Vikan


Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 43

Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 43
vöruskemmuna. Þau smeygðu líkinu inn í geymsluna og sneru síðan við eftir hinu. — Við setjum þá í saltið, hvislaði kaupmaðurinn. — Það verður ekki i fyrsta sinn, sem slíkt er gert. Það er góður felustaður; saltið varðveitir líkin og gefur okkur tíma til að bíða næsta tækifæris til að losna við þau. Hann fór úr svörtum klæðisfrakkanum, tók skóflu og hófst handa um að grafa í snjóhvítt fjallið, sem sindraði í daufri skímunni í geymslunni. Angelique hjálpaði honum og mokaði með höndunum. Henni var svo áfram um að sjá þessi Ijótu andlit hverfa, að hún fann ekki svið- ann undan saltkristöllunum. Þau grófu likin tvö eins djúpt og hægt var undir haugnum og földu þau vandlega. Þau unnu þegjandi. Meðan kaupmaðurinn gekk aftur frá geymslunni og sópaði burtu öil vegsummerki, tók Angelique fötu og fyllti hana úr brunninum. Svo tók hún til, með bursta í hendi, að má blóðið af stéttinni. Nokkrir starfsmenn voru nú komnir aftur til vinnu sinnar. Þeir sáu hana úr fjarska, en veittu því enga sérstaka athygli, þótt þjónustustúlka Maitre iBernes væri að hreinsa hlaðið. Hún kom oft í vöruskemmurnar, og þótt það væri einkum til að hjálpa Maitre Berne með bókhald og reikninga, tók hún oft til hendi við ýmislegt annað einnig. Sem betur fór vissu þessir tveir aðstoðarmenn, að húsbóndi þeirra var skammt undan, svo þeir sinntu því ekki að ræða við hina fögru þjónustustúlku. Hver veit nema þeir hefðu orð- ið undrandi, að sjd hana i rifnum fötunum og hárið flygsazt niður axlirn ar ? Þeir hurfu inn í geymsluna, þar sem vínin voru geymd. Angelique fór aftur út á götuna. Flugur voru teknar að hrannast að blóðpollinum. Vatnið í göturæsinu varð rautt, alla leið að svelgnum, sem opnaðist við enda strætisins, úti við hafið. Sem betur fór hafði enginn átt þarna leið um enn. Hún kraup á knén og þvoði götuna vandlega, hárið féll hvað eftir annað niður í augu hennar, en hún dró ekki andann léttar fyrr en vatnið í ræsinu var orðið svo fölt, að Það hefði ekki vakið tortryggni nokkurs manns. Svo lokaði hún vandlega garðshliðinu, sem Maitre Gabriel hafði að mestu leyti þrifið af hjörunum, þegar hann kom þjótandi henni til hjálpar. — Komdu inn í skrifstofuna mína, sagði kaupmaðurinn. — Nú er allt orðið eins og það áður var. Við verðum að gera eitthvað til að hressa upp á þig. Angelique riðaði, hann lagði annan handlegginn utan um hana og hjálpaði henni upp í skuggsæit herbergið, þar sem bókhaldsbækur, vigtir af öllum stærðum og gerðum, hrúgur af dýrmætum, kanadisk- um loðfeldum, borðbúnaður frá Indlandi og sýnishorn af Charente- svini, var hvað innan um annað. í öryggisskyni dró hann slagbrandinn fyrir. Angelique lét fallast á bekk og grúfði sig fram á borðið. Maitre Gabriel rétti henni glas af víni. — Dame Angelique, drekktu þetta ... þú verður ... Þegar hún hreyfði sig ekki, settist hann við hlið hennar, lyfti höfði hennar og bar glasið að vörum hennar. Hún kyngdi nokkrum sopum og hætti svo. Liturinn færðist aftur i kinnar hennar. — E’n hversvegna gerðist allt þetta? spurði hún og leit á kalk- vegginn. — Ég var á leiðinni heim .. . Þeir veittu mér eftirför... Ég hélt, að ég myndi ná hingað til að biðja þig um hjálp ... Þeir urðu stöðugt frekari .... og svo allt í einu .... — Gleymdu þessu öllu, sagði hann. — Nú er ekkert lengur að ótt- ast. Þeir eru dauðir. Um hana fór ofsafenginn skjálfti. — Dauðir? Er það ekki hræðilegt? Hvar, sem ég fer, liggur fólk dautt eftir. — Það er hlutskipti allra að deyja, sagði Berne kuldalega. Það var enn þessi undarlegi glampi í augum hans. -— Einn dauði leiðir ann- an af sér, af einum giæp hlýzt annar. Það stendur í Biblíunni: — Líf fyrir