Vikan


Vikan - 03.08.1967, Qupperneq 45

Vikan - 03.08.1967, Qupperneq 45
Afríkumaðurinn hugsaði sig um stundarkorn og horfði ó einmana manninn á miðju sviðinu. Að lok- um sagði hann: — Hvað gerist, ef hann vinnur? — Ja . . . . Carter horfði á glóð- ina í sígarettunni sinni og oflék kæruleysið. — Hann er seigur, Vall- manya. Viltu veðja á hann? Ég hef ekkert á móti aukaspenningi. — Aukaspenningi? Afríkumaður- inn glotti fyrirlitlega. — Og þú hefur séð þetta sjö sinnum. Ég er ekkert fífl, væni minn. En ef ná- unginn ynni? Carter dró fingurinn yfir kverkar sér og bjó til sérkennilegt hljóð með því að þrýsta lofti milli tung- unnar og efri tanngarðsins vinstra megin. Afríkumaðurinn kinkaði kolli og svo gretti hann sig. — Hversvegna láta þeir hann berjast, ef hann er dæmdur hvort sem er? Hann þarf ekki að berjast, sagði Carter. — Ef hann þorir ekki, er hann settur upp í næstu flugvél, sem fer. — Fer hvert? Carter benti óákveðið í hálfhring norður og austur. — Þangað, sem allt gerist. — Þar sem stóru hjólin eru. Ég veit það ekki — og þetta er slæm spurning. Ég myndi ekki spyrja aftur. — Allt í lagi. Sleppum því. Hann er settur upp í næstu flugvél. Til hvers? — Tilraunadýr, sagði Carter og tók tóbakstutlu af tungunni. — Þú veizt hvernig þessir andskotans læknar eru. Allsstaðar eins. Alltaf að reyna alla skapaða hluti. — Eins og hvað? — Eins og allt. Taugagas, kannski. Þeir þurfa að gá hvað þú getur lifað lengi, eftir að hafa skipt á lifrinni í þér og hundslifur. Svona rannsóknir. Aðeins einn kaus að verða tilraunadýr. Það spurðist frá Liebmann seinna, að þeir hefðu skorið ofan af hausnum á honum og stungið rafmagnsnálum í mis- munandi hluta heilans. — Til hvers? — Bara til að prófa, sagði Carter pirraður. — Það var eitthvað f sam- bandi við . . . þú veizt, svona heila- dót .... eins og gefa honum straum gegnum eina nál og láta hann hlæja og aðra til að láta hann gráta, eða kannski til að láta hann verða svangan. Eða gera hann brjálaðan f kvenmann, óðan eins og tarf. -- Ég þarf ekki neinar andskot- ans nálar til þess maður! sagði Af- ríkumaðurinn og hló. — Það er gott, að þeir skuli hafa þessar stelpur í kvennabúrinu. Hvað kalla þeir þær? — Seraglio. Carter lokaðí aug- unum með munaðarsvip. — Heyrðu, ég skal veðja grænum miða á móti hvítum, heil nótt móti smátfma. Móti Vallmanya. Þorirðu? — Ekki .ögra mér, ræfíllinn þinn, sagði hinn áhugalaust. — Ég veðja ekki út f loftið. Sarrat kom upp hæðina. Hann var með byssusting úr hernum, með blaði sem var tæpir sextán þuml- ungar. Hann kastaði því til Valla- manya um leið og'hann gekk hjá. Spánverjinn greip það fimlega, dró vopnið úr og kastaði skeiðinni til hliðar. Hann prófaði eggina og oddinn, kinkaði kolli ánægður og tók þéttig taki um hjöltun, svo beið hann. Hann bar nú ekki lengur það kæruleysisfas, sem kom upp um innri spennu, heldur var hann kald- ur, taugalaus striðsmaður, sigurveg- ari í hundruðum slagsmála og tuga orrusta, þjálfaður, hættulegur. Kliðurinn dó út meðal áhorfenda. Karz leit á tvíburana og kinkaði kolli. Lok og Chu hreyfðu sig hægt. Hvor um sig tók hanzka upp úr treyjuvasa sínum. Hanzkarnir voru úr fíngerðri keðju úr bláu stáli, svo haglega gerðir, að hanzkarnir voru mjúkir eins og þykkt flauel . Liebmann virti tvíburana fyrir sér. Nú hreyfðu þeir sig eins og einn maður, með fullkomnu sam- ræmi. Þetta andartak heillaði hann alltaf, andartakið, þegar Lok og Chu hættu að vera tvær haturs- verur og urðu ein skepna með fjórar hendur og fjóra fætur, en einn huga. Tvíburarnir gengu fram á svið- ið, léttum skrefum, í svo fullkomnu jafnvægi, að ráin, sem hélt þeim saman, varð ekki fyrir neinni á- reynslu. Þeir námu staðar, fjögur skref frá Vallmanya, með gul and- litin róleg og vökul, hanzkaklædd- ar hendurnar útglenntar í þindar- hæð og ofurlitið útá við. Með brugnum byssusting fikraði Vallmanya sig til hliðar við þá, herti síðan á sér með snöggri, dans- andi hreyfingu. Lok fylgdi honum eftir, sneri sér hægt og fimlega, þangað til bræðurnir sneru bökum saman. Þá stóð hann kyrr. Ráin á öxlinni leyfði ekki meiri snúning, Chu sneri ekki einu sinni höfðinu. Vallmanya tók eitt skref enn til hliðar, eins og hann ætlaði að koma þá leiðina, hentist síðan til baka og sló eins og skylmingamað- ur í áttina að hálsi Loks. Stálklædd hönd skall á blaðinu og ýtti þvt fimlega til hliðar og það urgaði