Vikan - 03.08.1967, Side 31
AVON getur fullnægt öllum
yðar óskum
Veljið undirlag úr vökva, kremi eða púðurblöndu. — Hinir silki-
fínu púðurlitir passa við undirlagið. — Bjartir, gIitrandi varalitir og
naglalökk í stfl.
Og þá er það augnasnyrtingin: Augn-skuggar í freistandi litum
sem gerir augu yðar undurfögur. Hugsið vel um útlit yðar, notið
Avon snyrtivörur.
Make-up á nýtízku hátt frá Avon — Avon make-up er eins nýtízku-
legt og tímarnir sem við lifum á. Avon make-up litir eru nýjasta
tízkan — fjölbreytni þeirra er margvísleg.
COSmETICS LTD
NEWYORK • LONDON • PARIS
hefði aldrei fundið svo mikið
sem lykt af áfengi hvað þá dott-
ið innbrot í hug.
Ef þeir sæju mig nú í gegn!
Það er eiginlega ekki verst að
vera skvísað „niður“ heldur hitt,
að þurfa að standa í þessu til-
gangslausa þrefi um frelsi ein-
staklingsins og það í lýðfrjálsu
landi, við menn, sem varla eru
talandi. Það er fyrirkvíðanlegur
andskoti.
En guði sé óendanlegar þakkir,
lof og dýrð seculus seculorum.
Þarna spönuðu þeir sem leið ligg-
ur upp Kársnesbraut án þess að
virða mig frekar viðlits en síma-
staurinn sem ég stóð við.
— Þeir eru farnir sagði ég upp-
hátt við sjálfa mig fagnandi
þegar eiturgul þaklukt löggudós-
arinnar hvarf í þelsvart myrkur
beygjunnar hjá nýbyggingu Vals.
Annan eins hörkuakstur hafði
ég ekki séð um nóttina og lá þó
mörgum á.
Klukkan var nú orðin þrjú og
ég skildi sízt hvað þeim lægi
svona á. Varla væri Þórður í
Blómaskálanum að selja fógeta-
rósir og Sigurgeirstúlípana um
þetta leyti sólarhringsins. Og þó.
Hver veit svo sem upp á hverju
Þórður getur fundið?
Nú var farið að elda af degi
í norðri. Rauð birtan mettaði
þokuna eisurauðri glóð og sjórinn
var eins og mjólk. Húsin reistu
burstir upp úr móðunni og virtust
af ótrúlegri stærð, næstum tröll-
aukin háfjallabjörg þar sem búa
finngálkn en ekki mennskir
menn. Lognið var svo djúpt að
það var ljósbært úti. Ef maður
hefði nú hálfan kertisstubb!
Mér var orðið skítkalt og lang-
aði óseigjanlega í reyk. Ég strauk
sígarettupakkanum í vasa mínum
en það var auðvitað þýðingar-
laust, — jafnvita gagnlaust og
að reyna að beygja sögnina eld-
spýtnó á latínu.
Hversvegna gat ekki einhver
af vinum mínum á Hreyfli slysast
framhjá? Ekki einn einasti. Ekk-
ert nema þessir djöfuls einka-
bílar.
í því bili kom enn einn einka-
bíllinn, — svartur og rauður De
Soto með dömu við stýrið. Ég
bar hendina upp að enninu kurt-
eislega og benti svo niður á möl-
ina með hringsveiflu eins og
indíáni.
Daman stanzaði strax og ég
fylltist undrun að sjá hve fríð
hún var og glæsilega klædd. —
Loksins, hugsaði ég. Loksins,
loksins! Daman opnaði bíldyrnar
upp á gátt. — Hvað get ég gert
fyrir eður? spurði hún með sér-
kennilegum vonarhreim í rödd-
inni. Hún var dálítið flámælt og
hljóðvillt að auki.
Ég virti fyrir mér kanarígula
flauelsdragtina og snjóhvíta
hanzkana, sem hvíldu á dökk-
rauðu leðurklæddu stýrinu. í
þreytt og sár augu mín bar
glampa frá skartgripum í eyrum
hennar og gylltu hári. Var þetta
einhver íslandssólin? Eða var það
kannski sjálf Fjallkonan? Það
fannst mér einna líklegast, þó
að hún væri undarlega blest í
máli og æki í De Soto. Ég dirfðist
naumlega að bera upp erindið —
hún var svo tíguleg.
— Mig vantar svo mikið eld-
spýtur, sagði ég. — Ég hélt ég
ætti þær í skúffunni en það voru
þá eingöngu kolbrunnir kratar í
stokknum. Ég reyndi að gera mig
eins einlægnislega og auðmjúka
í röddini svo að daman fyrtist
síður. — Það er svo slæmt að geta
ekki kveikt sér í, þegar maður
reykir á annað borð, bætti ég
við afsakandi.
— Var það ekkert annað?
spurði daman. Ég sá nú bæði og
heyrði að hún var undir ein-
hverjum annarlegum áhrifum.
— Nei það var nú ekki annað,
svaraði ég vandræðalega.
— Ertu vess um að það sé ekki
annað? spurði hún og hallaði sér
út um opnar bíldyrnar. — Veltu
ekki koma með mér — komdu
með mér heim. — Gerðu það.
Hún var svo æst og áfjáð að ég
sá að hún myndi vera vel þétt
í dópinu.
— Því miður get ég það ekki,
sagði ég. — Ekki núna. Barnið
sefur heima. Og ekki nema einn
sofandi stigamannaforingi til að
passa það.
Ég hallaði mér að tjörguðum
símastaurnum og dirfðist ekki að
koma nær. En nú kom hún út úr
bílnum í áttina til mín og tók
af sér hanzkana. Hún hvæsti á
mig.
— Ég sé í gegnum ykkur allar
og það þó þeð þekist vera lesbisk-
ar Líka þeg með þín dádýrsaugu.
— Ekké núna. Seinna, segir þú.
Hún stóð á öndinni af ofsa.
Frítt andlitið var afmyndað.
Þetta var ekki lengur neinn ey-
kyndill eða fjallkona, — heldur
norn — hreinræktuð Andramóð-
ir.
Hún argaði á mig svo röddin
brast og gnísti kolgeitartönnun-
um milli eldrauðra varanna.
— Þeð veljeð allar það sama —
eitthvað langleitt með hnúð á
endanum. Eldspýtur ekke nema
það þó. Þið veljeð karlmann!
Þeð skeljeð ekke sanna ást. Bara
gernd. Ekkert nema gernd! Hér
hefur þú þínar eldspýtur. —
Hún gaf mér glóandi löðrung
sinn undir hvert áður en ég gat
áttað mig. Ég sá óljóst leiftur
af blálökkuðum nöglum eins og
hrævareldi.
Ég riðaði og studdi mig við
tjöruborinri staurinn.
— Hafðu þetta, sagði hún hás.
— Eldspýtur! — What will it
be next?
Hún hvarf inn í Sotoinn og
hurðin skall í lás. Ég horfði á
hann geysast út í rauðglæra
Framhald á bls. 34.
31. tbi. VIICAN 31