lif, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, hönd fyrir hönd, fót fyrir fót, sár fyrir sár og högg fyrir högg. Angelique fræði sig fjær honum á bekknum. Svo reis hún á fætur og flýtti sér frá, eins og hún hefði allt í einu uppgötvað sig sitja við hliðina á óvini. — Ég hata karlmenn, sagði hún, með hálfkæfðri röddu. — Ég hata sjáifa mig. Ég vildi, að ég væri ekki hér. Þú horfir á mig eins og væri ég brjáluð. Ef til vill kýstu helzt, að ég sé róleg áfram, en ég hef fengið nóg. Ég vil ekki vera róleg! — Skelfing ertu allt i einu ung og barnaleg! Þú talar ekki eins og þroskaða konan, sem þú hefur vanið mig á að sjá í þér. — En skilurðu ekki, Maitre Berne? Þessir djöflar komust inn í höllina rnina og kveiktu í henni, þeir strádrápu þjónustufólkið mitt og skáru yngsta son minn á háls, og hvað mig snertir... HQnorine er afleiðing þeirrar nætur. Skilurðu það? Hún er ávöxtur glæps og nauðgunar, og svo kom þér á óvart, að ég skyldi eiga erfitt með að læra að elska hana ... 1 fyrstu áleit hann, að hún væri ekki með réttu ráði, en svo varð honum allt í einu ljóst, að hún var að tala um eitthvað, sem gerzt hafði i fortið hennar. — En þú verður að kasta minningum þínum. Þú verður að gleyma þessu öllu. Hann reis upp og gekk fyrir bekkinn. Hún horfði óttaslegin á hann nálgast og þó óskaði hún þess um leið, að hann væri með henni, mjög nálægt henni, til að veita henni styrk. Hana langaði einnig að vita, hvort kraftaverkið hefði raunverulega gerzt og hvort hún gæti aftur orðið hamingjusöm i örmum karlmanns. — Rétt áðan gleymdurðu þessu öllu, endurtók hann þýðlega. — Rétt áðan ..... þegar ég hélt utan um þig. Hann snerti hana laust, hendur hans hvíldu á mitti hennar, og þegar hún gerði enga tilraun til að forða sér, dró hann hana að sér. Þau voru bæði spennt og skjálfandi, en Angelique varðist honum ekki. Hún var köld og tilfinningalaus eins og ósnortin mey, en forvitnin um hver viðbrögð hennar yi'ðu, hafði yfirhöndina. — Rétt áðan var ég ekki hrædd, sagði hún við sjálfa sig. — Það er satt. Og ef hann kyssti mig núna, hvað ætli gerist þá? Hún skelfdist ekki ofsann í andlitinu, sem nálgaðist hana. Hún lét viðgangast, að hann þrýsti líkama hennar upp að þessum sterka stofni sem nötraði af þrá, og fannst það ekki óþægilegt. Persónueinkenni þess manns, sem snerti hana þannig, voru horfin, hún gleymdi nafni hans, hún gleymdi hver hann var, það var aðeins karlmaður, sem hélt henni í örmum sér með ástríðu og hótum, sem vöktu hjá henni svörun, sem hún þekkti og skelfdist ekki. Hún skynjaði þetta með óumræðilegum létti og andardráttur henn- ar varð hægur og djúpur upp við breiða bringu hans, eins og andar- dráttur þess, sem bjargað hefur verið frá drukknun og tekur að anda á ný. Svo hún var enn lifandi! Og hún hallaði höfðinu aftur á bak með lokuðum augum. Hann þyrsti i varir hennar en vogaði ekki að snerta þær, heldur gróf andlitið í hári hennar. Hún gerði sér ljóst, að með skjálfandi höndum gældi hann við nakið hörund hennar. öll athygli hennar beindist að þessum nýju uppgötvunum, og hún tók ekki eftir neinu öðru. Það þurfti aðeins eitt orð, orð, sem aðeins þau gátu skynjað hætt- una í, að vekja hana aftur til veruleikans. — Salt ..... Salt ...... kallaði aðstoðarmaður úti fyrir, og lét hnefana ganga á lokaðri hurðinni. Angelique stirðnaði upp. — Hlustaðu, sagði hún. — Hann er að tala um salt. Þeir hljóta að hafa uppgötvað eitthvað. Þau voru graf- kyrr og hlustuðu. :— Eigum við að láta hann hafa saltið, Maitre? end- urtók rödd aðstoðarmannsins hinum megin við hurðina. — Hvaða salt? þrumaði Maitre Gabriel. Hann náði sér ótrúlega fljótlega, leit snöggt yfir föt sín, til að ganga úr skugga um, að allt væri í lagi. Aðstoðarmaðurinn útskýrði: — Það er fyrir skattinn. Þeir eru komnir til að sækja