Vikan


Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 23

Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 23
klæðum, sem engu að síðui' stungu illilega í stúi' við refsleg, illa rökuð andlitin. Það var eins og þeir væru í dulargervi. Lögreglan, hugsaði hún og skynjaði hættu. Hún herti gönguna, en um leið kom fótatakið nær og nær og annar mannanna kallaði: — Hæ, fagra kona, hlauptu ekki burtu! Hún jók enn skriðinn, en þeir höfðu nú náð henni og gengu nú sinn hvoru megin við hana. Annar þeirra þreif í handlegg hennar. — Herrar mínir, vilduð þið gera svo vel að láta mig í friði, sagði hún og losaði sig. — Hversvegna? Þú sýnist ekkert ánægð. Getum við ekki komið okk- ur saman um hríð? Lymskulegt bros þeirra kom henni til að óttast hið versta. Ef hún ræki þessum dónalegu náungum utan undir, ætti hún á hættu að vekja athygli á sjálfri sér. Ef þetta væru aðeins ungir slæpingjar frá ríkum fjölskyldum, myndu þeir ef til vill kyngja þeirri staðreynd, að þeir hefðu ekki haft heppnina með sér. en einhvernveginn, hún vissi ekki hversvegna, óttaðist hún, að fínu fötin væru blæja yíir eitthvað enn andstyggilegra. Hún lét augun hvarfla yfir húsaraðirnar í kring í leit að hjálp. Þetta var rét.t eftir hádegisbil og La Rochelle fylgdi þeirri suðrænu reglu, að loka öllum gluggahlerum í klukkustund eftir matinn. Sólin var ótrúlega heit þennan tíma árs og ólíklegt að nokkur kærði sig um að missa af hádegisblundinum. Það var enginn sjáanlegur, hvorki í gluggunum, né á dyraþrepunum. Sem betur fór sá Angelique, að hún var ekki langt frá vöruhúsum Maitre Berne. Fremur en reyna að ná til heimilis kaupmannsins, sem enn var langa leið í burtu, og láta sér lynda fylgd þessara skuggalegu náunga, ætlaði hún að ieita sér skjóls þar. Hún vissi, að Maitre Gabi-iel var þar, og að kaupmaðui-inn yrði ekki i neinum vandræðum með að setja ofan i við þessa vandræðagemlinga. Þeir héldu áfram að slá henni gullhamra. Kannske voru Þetta, þegar allt kom til alls, aðeins meinlausir ræflar, sem höfðu verið að drekka og fengið sér einum of mikið. Hún beygði niður eftir sundi, sem lá til hægri og sá við fjarri enda þess iangan, sléttan vegg vöruhússins sem Maitre Gabriel hafði fyrst numið staðar við, þegar þau komu til La Rochelle, til að losa sig við farminn, sem þau höfðu komið með. Hún var aðeins fáein skref frá húsinu, þegar sá stærri af mönnunum tveimur, sem sýndist hafa krafta í kögglum undir blárri skikkjunni, þreif um handlegginn á henni og renndi hinum um mitti hennar. — Nú er nóg komið, sútlka mín! Ég er viss um að þú getur ekki haft neitt á móti sætum strákum eins og okkur. Við biðjum bai-a um bros og svolitinn gamanleik, ef þú getur gert Það almennilega. Okkur var sagt, að stúlkurnar í La Rochelle væru heitar og lifandi, og tækju vel á móti ókunnugum. Við skulum sjá, hvort það er rétt. Að svo mæltu reyndi hann að kyssa hana á munninn. Hún stökk aftur á bak og sló hann eins fast og hún gat, yfir andlitið. Hann sleppti henni og greip um kinnina. Svo stökk hann að henni, en hinn maðurinn hafði þegar þrifið hana, iligirnislegt sigurbros lék um varir mannsins, sem hún hafði slegið. Rétt, .Tohnny, — haltu henni. Við skulum vefja pilsin um eyrun á henni, þessari fallegu villutrúarpiu! En sú heppni! Þetta er okkar heilladagur .... Þeir yfirbuguðu hana. Þeir spörkuðu hrottalega i hnésbæturnar á henni og felldu hana aftur á bak. Hún æpti og Þeir slógu hana á munninn; þeir rifu í liálsmál hennar; hún hélt að Það myndi líða yfir sig; en hún hressti sig upp og barðist á móti þeim í örvæntingu, klóraði og beit. Henni heppnaðist að losna, komast á fætur og hljóp í áttina að hlið- inu. Hún hrasaði um stein, féll á hnén, skreið svolitinn spotta á fjór- um fótum og hrópaði: — Hjálp! Hjálp! Maitre Gabriel! Hjálp! Svo vörpuðu þeir sér yfir hana aftur. Átökin byrjuðu á ný, sama martröðin og í átökunum á móti