. Þú með þína stóru, háværu vélbyssu. Eg með aðeins þessa. Hann klappaði með löngum fingrum á riffilinn. — Eg skyldi kála öllum f deildinni þinni, án þess að þeir kæmu einu sinni auga á mig. Sarrat glotti aftur. Hann var þrekinn, en það voru allt vöðvar. — Ef ég á nokkurn tíma eftir að 16 VIKAN 31- tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.