vínið og saltið. — Ég þori að veðja, að þetta er eitt af brögðum Baumiers, muldr- aði kaupmaðurinn. Hann opnaði dyrnar. Skattheimtumaðurinn, í fylgd með tveimur aðstoðarmönnum og fjórum, vopnuðum lögreglumönnum, stóð á dyra- þrepinu fyrir aftan skelfingu lostinn starfsmann Maitre Gabriels. Þeir voru mað tvo vagna með sér, undir skattinn, sem þeir ætluðu að heimta. — Ég hef þegar borgað alla mina skatta, sagði Maitre Gabriel. — Ég get sýnt, kvittanirnar. — E’ruð þér játandi mótmælendatrúar? — Það er ég. — Jæja þá. Samkvæmt nýrri tilskipun skuldið þér jafn mikið 5 skatt og þér hafið þegar greitt, en Það getið þér séð sjálfur. Það stendur allt hér, sagði hann og rétti honum pergamentsvafning. Þetta er aðeins eitt óréttlætið enn. Það er ekki nokkur minnsta ástæða til þess arna. — Við hverju búizt Þér, Maitre Berne? Þeir, sem snúast frá yðar trú, eru frjálsir undan tekjuskatti i heilt ár, þeir þurfa ekki að borga taille í þrjú ár. Við verðum einhvernveginn að bæta okkur upp þessi töp. Svo þverhausar eins og þér verðið að borga fyrir hina, og þetta kostar yður ekki nema tólf ámur af vini, hundrað og fimmtiu pund af söltuðu svínsfleski og tólf skeppur af salti. Það er ekki mikið fyrir auðugan kaupmann eins og yður. I hvert. skipti, sem Angelique heyi'ði orðið „salt“, fór straumur um hana. Hinn konunglegi skattheimtumaður mældi hana ósvífnislega með augunum. — Er þetta konan yðar? .... spurði hann Maitre Gabriel. En hann var að lesa skjalið, sem maðurinn hefði rétt honum, og sinnti því ekki að svara. — Þessa leið, herrar mínir, sagði hann, þegar hann skálmaði frá skrifstofu sinni, í átt að geymsluskemmunum. Angelique heyrði skattheimtumanninn krimta og hvísla að aðstoð- armönnum sínum: — Þessir Húgenottar eru alltaf að prédika yfir okkur, en það kem- ur ekki í veg fyrir að þeir eigi viðhöld, rétt eins og við hinir! 38. KAFLI Nokkrar skelfingarstundir liðu, og Angelique reiknaði með að ógæfan dyndi yfir á hverri stund. Hún hlustaði á hvert hljóð utan úr húsagarðinum. Hún var viss um, að hún myndi heyra hróp og sjá Maitre Gabriel leiddan burt undir fylgd vopnaðra varða. Svo flaug henni í hug að hún yrði að komast burt, hvernig svo sem föt hennar væru til reika. Hún yrði að hlaupa og ná í Honorine og fara síðan, án þess að líta til hægri né vinstri, eins langt í burtu og mögulegt væri, þar til hún íélli örmagna um koll, einhversstaðar úti í sveit. Brottför skattheimtumannsins kom í veg fyrir þessa fáránlegu fyr- irætlun hennar. Vagnarnir runnu burt, hlaðnir með feng sinum og dyrnar lokuðust á eftir þeim. Safranlitt kvöldloftið var fullt af ryki. Maitre Berne kom yfir húsa- garðinn í áttina til Angelique; hann var áhyggjufullur, en virtist full- komlega rólegur. Engu að síður féklc hann sér vin í glas. Það hafði ekki verið auðvelt að hafa auga með snuðrandi aðstoðarmönnum skattheimtumannsins, að gera verkamönnunum skiljanlegt, að það mátti aðeins taka saltið öðrum megin úr haugnum en ekki hinum megin, og vera á verði gegn tortryggnislegu augnaráði skattheimtu- mannsins. — Ég gæti ekki hafa hjálpað þér, sagði Angelique. — Ég hefði kom- ið upp um þig. Kaupmaðurinn bandaði þreytulega frá sér hendinni. — Þetta er ein af brellum Beaumiers, sagði hann. — Ég er hand- viss um það núna, að það var hann, sem sendi Þessa tvo ræfla á eftir þér. Skattheimtumaðurinn átti að koma skömrriu eftir að þeir höfðu tiikynnt slagsmálin og mótþróa okkar gegn konunglegu yfir- valdi. Eftir" nokkrar klukkustundir fara þeir að furða sig á því, hvað við höfum gert við tilberana þeirra. Svo ég hef sent aðstoðarmenn mína og dyraverði heim og lokað verzluninni í dag. Við getum ekki beðið lengur með að losa okkur við líkin. Frh. í næsta blaði. 31. tbi. VIICAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.