Vikan


Vikan - 03.08.1967, Qupperneq 24

Vikan - 03.08.1967, Qupperneq 24
sm wm - ' ■ : pfllfl mm ' / Villan líkist cinna hclzt mjólkurbúi. í leikhcrberginu er auSvitað rafmagnsjárnbraut. Eldhúsið er stórt . . . Hann reykir pípu sína frá morgni til kvölds, tekur hana naumast út úr sér, nema til þess að slá úr henni og troða í hana aftur. Ef öskubakkarnir væru ekki tæmdir oft og reglulega, mundu þeir fyll- ast á örskammri stundu. Hann hef- ur þr|á einkaritara og sex heimil- isþfóna, og það er í verkahring þessa fólks að fylgja húsbóndanum hvert sem hann fer til þess að hann strái ekki ösku um allt hús- ið eða fylli herbergin af reyk. Hann býr í stóru einbýlishúsi í lltla þorpinu Epalinges, sem er hálfa mílu utan Lausanne í Sviss. í þessu húsi eru hvorki meira né minna en 40 herbergi, og að utan er það einna líkast sjúkrahúsi eða mjólkurbúi: hvítir, kaldir veggir og stórir gluggar. Hurðirnar á bíl- skúrnum taka heilan vegg og þar inni eru fimm bílar: einn Landrov- er, tveir Rolls Royce, einn Jaguar og einn Triumph 2000. Sá sem býr þarna er hinn heims- frægi, franski rithöfundur, Georges Simenon, höfundur hinna vinsælu bóka um Maigret, lögreglufulltrúa. Simenon er nú orðinn 64 ára gam- all og lýsir á eftirfarandi hátt, hvernig hann skrifar bækur sínar: — Það byrjar með því, að ég loka mig inni í vinnuherbergi mínu í 3—4 daga og hugsa. Það mætti kannski líkja þessu tímabili við fæðingarhríðir hjá vanfærum kon- um. Þegar ég tel mig hafa fangað brúklega hugmynd, fer ég sjálfur og öll fjölskylda mín í læknisskoð- unl Næstu tvær vikur verða nefni- lega erfiðar og allir verða að vera við góða heilsu og vel upplagðir. Slðan skrifa ég handritið tvisv- ar sinnum, handskrifa fyrst, en vél- rita síðan. Venjulega skrifa ég þrjá tlma á degi hverjum, frá klukkan hálf sjö á morgnana til klukkan hálf 10, — einn kafla á dag. Það eru ævinlega ellefu kaflar I bók- um mínum, og það þýðir sem sagt ellefu vinnudaga, stundum minna en aldrei meira. Eg hef oft reynt að skrifa sögu í tólf köflum, en sá tólfti misheppnast alltaf. Gamalt fólk er vanafast. — Og þegar ég vinn að nýrri bók, er ég afskaplega vanafastur. Aður fyrr fór ég að heiman, leitaði uppi eitt- hvert afskekkt sveitahótel og dvald- ist þar, þangað til verkinu var loklð. Hver dagur var nákvæmlega eins hjá mér. Ég fór f gönguferð nákvæmlega á sama tíma á degi

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.