Vikan


Vikan - 27.12.1968, Side 49

Vikan - 27.12.1968, Side 49
 Það er mikið keppnismál að komast yfir bílnúmer með upp- hafsstöfum sínum, eða t.d. upp- hafsstöfum síðustu flugvélateg- undar, og upphæðirnar sem greiddar eru fyrir slík bílnúmer geta orðið miklu dýrari en bíll- inn sjálfur. Fyrir tveim árum var t.d. nr. A 1 (sem kallað er „prince of number“) selt fyrir 370.000 kr., og R 1 fyrir 180.000 kr. Margir Bandaríkjamenn hafa reynt að ná í númerið U.S.A. 1, en líklegt er að engin dollarupp- hæð nógu há til að eignast það. Það er nefnilega Mr. David Bruce ambassadör Bandaríkjanna í London, sem hefir þetta númer. Og þótt herra Bruce freistaðist til að reyna að selja númerið, getur hann það ekki, það tilheyr- ir sendiráði Bandaríkjanna í London, og gengur í arf til næsta sendiherra. Þegar Nubar Gul- enkian, margmilljónarinn, keypti númerið NG 1 á einn bíla sinna, þá var upphæðin svo há, að sagt er að aldrei hafi verið borgað meira fyrir bílnúmer. Upphæð- inni var þó haldið leyndri, hana veit enginn nema seljandi og kaupandi. Sean Connery reyndi mikið til að fá númerið 007 keypt, en það er fjársýslumaður í Essex sem á það númer, og hann vildi ekki selja. Kvikmyndafélagið sem tók James Bond kvikmyndirnar, leigði þó númerið fyrir „þokka- lega“ upphæð, og notaði það í kvikmyndunum.... * Hinn ungi Winston tekur stjórn málin jram yfir ritstörf.... WINSTON VILL HELZT EKKI SKRIFA UM WINSTON Löngu fyrir andlát sitt, árið 1965, ákvað Winston Churchill að sonur hans Randolph skyldi skrifa opinbera og endanlega ævisögu hans. En í júní síðast- liðnum andaðist Randolph líka. Þetta æviágrip átti að vera í fimm hlutum. Þegar Randolph Churchill dó, 57 ára gamall, hafði hann aðeins lokið við tvo hluta sögunnar, og var hálfnaður með það þriðja. Nú er mikið um það talað í enska bókmenntaheimin- um, hver eigi að ljúka þessu mikla verki, sem áætlað er að verði um 3000 blaðsíður. Ran- dolph Churchill hafði fjölmenn- an starfshóp, sér til aðstoðar, 40 manns, þar sem hann vann að þessu, á sveitasetri sínu Stour. Sonur Randolphs, ungi Win- ston, vildi að þessi starfshópur héldi áfram við þetta starf, sem er að vinna úr þúsundum bréfa og allskonar skjala, en honinn hefir ekki tekizt að fá þetta fólk til þess, flestir hafa kosið að hætta störfum. Það er brezka bókaforlagið Heineman, ameríska fyrirtækið Houghton Mifflin og Lundúna- blaðið Telegraph, sem hafa borg- að geysi háar upphæðir fyrir birtingarréttinn á þessu riti. Nú er þetta allt á huldu og í mestu óreiðu. Útgáfufyrirtækin vilja að hinn ungi Winston taki við að sjá um þetta verk, en hann hikar við. Telegraph vill helzt að hinn kunni ævisagna- ritari Lord Birkenhead ljúki við verkið, faðir hans var einn af beztu vinum Churchills gamla, en útgáfufyrirtækin eru ekki á sama máli. Þetta hefir orðið til þess að verkið hefir legið niðri, það eru jafnvel líkur fyrir því að því verði aldrei lokið.... RÚSSARNIR VERÐA FYRRI TIL MEÐ HLJÖÐHVERFUNA Rússarnir verða á undan í kapp- hlaupinu um hljóðhverfurnar. — TU 144, sem á að geta flogið 2.500 km á klukkustund og tek- ur 120 farþega, á að vera komin í umferð í marz árið 1970. Þá á brezk-franska samsteypan Con- card töluvert langt í land. Eins og myndirnar sýna (TU 144 er líkan, því Rússar hafa ekki látið neinar myndir af þot- unni komast í umferð) eru þess- ir keppinautar töluvert líkir að útliti, sú rússneska hefur líka verið kölluð Konkordski vestan tjalds. Þetta bendir til þess að rússnesku tæknifræðingarnir hafa haft augun hjá sér, þar sem líkön og myndir af Concord hafa verið til sýnis. Það er lagt mikið kapp á að verða fyrstir. En þetta getur líka verið kapphlaup um peninga. Rússarnir vona að TU 144 verði búin að hasla sér völl, jafnt ut- an Rússlands sem innanlands, áður en Concord kemst á loft... ☆ ÞRÍHJÖL, HENTUG TIL BÚÐARRÁPS x ■t >r X X X X X X X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- x- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- X- ,,Jarret“ er farartæki, sem hvorki hefur stýrishjól eða fót- stig, og er nýjung hjá frönskum bílaverksmiðjum. Þetta farartæki, sem hefur að- eins þrjú hjól og gengur fyrir rafmagni, var í fyrstu framleitt aðeins fyrir verksmiðjur og sjúkrahús. Síðar var hafin fjöldaframleiðsla á því, þar sem þetta þykir hentugt farartæki til skottutúra og búðarráps. (Snið- ugur eldhúsbíll). Þríhjólinu er stýrt með stöng, og lætur það mjög vel að stjórn. „Jarret“ hef- ur tvo rafmagnsmótora, sem eru J hvor fram af öðrum. Rafhlöð- J urnar eru það aflmiklar að hann J getur flutt tvo menn og gengur X- um 40 km á klukkustund. Þar i sem þetta tæki er ekki nema J 1.80 m á lengd, er alls staðar J hægt að smeygja því inn á milli. X- Yfirbyggingin er úr polyester X- og allt vegur þetta um 100 kg. J Ennþá er „Jarret" ekki komið J á markaðinn, nema í Frakklandi J og kostar um 3000 franka. X ☆ í 51. tw. VTXAN 49 i

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.