Vikan


Vikan - 03.08.1967, Side 28

Vikan - 03.08.1967, Side 28
Winttier þríhjöl fást f þrem stærðum í fullri alvöru. Framhald af bls. 2. inn til að segja fyrir um halla og hæð þess? Eða á að láta bíl- ana ausa vatni í flóðbylgjum yf- ir nærstadda vegfarendur og verða hálf bremsulausa, í hvert skipti sem dropi kemur úr lofti í Reykjavík? Er aldrei hægt að skipuleggja verk til fulls áður en þau eru unnin? S.H. Afkastamesti rithöf- undur í heimi. Framhald af bls. 25. við bryggiu í litlum skipaskurði í Hollandi. Ég hafði komið að landi til þess að láta gera við bensfn- dælu, en fór aldrei út aftur. í staðinn hljóp ég beint heim á hót- el og skrifaði fyrstu Maigret-bók- ina mína. Þetta var árið 1928. — Síðan hef ég skrifað 224 bækur um Maigret. — Peningar, segir Simenon, eru til þess að eyða þeim. í fyrstu eyddi ég þeim með vinum mínum. Ég bjó þá í París, og við héldum ævintýraleg samkvæmi. En þótt gleðskapurinn stæði langt fram á nótt, þá var ég alltaf setztur við ritvélina mína klukkan hálf sjö að morgni. Gestir mínir höfðu kannski sofnað í stólunum eða jafnvel á gólfinu, og ég varð oft að prlla yfir þá til þess að komast að skrif- borðinu. Ég hafði alltaf við hönd- inda stóra skammta af asperíni og slengdi þeim í þá, þega'r þeir rumskuðu stynjandi og kvörtuðu yfir hávaðanum í ritvélinni minni. Ég var brátt orðinn sæmilega stæður fjárhagslega og keypti mér Rolis Royce og réði mér bílstjóra, sem ók með handritin til forleggj- aranna. Ég varð að hafa marga útgefendur, af því að ég fram- leiddi svo mikið, að enginn einn þeirra aat haft undan að gefa þau út. Á tíu árum frá 1923—1933 skrifaði ég til dæmis 1000 smá- sögur og á árunum 1925—1934 samdi ég 180 skáldsögur. Núna lít éq á þessar sögur sem eins konar fingraæfingar, sem voru nauðsyn- legar, meðan ég var að læra til verks. Foreldrar mlnir voru fátækir. — Mamma hafði miklar mætur á mér og vildi að ég fengist við kaup- sýslu og yrði rlkur. Það urðu henni því mikil vonbrigði, þegar ég gerð- ist blaðamaður. Maigret lögregluful Itrúi varð strax vinsæll meðal lesenda. Sime- non álítur að ástæðan til þess hafi verið þessi: — 1928 skrifuðu allir sögur, þar sem persónurnar voru steindauðar og til þess eins að leysa ákveðin vandamál í sögunni. Maigret var hins vegar lifandi manneskja, sem lifði ósköp venjulegu hverdagslífi í umhverfi, sem fólk þekkti. Lýs- ingar mínar á umhverfl eru |afn- an mjög nákvæmar og hárréttar. Ég þekki fólk, sem hefur notað Maigretbækur sem leiðarvísi í Par- ísarborg. Auk smásagna og skáldsagna þefur Simenon skrifað reiðinnar feikn af leikritum, kvikmyndahand- ritum og þáttum fyrir útvarp og sjónvarp. Tekjur hans eru svo æv- intýralegar, að þær verða naumast reiknaðar í milljónum. Tekjur af einni einustu Maigret-bók nægja til þess að standa straum af öllum kostnaði við 40-herbergja húsið, þar sem heimilisfólkið er alls 15, og bílunum fimm að auki! — Ég veit að ég á stórfé í Rúss- landi, segir Simenon. Rússar eru frægir fyrir að leika vestræna rit- höfunda grátt: þeir stela og þýða án þess að greiða svo mikið sem grænan eyri í ritlaun. En þeir hafa verið betri við mig en marga aðra. Vissulega fæ ég ekki að yfirfæra fé frá Rússlandi, en tekjur af bók- um mínum eru reglulega settar inn á bankareikning í Moskvu. Ég hef komið oft til Rússlands, en aldrei nennt að standa í að rífast