Vikan


Vikan - 27.12.1968, Side 28

Vikan - 27.12.1968, Side 28
í tvö ár var Maechel Shalhoub framkvæmdastjóri timburverzl- unar í höfuðborg Egyptalands, Kairó. Verzlunin gekk illa. Fyr- irtækið tapaði stórfé á þeim tíma sem hann stýrði því. Maechel taldi sjálfum sér trú um, að hann yrði að skipta ur,| starf, því að hann væri ekki á réttri hillu í lífinu sem timbur- kaupmaður. Hann lét sér ekki nægja að skipta um starf, heldur skipti einnig um nafn og kallaði sig Omar Sharif. Hann gerðist kvikmyndaleik- ari og starfaði í egypzkum kvik- myndum á bökkum Nílarfljóts. Hlutverkin voru smá í fyrstu, en ekki leið á löngu, þar til honum voru falin stærri og viðameiri hlutverk. Árið 1955 hrósuðu kvikmynda- gagnrýnendur alls heimsins Om- ari Sharif fyrir leik hans í mynd, sem hét „Ljómandi sól“. Þetta var egypzk mynd og var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hann var einnig mikils metinn í heimalandi sínu, enda þótt hon- um væri ráðlagt að iæra að tala arabisku ögn betur. Omar Sharif, sem talar fimm tungumál, brosir og segir: — Ég er að vísu fæddur í Kai- ró, en heima var oftast töluð franska. Og í Victoria College, gagnfræðaskólanum sem ég gekk í, var enska skyldunámsgrein. OSCARVERÐLAUN Omar Sharif kom aftur heim frá Cannes með verðlaun, sem hann hafði hlotið á kvikmynda- hátíðinni. Hann var aðeins 23 ára gamall, en þegar orðinn frægur. Vinsældir hans heima fyrir juk- ust til muna, þegar hann kvænt- ist fallegri, egypzkri kvikmynda- stjörnu, Fatem Hamama. Heimsfrægð hlaut hann þó ekki, fyrr en honum var falið stórt hlutverk í myndinni „Arab- íu-Lawrence“. í þessar mynd, sem stjórnað var af David Lean, lék Omar Sharif ekki titilhlut- verkið, því að það var í höndum Peter O'Toole. En hann lék sheik Framhald á bls. 33. Omar Sharif stendur nú á liátindi fr:.:gSr.r sinr.ar og leikur í hverri stör- myndinni á faítur annarri. íslenzkir kvikmyndahúsagestir sáu hann nú sið- rst í myndinni um Zhivago lækni, sem sýnd vr.r fyrir skcmmstu við mjög mikla aðsókn. Á myndinni hér að of- an er Omar ása.mt Barbra Streisand í myndinni „Funny Girl“. Omar er kvæntur egypzkri kvik- myndalcikkonu, Fatcm Hamama að nafni. Hann er löngu lilaupinn frá henni, en )>au hafa ekki enn skilið löglega. 28 VIKAN “■tw-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.