Vikan


Vikan - 03.08.1967, Side 18

Vikan - 03.08.1967, Side 18
TIGRISIDNN buxurnar voru snjáð og trosnuð en tandurhrein. Hann beið afslappaður, meðan farþegarnir klöngruðust upp' í jepp- ann. Síðan sté hann af kúplingunni. — Ætlið þið niður á svæðið að horfa á boxið? spurði hann, þegar jeppinn rann niður eftir rykugri slóðinni, frá stóra hliðinu framan við höllina. Enskan hans var eðli- leg og vottaði fyrir kokhljóðinu, sem einkennir Liverpoolbúa. — Já. Liebmann leit á ekilinn. — Þú ert Carter, er það ekki? — Rétt. Svarið var kæruleysislegt. Hér í dalnum var ekki stundað að heilsa að hermannasið eða rykkja sér í réttstöðu, hér var enginn ýkt- ur agi. Að því marki, sem Liebmann þekkti nokkrar eigin, persónulegar tilfinningar, hefði hann heldur kjör- ið þvingandi aga, en hann viður- kenndi, að það var engin þörf fyrir hann. Alls engin þörf. Karz notaði miklu betri og varanlegri aðferðir til að ná þeim árangri, sem hann óskaði eftir. — Hve lengi hefurðu verið hjá okkur, Carter? spurði Liebmann með sinni köldu, blæbrigðalausu röddu. — Atta vikur, sagði Carter, um leið og hann skipti um gír. Eg var einn af þeim fyrstu. Jeppinn rann með jöfnum hraða eftir slóðinni meðfram mjórri ánni, sem rann í gljúfri annarsvegar í dalnum og hvarf einhversstaðar f suðri undir snævi þöktum fjalla- tindum og brúnum, sem gnæfðu f meira en tuttugu þúsund feta hæð. Til vinstri var röð af gráum brögg- um; grindurnar voru úr léttmálmi og klæddar með asbesti. Nokkrir menn, allir klæddir í samskonar einkennisbúninga og Carter, komu í óskipulegum röðum frá bröggunum og stefndu þangað, sem dalurinn mjókkaði, og var ekki nema svosem tvö hundruð metrar á breidd, áður en hann víkkaði aftur. — Dratthalar, sagði Hamid og horfði á þá. Það eru áreiðanlega flestir komnir niðureftir núna. Hann hallaði sér áfram og ávarpaði Cart- er: — Þetta, skemmtunin, er hún vinsæl hjá mönnunum? — Flestum finnst gaman að þessu. Það er eins og tvfburarnir fái útrás í þessu. Það er óeðli. Mér er sama, hvort ég er þar eða missi af því. Það vottaði -fyrir forvitni á þunnu, alvarlegu andliti Liebmanns. — Finnst þér þetta ekki spennandi, Carter? — Þetta svo sem skiptir mig engu máli. Carter glotti skriðdýrsglotti. — Ef ég þarf að fá útrás, fer ég í fuglabúrið. Hann hnykkti með höfð- inu í átt til hallarinnar. — Ég á smátíma þar í kvöld, og fæ heila nótt með frjálsu vali af löngum lista á mánudaginn kemur. Hann spýtti um tönn út úr jeppanum. — Ég bókaði þessa litlu malaiísku. Það er sagt, að hún geti bókstaf- lega snúið ranghverfunni á manni út. Hláturinn rumdi f Sarrat. Lieb- mann bretti grönum af ógeði. Hann benti í áttina að flöskuhálsinum í dalnum og sagði við Carter: — Þú færð ekki útrás af þessu? — O, þetta er svosem allt f lagi. Það er samt betra fyrst, meðan maður gat veðjað. En það er ekki hægt að veðja á móti tvíburunum núna. — Það truflar þig ekki að einn af . . . . aldrei þessu vant hikaði Liebmann og leitaði að orði, — að einn af félögum þínum verður drep- inn? Carter var tekinn að hægja ferð- ina. Hann sneri nagdýrsandlitinu að Liebmann. — Það eru engir félagar hér, sagði hann fyrirlitlega. — Það myndi aldrei ganga. Það veiztu eins vel og ég. — Já, sagði Liebmann stuttarlega og sté út