f stáli, þegar Vallmanya reif byssu- stinginn hörkulega úr höndum hans. Uppi í hallanum muldraði Afríku- maðurinn með aðdáun. — Þeir eru snöggir .... snöggir eins og svipa, maður. — Þeir geta gripið flugur úr lausu lofti, sagði Carter. Spánverjinn dansaði til hægri og gerði harða árás að þeim. Tvíbur- arnir sneru báðir höfðunum í átt- ina til hans. Þegar hann hjó, skut- ust tvær hanzka klæddar hendur fram eins og svartar drekaflugur. Lok bar lagið af þeim, en Chu greip blaðið, broti úr sekúndu seinna. Að þessu sinni reyndi Vallmanya að keyra blaðið í þá áfram, þrátt fyrir tak Chus, sneri upp á það og reyndi að reka það í framhandlegg- inn á honum. Chu kippti í sverðið, þegar lag- ið kom, og Lok sló með handar- jaðrinum á handlegg Vallmanya. Hann rumdi af sársauka, áður en hann stökk undan, tómhentur. Chu hélt á byssustingnum. Lok sneri sér við, mjög snögglega, svo tvfbur- arnir voru aftur öxl við öxl og vissu móti Vallmanya. [ einu stökki hentist hann þannig til, að bakið f honum vissi ekki lengur að kletta- brúninni og tviburarnir sneru sér eins og hann. Með kæruleysislegri hreyfingu kastaði Chu byssustingnum yfir öxl- ina á honum og Lok greip hann, um leið og hann kom niður fyrir aftan bökin á þeim. Hann brá sverðinu framfyrir, þar sem Chu greip það, og þannig þeyttu þeir þvf í kringum sig með sívaxandi hraða, eins og einn hugur stýrði hverri taug og sin í báðum líköm- unum. Allt í einu og óvænt kastaði Lok byssustingnum harkalega, þeg- ar Vallmanya átti sízt von á. Þung hjöltun skullu á viðbeini hans með feikna afli, þegar hann beygði sig til að bjarga sér undan högginu. Eitt andartak riðaði hann, þegar hann glataði jafnvæginu, svo beygði hann sig og gréip upp byssustinginn, um leið og hann skauzt undan. Tvíburarnir brostu. — Þeir gera sér góðan mat úr þessu, sagði Carter ánægður. Hann hafði gefið upp alla von um að Afríkumaðurinn myndi veðja við hann núna. Hinn ók sér. — Ég myndi ekki draga bardaga á langinn að- eins til að skemmta mér. Ekki móti manni sem hefur engu að tapa. — Það er þeirra meðal, sagði Carter, og horfði með viðurkenn- ingu á Vallmanya, þegar hann beygði sig í varnarstöðu og neyddi þannig tvíburana til að hefja árás- ina. Þeir létu ekki á sér standa, fæturnir fjórir voru jafn samræmdir og fætur á ketti. Stálhendurnar ógn- andi. Vallmanya kastaði sér fram og miðaði á lend Chus og aftur heyrð- ist blaðið skella á stálhanzkanum. í sömu andrá setti Lok aðra hönd- ina á öxl bróður síns og stökk með báða fæturna fram undan sér. Ann- an stfgvélið lenti á utanverðu höfði Vallmanya, hitt á rifjum hans. Hann skall til jarðar og velti sér undan, til að forðast að þeir gætu kastað sér á eftir honum, tómhentur á ný. Það var Chu, sem hélt á byssu- stingnum núna. Bræðurnir komu nær. Um leið og Vallamanya vatt sér upp á fæturnar voru þeir komn- ir yfir hann, þrjár glófaklæddar hendur, sem slógu af takmörkuðu afli. — Þeir eru að mýkja hann, segir Carter og drap í sfgarettunni sinni. — Þeir gætu brotið á honum háls- inn með einu höggi, ef þeim þókn- aðist. Vallmanya hörfaði aftur á bak um sviðið, eins og hnefaleikamað- ur, sem kominn er að niðurlotum, reyndi [ blindni að vinda sér undan snöggum og sársaukafullum högg- unum, sem kerfisbundið lömuðu hendur hans og axlir, andardrátt og afl. Allt f einu varð allt kyrrt og mennirnir tveir stóðu eins og þeir hefðu skyndilega frosið, nema hvað Vallmanya rambaði Ktið eitt, þar sem hann stóð andspænis tvíbur- unum. Hann hefði sennilega fallið, ef þeir hefðu ekki haldið honum. Með vinstri höndunum höfðu þeir gripið um úlnliði hans og snúið upp á, svo hann gæti ekki hreyft handleggina. Innri fótunum höfðu þeir krækt aftur fyrir fætur Vall- manya og héldu þeim föstum. Nú var hann gersamlega hjálparvana. Framhald f næsta blaði. 31. tbi. VIKAN 45 UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá NÓA. HVAR E R ÖRKIN HANS NOA? ÞaS er alltaf sami lcikurinn í hcnni Ynd- isfrið okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu op heitir góðum verðlaunum handa þeim, som Retur fundið örklna. Verðlaunin eru stór-'kon- fektkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðandinn cr auðvitað Sælgætisgerð- ln Nói. Síðast er dreglð var hlaut verðlaunin: Mogens L. Markússon, Hjallaveg 17. Vinninganna má vitja í skrifstofu Vikunnar* 31«

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.