drekum Montadours, ásamt sömu gagntakandi tilfinningu hjálparieysis og skelfingar. Allt í einu var eins og spi-ottið hefðu vængir á árásarmenn hennar. Annar þeirra þaut upp að veggnum. Augu hans urðu glerkennd. Hann riðaði og iéll svo ofan á Angelique, máttvana eins og tuskubrúða. Blóðið gusaðist í rauðum straumum úr gagnauga bans. 1 skelfingu reyndi hún að velta þessu ógeði ofan af sér, og að lokum tókst henni það. Frammi fyrir sér sá hún manninn i bláa frakkanum og Maitre Gabriel auglitis til auglitis. Kaupmaðurinn var miklu stærri og sterkari en andsfæðingur hans, og hvert högg hans hitti. Maðurinn var þegar tekinn að biðja um miskunn; hann hafði þegar fallið tvisvar, föt hans voru orðin rifin og þakin ryki, hann var orðinn fölur. Hárkollan hafði dottið af honum og lá nú í rennusteininum, skítugt, fitukleprað hárið lafði niður yfir augun á honum. —• Hættið! Hættið! másaði hann. Hann fékk þungt högg í magann og stundi. Hann hallaði sér upp að veggnum og höfuðið dinglaði. — Hættið, sagði ég! Látið mig vera! Maitre Gabriel gekk að honum. Maðurinn hlaut að hafa séð eitt- hvað hræðilegt i svip hans, því allt í einu galopnuðust augu hans. — Nei, sagði hann hálfkæfðri röddu. Nei, miskunnið mér! Hann fékk eitt högg enn og féll á hnén. Nei, þér getið það ekki.. . Néi, miskunnið mér! Kaupmaðurinn hallaði sé ógnþi'unginn yfir hann. Hann sló hann aftur, og tók svo fyrir kverkar hans. — Nei, korraði í manninum. Hann reyndi að taka burt þessar tvær sterku hendur, sem héldu honum föstum. Hann klóraði æðisgengið eftir þessum sterku hand- leggjum, meðan honum entist máttur; óskiljanleg hljöð komu upp úr galopnu gini hans. Þumalfingur Maitre Gabriels sukku i óheilbrigðislegt hörundið eins og leirklump. Freðin af skelfingu sá Angelique sinarnar á höndum kaupmannsins stríkka, þegar hann herti takið hægt og sígandi. Ógn- þrungið korr var það eina. sem heyrðist í martraðarþögn strætisins. Angelique beit á vörina til þess að æpa ekki. Þetta varð að enda, enda fljótt. Andlit mannsins varð djúprautt. Að lokum þagnaði korrið, ræfillinn lá dauður með útstæð blóðhlaup- in augu á gangstéttinni. Maitre Berne rannsakaði hann gaumgæfilega, áður en hann sleppti honum ,og reis hægt á fætur. Föl augu hans voru einkennilega gagnsæ í andlitinu, rjóðu aí á- reynzlunni. Hann gekk að hinum, sneri honum við, hristi hann, lét hann svo falla aftur ofan í blóðpollinn og tautaði um leið við sjálf- an sig. — Hann er dauður. Hann lamdi hausnum við þollinn í veggnum. Jæja, það er bara betra. Þá þarf ég ekki að kála honum líka, Dame Angelique .... Hann rauk af stað í áttina til hennar, en allt í einu snarstanzaði hann. Hann fann einkenniiega, óljósa þrá gagntaka sig. Þótt Angelique gæti varla staðið i fæturna, hafði hún risið upp og hallaði sér nú upp að veggnum, með sama vonleysislátbragðinu og maðurinn í bláu skikkjunni rétt áður, þegar honum varð ljóst, að kaupmaðurinn ætlaði að drepa hann. Hann þekkti hana ekki lengur... Að minnsta kosti ekki alveg.... Angelique leit með skelfingu af öðrum andvana likamanum á hinn. Andspænis þeirri sorgarsögu, sem nú hafði gerzt vegna hennar, greip hana örvænting hins ofsótta dýrs og það þyrmdi yfir hana, andlits- drættir hennar, sem venjulega voru svo hreinir og skarpir ger- breytt.ust. Hún var einna likust dauðhræddu barni. Svo gagntekin sem hún var af skelfingu, hafði hún ekki tekið eftir því, hvernig hún var útleikinn eftir illmennin. Blússa hennar var I henglum, skuplan liafði rifnað af henni og hárið flæddi niður yfir axlirnar og hálfnakin brjóstin. Síðir, ljósir lokkarnir glitruðu í sólskin- inu eins og dýrmætur málmur, og gullslitur þeirra var jafnvel enn á- berandi móti ijósu hörundi hennar, flekkuðu blóði. Það var einnig b!