Vikan


Vikan - 21.09.1967, Síða 10

Vikan - 21.09.1967, Síða 10
Etst á myndina hefur hann skrifað: Grimur Þor- grímsson, fæddur 15. mal, dáinn... og að neðan ætatis 21. Hún var gædd óvenjumiklum persónutöfrum. Francis Bull prófessor segir, að hún hafi verið ímynd kvenlegs yndisþokka og ásthneigðar. Vorið 1843 — 16. júní — fæðir Magdalena Grími son. Hann var skírður Axel Peter Jensen og mun hafa verið á harnaheimili fyrstu árin. Síðar tekur Grímur soninn I fóstur. BlalaíalalalalgBtglalatalaBlaBIata w ÞÆTTIR UM GRÍM THOMSEN OG MAGDALENU THORESEN IsláBIalalalglsIalslsilaSglalalgls FYRSTI HLUTI EFTIR Kristmund Bjamason Grímur Thomsen varð þjóð- sagnapersóna í lifanda lífi. Ljómi ævintýrisins lék um hann framar öðrum samtímaskáldum íslenzkum. Meðan hann var enn á sviðinu, beindist hugur manna að lífsferli hans sem heimsmanns og menntamanns, en síður sem skálds. Nú hefur viðhorfið breytzt, maðurinn dæmdur úr leik, en skáldið hefur unnið á. Áður en drepið verður á upp- vöxt Gríms og æskuár, þykir rétt að kynna foreldra hans laus- lega, því að margt mun hann hafa af erfðum tekið frá þeim. Þorgrímur Tómasson, faðir Gríms, fæddist árið 1782. Að honum stóðu traustar ættir, mik- illa kosta og galla. Þorgrímur var gáfumaður og heimsmaður nokk- ur framan af árum, listrænn, næmgeðja og auðsærður. Hann var fastur fyrir, „þrautgóður á raunastund", vinur mikill vina sinna. Ingibjörg, móðir Gríms, fædd- ist í Görðum á Akranesi árið 1784. Faðir hennar var séra Jón Gríms- son, merkisklerkur, en móðir Kristín Eiríksdóttir frá Hellu- vaði, ein kunnasta hannyrða- kona á íslandi á sinni tíð, jafn- framt óvenjulega vel að sér í bóklegum greinum. Albróðir Ingibjargar var Grímur Jónsson, amtmaður. Ingibjörg missti föður sinn 1797, og fluttist þá móðir hennar með börn sín tvö suður í Viðey í boði Ólafs Stef- ánssonar, stiftamtmanns. Var madama Kristín fyrir innan stokk hjá háyfirvaldinu, en Ingi- björg komst samt aldrei hærra en að verða „slétt þjónustupía“ og undi því, er frá leið, hið versta. í skapgerð Ingibjargar gætti frosts og funa. Uppistaðan hjarta- hlýja, ívafið kaldlyndi. Hún var gáfukona, glöggskyggn á mann- lífið, sjálfstæð í skoðunum, frá- bitin andlegum snöpum, hispurs- laus og þrákelkin. Hún undi illa Viðeyjarvistinni, langaði til Hafnar, eftir að bróðir hennar var kominn þangað, vildi njóta lífs- ins og klæðast sem agtverðug Reykjavíkurdonna af efsta standi, en gat ekki horfið frá aldraðri móður. Um þessar mundir var hatturinn hið ytra tákn kvenlegra forstöndugheita á markaði ástalífsins, að ógleymd- um klútunum. Ingibjörg í Viðey þráði hitt og þetta dótarí frá kóngsins Kaupmannahöfn, en löngunin stendur í öfugu hlut- falli við kaupgetuna. Ekki er að efa, að piltarnir hafa snemma litið hana hýru auga, en Ingibjörg fór sér hægt. Svo er það árið 1810, að þolgóður biðill er laus í rás, kveður dyra. Var þar kominn Þorgrímur Tóm- asson, gullsmiður. Hann var um þessar mundir á Lágafelli, „og við þau iélegheit hefur hann séð mig“, ritar Ingibjörg Grími bróð- ur sínum. Þorgrímur biður fyrir utan stanz um hönd hennar, en Ingibjörg slær úr og í, því að maðurinn er „hissugur og stór upp á sig“, þó þykist hún hafa komizt að raun um, að hann hafi „varmt, stórt og ædelt hjarta“, en kjaftfor er hann, ófyrirlát- samur og ókærinn. Hann er tal- inn einn bezti gullsmiður á land- inu. Slíkt getur dregið drjúgt, en mun ekki einhlítt til ásta. — Ingibjörg gerir hann að vonbiðli. Þorgrímur siglir til að fullnuma sig í gullsmíði og nema úrvið- gerð. Það var agnið, sem Ingi- björg átti að bíta á. Þegar Þor- grímur kemur heim frá Höfn vorið 1814, hefur hann „hokur“ í Gufunesi, eins og Ingibjörg kemst að orði, og bætir við: „í afleiðing af þessari bl. búskap- argrillu hans var, að ég þann 8. júlí batt enda á umtali, sem hafði verið okkar á milli, og veik hing- að með honum degi síðar“ (þ. e. til Gufuness). Þannig lauk fjögurra ára um- sátri um hjartans festingu Ingi- bjargar í Viðey, að sigurinn varð þess, sem upphafið átti að þeim átökum. Ekki hefur Ingibjörg verið ár- ið í hjónabandi, er brydda tekur á óánægju. Hún skrifar bróður sínum til Hafnar: „af því ég fékk að vita, að þú hefur ennþá eign- azt dóttur, sem þú hefur látið heita í hausinn á mér. Þess vil ég óska henni, að hún kæmi ekki til að reyna mín forlög . . . . “ Hún hefur um þessar mundir eignazt dreng og látið bera nafn Gríms. Nokkrum dögum síðar, en bréf þetta er ritað, er hann látinn. Móðirin er hnípin, hrygg og beisk. Síðar fæðast þeim hjónum dæturnar, Kristín og Guðrún, sem báðar komust á legg. Fjórða barn þeirra var sonur, sem lézt á öðru ári. Hinn 15. maí 1820 eign- ast þau síðasta barnið, Grím, og eru þá fyrir nokkru flutt í Bessa- staði, Þorgrímur tekinn við skólaráðsmennsku þar. Þorgrímur hefnir vonbiðilsár- anna: „Ætíð er Þorgrímur þurr við mig ... Þó hann hafi pen- inga eins og skarn svo hundruð- um skipti og ég biðji hann skaffa mér eitthvað til klæðnaðar míns, er það náðugt nei.“ Grímur Þorgrímsson var pasturslítill framan af, en betur rættist úr en á horfðist. 10 VIKAN 38- «*■

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.