Vikan


Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 49

Vikan - 03.08.1967, Blaðsíða 49
ófullnægjandi og raunar fyrir neðan allar hellur. Það má eigin- lega segja, að hún kæfi strax í fæðingunni áhuga barna og ungl- inga í náttúrufræði. Það er mikill skortur á góðum náttúrufræði- kennurum. Þess munu jafnvel dæmi, að kennarar sem eru sér- menntaðir í tungumálum, sér þvingaðir til að taka að sér kennslu í náttúrufræði. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Kennarinn hefur engan áhuga á námsefninu og smitar þá eðlilega frá sér. Einnig eru ltennslubækur í náttúrufræði fyrir löngu orðnar úreltar. Enn er kennd Dýrafræði Bjarna Sæmundssonar, sem var ágæt á sínum tíma. En það er ekki hægt að ætlast til þess, að sú bók full- nægi kröfum tímans. Okkur vantar sem sagt hvort tveggja í senn: góða náttúrufræðikennara og nýjar kennslubækur. __ Þú ert nýkominn úr náttúruskoðunarferð. __ Já, við fórum um síðustu mánaðamót í ferð, sem Fugla- verndarfélag íslands og Hið íslenzka náttúrufræðifélag gengust fyrir. Fuglaverndarfélagið er tiltölulega nýtt félag, stofnað 1963,, en Náttúrufræðifélagið stendur á gömlum merg og hefur efnt til nátt- úruskoðunarferða oft áður. Þátttakendur í þeim ferðum voru mest- megnis fullorðið fólk, en nú hefur aðsóknin aukizt stórlega, og það er farið að bera mikið á ungu fólki. Þetta var tveggja daga ferð, og við sigldum allan tímann með Esju. Þátttakendur voru 140. Það skiptir miklu máli í ferðum sem þessum, að veðrið sé gott, og að þessu sinni vorum við emstaklega heppin. Við sigldum fyrst um 80 sjómílur vestur af Snæfellsnesi a hvalaslóðir. Jónas Sigurðsson, skólastjóri Sjómannaskólans, var einn af leiðsögumönnum ferðarinnar. Hann var skipstjóri á hvalföng- urum um árabil og fræddi okkur um lifnaðarhætti hvalanna. Vi sáum þrjár langreyðar, komumst um 15—20 metra nálægt þeim og fengum hugmynd um hvernig hvalir líta út í sínu rétta umhverfi. Eftir um þriggja stunda dvöl á hvalaslóðum stefndum við á Snæ- fellsnesið og komum að landi undir Svörtuloftum. Það hafði verið skýjað, en nú birti til og hélzt heiðríkja allan tímann. Við sigldum í þessu fagra veðri með norðurströnd Snæfellsness og inn Grund- arfjörð. Ég hygg, að það verði öllum þátttakendum ferðarinnar ógleymanlegt að sjá landið frá þessu sjónarhorni. — Þorleifur Ein- arsson, jarðfræðingur, sagði frá jarðsögu þeirra staða sem við kom- um á, o'g ég sagði lítillega frá fuglalífinu. í svona stórum hópi gefur auga leið, að áhugamál þátttakenda eru víðfeðm, sumir hafa ein- göngu áhuga á jarðfræði, sumir fuglum og aðrir fallegu landslagi. Þess vegna er nauðsynlegt, að meðal leiðsögumanna séu kunnáttu- menn í sem flestum greinum náttúrufræði, og svo var einmitt í þessari ferð. Auk þeirra, sem ég hef þegar nefnt, var Gunnar Jóns- son, fiskifræðingur, og hann fræddi okkur um margt í sambandi við sérgrein sína. En svo að við höldum áfram ferðasögunni, þá sigldum við næst inn Breiðafjörðinn og sáum á leiðinni höfrunga og hrefnur eða hrafneyðar, sem er hið opinbera íslenzka heiti. Esjan lagðist að bryggju í Flatey, og var það út af fyrir sig sögulegur viðburður, því að aldrei hafði svo stórt skip lagzt þar að bryggju fyrr. í hópnum voru þrír menn þaulkunnugir eynni, og tóku þeir a,ð ser leiðsögn um hana. Fuglalíf er fjölskrúðugt í Flatey. Það sem kom mér mest á óvart var að sjá, hversu mikið er þar af þórshana. Hann er fremur sjaldgæfur fugl, en var þarna í miklu ríkara mæli en ég hafði búizt við. Við dvöldum í Flatey í þrjá tíma í blíðskapar- Framhald á bls. 44. 31. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.