um leið og jeppinn nam staðar. Sarrat og Hamid fylgdu honum, þegar hann gekk upp hall- andi klettinn, upp að nokkurnveg- inn hringlaga flöt. Annarsvegar var síhækkandi klettastallur upp eftir fjallshlíðinni, svipað og áhorfenda- pallar umhverfis leikvang. Hinum megin við sviðið var um tuttugu feta fall, beint ofan f urð og grjót. A sviði þessa náttúrugerða hring- leikahúss var enginn, en á stöllun- um var krökt af mönnum, nokkur hundruð, sem stóðu eða sátu, hvar sem þeir fundu sér góðan stað, þar sem þeir myndu sjá vel úr. Þeir sem komu seint, urðu að fara hátt upp eftir kleftinum, til að finna sér stað. Kliðurinn af mörgum röddum bergmálaði annarlega af hringlaga veggnum. Liebmann gekk á undan þeim að auðum stað við annan endann á lægsta stallinum. Hann sperrti eyrun eftir einhverju öðru hljóði en ensku, en tók ekki eftir neinu, þótt enskan hjá sumum væru svo afbökuð, að það var erfitt að þekkja hana. Hinir fyrirliðarnir voru þegar komnir. Sarrat strauk svitann af hálsi sér með kakhivasaklút, og rykkti höfðinu í áttina til mann- anna á stöllunum. — Þeir líta vel út, sagði hann. Liebmann horfði á öll þessi and- lit. Meira en sextíu prósent af þeim voru af asískum eða arabiskum upp- runa. Andlitin voru allt frá dökk- brúnum, indverskum hæðabúaand- litum, að sólbrenndum og ferskum hörundslit Norður-Evrópubúa. Þarna voru Guhayna Arabar frá Súdan, þreknir, kákasuskir Mongólar, og slæðingur af Kínverjum. Með dauðhreinsaðri ánægju veitti Liebmann því athygli, að menn höfðu ekki dregizt í flokka eftir kynþáttum. Frönsku Alsírbúarnir voru á víð og dreif. Þessir fáu Spánverjar og ítalir voru innan um aðra í hópnum, sömuleiðis Þjóðverj- arnir, Bretarnir og Ameríkanarnir. Jafnvel stóru fjallabúarnir tveir frá Ástralíu, landinu með hina miklu félagsvitund, höfðu ekki haldið hópinn. Þrátt fyrir svo gífurlega breyti- legan uppruna og litarhátt, átti þessi tæpra fjögur hundruð manna hópur eitt sameiginlegt. Hver um sig hafði sannað snilli sína á einu sviði — sviði dráps og víga. Þetta voru harðir, kaldir menn, fullir af sjálfstrausti, vissu ekki hvað sam- vizkubit var. Þetta var ekki sá her, þar sem hver maður er reiðubúinn að deyja fyrir flagg eða málstað. En hér var hver maður reiðubúinn að gera sitt ýtrasta til að fá í aðra hönd tuttugu þúsund sterlingspund. Fyrir þetta verð hafði hver um sig selt sig, líkama og sál í sex mánuði. Það vottaði fyrir brosi á andliti Liebmanns, þegar hann velti því fyrir sér, hve margir menn í heim- inum hefðu getað smalað saman slíkum her. Þeir gætu verið nokkr- ir, hann viðurkenndi það fyrir sjálf- um sér, en aðeins einn maður gat stjórnað honum og skipulagt. Hann leit yfir dalinn og sá jepp- ann nálgast með þunglamalegan, gráklæddan mann með stórt höfuð, sem sat við hliðina á ökumanninum. Liebmann naut þess snerts af ótta, sem náði til tauga hans. Eng- in önnur tilfinning vakti minnstu svörun í brjósti hans nú. Ekkert, sem maður eða kona gátu gert, villidýr, guð eða djöfull, snerti kuln- aða sálarstrengi Liebmanns, annað en návist Karz. Og af þessari á- stæðu naut hann hennar. Kliðurinn af röddum mannanna hjaðnaði, þegar Karz gekk upp hallann til fyrirliða sinna. Hann virti þá fyrir sér með svartþyrnis- litum augum í