út af þessum aurum. í húsi Simenons eru 30 símar, 7 sjónvarpstæki og 400 öskubakk- ar. Sérstakt herbergi er fyrir samn- ingagjörðir og bréfaskriftir. — Á skrifborðinu liggja pípur, á veggj- um hanga pípur og allt eru þetta fyrsta flokks, rándýrar plpur, flest- ar frá Dunhill. Pípur Simenons eru metnar á tæplega hálfa milljón krónur. Á veggjum hanga málverk eft- ir Bernhard Buffet, Vlaminck, Pi- casso og ýmsa fleíri heimsfræga listmálarn. Og hægindastólarnir, þar sem gestum er boðið upp á viskí, eru teiknaðir af sjálfum Le Corbusier. — Peningar eru til þess að eyða þeim, segir Simenon. Og þó að þeir hafi streymt anzi ört til mín undanfarin ár, þá hef ég ekki enn þá lent í neinum vandræðum með að eyða þeim, Það er líka eins og fólk sjái fyrir sér peningaseðla ( búntum um leið og það heyrir nafn mitt nefnt. Það vilja allir selja mér eitthvað. Þrjá af bllum m(n- um kevpti ég á einu bretti á hálf- tíma! Ég lenti á sölumanni, sem var hreinn snillingur í sinni grein. Simenon er kvæntur fyrrverandi einkaritara sínum. Hún heitir Deni- se og þau eiga fimm börn. Fyrstu 20 ár Maigrets var Denise stoð og stytta Simenons, en vinna hennar jókst með hverju ári, unz taugar hennar þoldu ekki erfiðið lengur. Denise tók þá að sér reikningshald- ið fyrir mann sinn. Og þetta eru engir venjulegir búreikningar hjá henni, eins og gefur að skilja. — Margir hafa gagnrýnt hana fyrir að skipuleggja um of fyrirtækið Georges Simenon og segja að heim- ili þeirra hjóna sé eins og verk- smiðja. — Þetta er líka verksmiðja, segir Denise og bætir síðan við: Verk- smiðja, sem ber sig vel ... ☆ Eldspýtur Framhald af bls. 12. En hverskonar hugarfar er þetta eiginlega? Herra minn trúr — hundraðkall fyrir einn ein- asta eldspýtustokk? Manneskja sem varla á fyrir mat, hvað þá sígarettum. Ekki nema það þó. Allt í einu rennur upp fyrir mér ljós. Auðvitað — hvað ann- að. Auðvitað að stöðva næsta bíl og biðja þá að selja mér eða gefa stokk eða nokkrar spýtur rétt til morguns — ég skal á móti gefa þér eldspýtur upp á lífstíð ef þú bara reddar mér núna — ég skal kaupa handa þér vindil — heilan pakka, ef þú vilt og hvaða sort, sem þú vilt, strax og Siggi í sjoppunni vaknar í fyrramálið. Já, ef þú vilt Havana, ef þeir bara fást — hann Castro, þú veizt nú hvernig hann er, ef þú lest Moggann. Fyrsti bíllinn var rjómagulur Sjévri. í honum voru tveir ung- ir menn, sem greinilega töldu konu í háleistum og lághæluðum skóm langt neðan við sína virð- ingu. Þeir spýttu heldur betur í þegar ég gaf þeim merki. Næsti var rauður vörubíll Vol- vo ‘61 með karlmann við stýrið og Ijóshærða stúlku við hlið sér. Þau jóku hraðann ef hægt hefði verið, þegar þau sáu mig veifa. Nú leið góð stund, einar fimm til átta mínútur. Ég var mjög vongóð. Eins og þeir stanzi ekki til að vita, hvern- ig þeir geta hjálpað umkomu- lausri konu? Það er þá alltaf hægurinn hjá að segja nei og skyrpa í. Þriðji bíllinn var Ford ‘64 leigu- bíll frá ónefndri stöð, sem var nýbúinn að skila af sér farþega örskammt frá. Ég veifaði heldur en ekki tas- víg, því hann hafði uppi ljósa- skiltið „laus”. Hann stanzaði líka strax, en þegar ég bar upp er- indið varð hann vægast sagt mjög undarlegur í andliti, þessi ungi, Ég ók skólahíl, en svo varð ég of taugaveiklaður til þess! 28 VIKAN 31-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.