óð á bómullarpilsinu hennar, en nú var það farið að dökkna. — Ert.u meidd? Kaupmaðurinn talaði lágt, eins og hann væri annarshugar. Hann sá ekki einungis blóðflekki á henni. Klúrir fingur höfðu skilið eftir mark sitt á perluhvítu hörundinu, sem hann sá nú í fyrsta sinn. Ef til vill höfðu þeir þrýst sínum fúlu vörum að henni. Við þessa tilhugsun fann kaupmaðurinn nýja öldu af yfirþyrmandi ástríðu skella yfir sig Líkaminn, sem hann beitti sig hörðu til að hugsa ekki um, þar sem hún kom og fór í húsinu, þessi kona með liðugu og þokkafullu hreyf- ingarnar, þessi líkami, sem hreyfðist undir fellingum pilsins, opinberun- in. se.m duldist undir grófri blússunni, það var þetta, sem þessi svín höfðu reynt. að saurga. Óbokkarnir höfðu gert það, sem hann hafði nldrei vogað sér að gera, jafnvel ekki í huganum. Þeir höfðu afklætt hana, þeir höfðu af- hjúpað þessa fætur, svo fingerða og fallega, að þeir áttu hvergi fremur heima en á styttu eða gyðju. Aldrei myndi hann gleyma því, sem við augum blasti, þegar hann kom úf. 1 einum svip hafði hann séð svið ofbeldis og losta: hann hafði séð konu keyrða niður á bakið og tvo þorpara ofan á henni, og það hafði verið hún! — Ertu meidd? Að bessu sinni var rödd hans svo hörkuleg, að Angelique kipptist við. Stór. svört skuggamynd Maitre Bernes stóð milli hennar og sólar- innar. milli þess, sem gerzt hafði! Hún hlióp til hans og fól andlitið við öxl hans, í örvæntingarfullri þörf tn að finna vernd og gleyma. — Ó, Maitre Gabriel, þú hefur drepið tvo menn . .. mín vegna .... Hvað nú? Hvað verður um okkur? Harm lagði handlegginn utan um hana og þrýsti svo fast, að hún fann til. — E'kki gráta, Dame Angeliaue, ekki þú .. . — - Ee er ekki að gráta .... Ég er of hrædd til að gráta .... En tárin runnu úr augum hennar og vættu treyju kaupmannsins; hún liélt krampakenndu taki svo neglurnar grófust í hann. HSnn endurtók: — Þú svaraðir aldrei spurningu minni, þú svaraðir þvi aldrei, hvort bú værir meidd ... — Nei .... Það held ég ekki. — En hvaðan kemur þetta blóð? — Það er ekki úr mér . . . það er úr ... honum. Kaunmaðurinn tók að st.rjúka hárið, sem sólin gerði eins og gull- bronsað. ~ Svona! Svona! Róleg! Væna min... Hann huggaði hana eins og barn, og hún greindi þolinmæðina í rödd hars og skynjaði á ný hina gleymdu og ánægjulegu tilfinningu, sem fy'gir karlmannsvernd. Eínhver hafði komið og tekið sér stöðu milli hennar og hættunnar, cinhver hafði varið hana. vegið fyrir hana. Hún hætti að halda aftur af sér og grét upp við þennan trausta múr, sem minnti hana einhvern veginn . . hún gat ekki gert sér grein fyrir hversvegna — á öxl Des- grez lögreglumanns. Skelfingartilfinningin var nú tekin að mást, ógeð hennar og ótti var nú ekki lengur að hún væri að kafna í sinum eigin andardrætti. hann var að verða eðlilegur. Allt í einu flaug henni í hug: hér er ég í örmum karlmanns og ég er ekki hrædd. Það var eins og að læknast af einhverju, sem áður virtist vonlaust. Um leið skammaðist hún sín, hún fann heitar hendur hvíla á hör- undi sínu og gerði sér grein fyrir, hve illa var komið fyrir fötum hennar. Hú'j leit flóttalega með társtokknum augum á Maitre Gabriel og mætti augnaráði hans. Svipurinn á andliti hans kom henni til að roðna, og hún hörfaði burt. — Ó, fyrirgefið, hvíslaði hún. —- Ég er ekki með sjálfri mér. Hann sleppti henni göðfúslega. Angelique reyndi af veikum mætti að hylja brjóst sín og axlir, með því sem eftir var af blússunni. Hún var svo vandræðaleg. að henni varð lítið ágengt, hann varð að hjálpa henni. Hún roðnaði meir og meir. — Reyndu nú að vera róleg. Þessir hrottar hafa farið illa með þig. Það verður aldrei hægt að gera flik úr þessum tötrum aftur, svo það er eins gott fyrir þig að fleygja blússunni. En nú verðum við að taka til óspilltra málanna . . . Hann snöggþagnaði og Angelique leit í sömu átt og hann. Þau sáu hermanninn Anselm, vaktmanninn í ljósaturni, horfa á þau ofan af borgarmúrunum. Framhald á bls. 39. 3i. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.