Vikan


Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 46

Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 46
áSJyiKAN OG HEIMILIÐ ’ ritstjori: j Gudridur Gislodóttir. Talkúm, lítill skaftpottur, hóreyðingarvax (fœst fró ýmsum fyriríækjum, t.d. Elizabeth Arden), skeið, mýkjandi krem. Hóreyðingarkrem, tréspaði, bómull, mjúkt handklæði, mýkjandi krem eða „body lotion". 46 VIKAN 31-tbl- Háriausir og snyrtileglr ffótleggir i sumar Bræ'ðið vaxið í litlum skaftpotti. Þegar það er orðið að þykkum legi má reyna hvenær hitinn er þægilegur með því að setja lítinn dropa innan á úlnliðinn með skeiðarbakinu. Púðrið með tal- kúminu og strjúkið upp á við til þess að húðin verði alveg þurr og fitulaus. Strjúkið heitu vax- inu á fótlegginn með skeiðarbakinu, byrjið neðan frá ökkla í ca. 5 cm breiðum rákum, eina í senn. Losið brúnina á hverri ræmu með fingurnöglinni. Daginn áður þarf að athuga hvort húðin þolir kremið eða hvort ofnæmi er fyrir hendi. Sprautið svolitlu kremi á reynslublett, hafið það á í 7 mínútur, þvoið af, og ef enginn roði hefur komið fram eftir sólarhring, má byrja á meðferðinni. Berið kremið á í lengjum með 5 cm bili á milli og jafnið því svo yfir allan legginn með spaðan- um. Eftir 7 mín. má byrja að lyfta litlum bletti með spaðanum og ef hárin eru þá alveg laus má losa allt saman. Séu hárin kröftug, getur þetta tekið 2—3 mínútum lengri tíma. Takið í neðri brún ræmunnar þegar vaxið er storknað, en ekki hart. Rífið vaxið upp með snöggri hreyfingu neðan frá og haldið hendinni alveg við fótlegginn. Verði eitthvað eftir af vax- inu fer það af með nýju, volgu vaxi. Leggið hend- urnar þéttingsfast á fótlegginn, þar sem ræman var rifin af strax á eftir, og strjúkið, til þess að húðin verði fljótari að jafna sig. Berið mýkjandi krem á fótlegginn. Á að duga næstu 3—4 vikur. Þurrvindið bómull í volgu vatni. Strjúkið henni yfir leggina, neðan frá og upp en vindið hana aftur eftir hverja lengju. Þvoið síðan allt sem eftir er með nýju vatni og bómull, en notið ekki sápu. Þerrið varlega með mjúku handklæði, nudd- ið hvorki né strjúkið. Berið krem cða „lotion“ á til þess að húðin haldist mjúk og verði ekki of þurr. Þessi aðferð tryggir ekki nema 4—10 hár- lausa daga, tíminn fer eftir því, hve hárvöxturinn er ör. Heklaður Cowboyhatfur Efni: Um 50 gr. af bastgarni og 100 gr. af ullargarni í sama lit. Heklunól nr. 6. Hatturinn er hekl. með tvöföldu garni, sínum þræðinum af hvorri tegund. Einnig mó einungis hekla úr basti eða einhv. hörgarnsteg. Heklið fremur þétt og farið undir aftari lykkjuhelming í munstrinu. Fitjið upp 6 loftl., hekl. 5 fastal. upp aðra hlið þeirra og einnig 5 fastal. upp hina hliðina. 1. umf.: Hekl. ( hring (10 I.). 2. umf.: Aukið úr 2 I. á stuttu hliðunum með því að hekl. 2 fastal. í I og 2 fastal. ( síðustu I. = 4 I. aukning. 3. umf.: Aukið út 4 I. á hvorri stuttu hliðanna (= 8 I.). 4. umf.: Aukið út 6 I. á hvorri stuttu hliðanna (= 12 I.). 5. umf.: Aukið út 1 I. f aðra hv. 12 I. á stuttu hliðunum. 6. umf.: Aukið út 1 I. í 3. hv. I. af 12 I. á stuttu hliðunum. 7. —10. umf.: Hekl. í hring án aukninga. 11. umf.: Aukið út 8 I. með jöfnu millibili yfir umferðina (2 I. á hvora stuttu hliðina og 2 I. á hvora löngu hliðina. Hekl. síðan án aukninga þar til 21 umf. telj- ast frá miðjum kolli. Komið seinustu umf. með keðjul. og merkið með misslökum þræði við um- ferðasamskeytin. Heklið síðan réttu barðsins við röngu kollsins. Hekl. 1. umf. með fastahekli og farið undir fremri lykkjuhelming í munstrinu og aukið út 1 I. í með því að hekla tvisvar: 3. hv. I. Framhald á bls. 36.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.