Vikan - 27.12.1968, Side 5
Vlagnúsar Magnússonar,
ritstjóra. Menningarsjóður
jaf bókina út.
VATNSBERI OG FISKUR
Kæra Pósthólf!
Það hefur verið mjög
skemmtilegt að lesa,
hvernig þið svarið bréfum
fólks, og gefið því óspart
inn fyrir heimskuna og þá
vitieysu, sem því getur
dottið í hug að rita til ykk-
ar. Að öllu jöfnu eru svör-
in hnitmiðuð og hugkvæm.
Hér á heimilinu hafa
stjörnumerkin ykkar verið
mikið lesin og oft og mörg-
um sinnum sömu merkin.
Og við höfum borið fólk
saman við þau. Mikið höf-
um við skemmt okkur yfir
því!
En nú eru fjögur merki
eftir og er komið upp hjá
okkur veðmál um, hvern-
ig samkomulagsmöguleik-
ar vatnsbera og fisks séu.
En vegna þess, hve langt
er að bíða eftir svari við
þessu, langar okkur að
biðja ykkur að komast að
því hjá Degi Þorleifssyni,
hvernig þessi merki vinna
saman í hjónabandi.
Við bíðum óþreyjufull
eftir svari.
Með fyrirfram þökk.
Fjórar stjörnur.
Það eru nú ýkjur hjá
ykkur, að við gefum því
fólki, sem skrifar okkur
„óspart inn“ fyrir
„heimsku" þess og „vit-
leysu“. Þvert á móti þiggj-
um við með þökkum öll
bréf, sem okkur berast,
þótt eðlilega séu þau ekki
öll jafn gáfuleg. Hins veg-
ar reynum við stundum að
vera í góðu skapi og von-
andi tekur enginn það
óstinnt upp. En þá er að
víkja að efninu: Dagur
Þorleifsson upplýsir, að
vatnsberi og fiskur eigi vel
saman. Fólk, sem fætt sé
undir þessum merkjum, sé
fi'jálslynt og fórnfúst og
hafi lík viðhorf til lífsins.
MEIRI OG MINNI KLÍKAN
Kæri Póstur!
Ég hef aldrei skrifað þér
áður, en læt nú loksins
verða að þvi. Ég ætla að
bera upp við þig vandræði
mín, eins og margir gera,
og vona, að þú getir leyst
úr þeim.
Þannig er mál með
vexti,, að ég er ægilega
hrifin af strák. (Ég er
fimmtán ára). Hann á
heima í grennd við mig,
en við þekkjumst samt
sama og ekkert. Og það
versta er, að ég held ‘ að
við eigum ekki eftir að
kynnast neitt, því að hann
er í svokallaðri meiri klík-
unni, en ég í þeirri minni.
Ég mæti honum oft á dag.
En við bíðum alltaf eftir,
að annað hvort segi
„halló“, því að þegar öllu
er á botninn hvolft, þá er-
um við þó grannar. Hvað
mundir þú gera, ef þú
værir í mínum sporum?
Og ég á eftir að vera
svona óhamingjusöm rétt
fyrir jólin ofan á allt
vinnuleysi og gengisfell-
ingarnar!
Með fyrirfram þökk.
Ein einmana.
P.S. Ég er rauðhærð, og
mér hefur verið sagt, að
strákar geri grín að því.
Sama.
Kvenfólk beitir ýmsum
brögðum í slíku tilfelli. f
gamla daga létu dömurnar
annan hanzkann sinn detta
beint fyrir framan nefið á
kavalerinum, sem auðvitað
tók hann upp á stundinni
og hneigði sig og beygði.
Líklega gengur þú þó ekki
með hanzka ennþá, og það
er heldur ekki víst, að
strákurinn hefði hugsun á
að taka hann upp. En þú
hlýtur að þekkja einhvern
í „meiri klíkunni“. Hvern-
ig væri, að þú laumaðir
því að einhverjum þar, að
umræddur strákur hefði
vakið athygli þína, þér
þyki hann „sætur“ og svo
framvegis. Ef þér tekst að
gera það, erum við sann-
færðir um, að hann býður
þér upp á næstu dansæf-
ingu. Það fær ekki staðizt,
að strákar geri grín að
rauðhærðum stelpum. Við
höfum einmitt heyrt, að
rauðhærðar stelpur séu
eftirsóttar.
Gefjunaráklæðin breytast sí-
fellt í litum oy múnstrum, því
i æður tízkan hverju sinni.
Eitt breytist þó ekki, vöru-
vöndun verksmiðjunnar o<j
gæði islenzku ullarinnar. Allt
þetta hefur hjálpað til að gera
Gefjuna') áklæðið vinsælasta
húsgagnaáklæðið í landinu.
Ullarverksmiðjan G EFJ U N
5i. tbi. viKAN 5