breiðu Mongólaand- liti undir þykkum brúski af stutt- klipptu, svörtu hári. Andlitið hefði getað verið höggvið úr brúnu gran- títi, en það var fullkomlega lifandi, andlit frá því f fyrndinni, hrotta- feng'ið, glöggskyggnt og aldurs- laust. Bak við slíkt andlit hafði hug- ur Genghis Khan skipulagt barátt- urnar, sem gerðu hann að æðsta manni heimsveldis, er náði frá Kínahafi að bökkum Dnieper. Karz renndi augunum yfir hóp- inn uppi á stöllunum, en sneri sér síðan til að horfa á flatan, auðan klettastallinn, sem myndaði sviðið. Hann spennti hægt greipar fyrir aftan bak, tók sér kyrfilega stöðu og var síðan grafkyrr eins og lif- andi stytta hefði sprottið upp úr klettinum. Aðeins einu sinni, á öðrum stað og í annan tíma, hafði Liebmann séð Karz hreyfa sig snöggt. Þá hafði hann slegið mann með hnef- anum, eins og hann væri að nota hamar — hvorki sígilt né vel valið högg, en það hafði molað haus- kúpuna á fjögurra ferþumlunga svæði. Tveir menn komu nú ofan úr jeppanum. Það fór hvískur um manngrúann á stöllunum. Höfuð beggja voru nauðrökuð og bæði andlitin skítgul. Þeir voru rétt undir sex fetum og sérlega handleggja- langir. Fæturnir voru sverir óg full stuttir í samanburði við líkamina. Báðir voru ( gráum treyjum og dökkum buxum eins og aðrir fyrir- liðar Karz. Þeir gengu með léttri en óvenjulegri hrynjandi öxl við öxl, sveifluðu ytri handleggjunum, þeir innri voru kyrrir og á þeim höfðu þeir krækt þumalfingrunum í beltið. Þegar nær kom gat Liebmann séð þessi einkennilegu axlatygi, sem héldu þeim saman. Þau voru úr þykku, slegnu leðri, í sniðinu svip- að og axlaverjur frá því í gamla daga, á hvorri öxl var stutt ermi og axlastykki, sem bundið var með reimum við annað eins hinum meg- in, en axlastykkin voru auk þess fest saman með stuttri stöng, sem lá þvert yfir axlirnar, þykkri stöng úr leðri, og innan í henni var lipur stálkeðja. Þrátt fyrir sex þumlunga stöng- ina sem festi þá þannig saman á öxlunum, hreyfðu mennirnir tveir sig fimlega og auðveldlega. Carter hafði tyllt sér á klettanös og horfði á þá ganga til Karz og síðan snúa sér fram á sviðið. Við hliðina á Carter blístraði maður með ferkantað, brúnt andlit. — Þetta eru tvíburarnir? spurði hann með snöggu orðfæri Afríku- búa. — Hvað sýnist þér? Carter leit á þennan félaga sinn. — Áttu sígar- ttu afgangs? — Nei. Ber neitunin bjó ekki yfir neinum illvilja. — Hefurðu verið hérna lengi? — Nógu lengi. Þú? — Kom í síðustu viku, hef ekki séð þessa tvo fyrr en nú. — Það er ekki von. Þeir hafa verið með okkur í viku þjálfun. Ég er í þeirra deild. — Hvað kalla þeir sig? — Sá til vinstri er Lok. Hinn er Chu. — Ég hef heyrt um þá. Ég hef heyrt þrjár mismunandi sögur um það, hversvegna þeir eru svona samtengdir. — Er það rétt, að þeir séu hommar? Carter bretti grönum. — Það væri ekki til mikils fyrir homma að vera festir svona saman, eða hvað? Þú hefur verið að hlusta á nýju strák- ana. Afríkumaðurinn stakk hendinni í skyrtuvasann og tók hægt upp flata sígarettuöskju. Hann tók eina sígar- ettu úr henni og rétti Carter. — Þeir voru síamskir tvíburar, sagði Carter. — Samvaxnir á öxlun- um. Olust upp þannig. Svo var Framhald á bls. 44. 18 VIKAN »■tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.