Vikan


Vikan - 29.05.1969, Page 3

Vikan - 29.05.1969, Page 3
IÞESSARIVIKU PÓSTURINN ......................... SÍÐAN SÍÐAST ...................... MIG DREYMDI ....................... PALLADÓMUR UM BJARNA BENEDIKTSSON . . HLÝR ANDBLÆR AÐ NORÐAN ............ SAGA FORSYTEÆTTARINNAR ............ EFTIR EYRANU ...................... ÞANNIG YFIRHEYRA ÞEIR í LANDI LÝÐRÆÐIS- INS ........................... 8<TáR er enginn aldur fyrir trúð .. VIÐTAL VIÐ RÚNAR GUNNARSSON........ ANGELIQUE í VESTURHEIMI ........... HÚN OG HANN ....................... Bls. 4 Bls. 6 Bls. 8 BIs. 10 Bls. 12 Bls. 14 Bls. 16 Bls. 18 BIs. 20 Bls. 24 Bls. 28 Bls. 30 VÍSUR VIKUNNAR: Þótt margs konar hetjuskap hefti laganna bann er hreysti og karlmennska nokkuð sem vert er að meta og vér höfum eignazt harðsnúinn hólmgöngumann sem hefur jafnvel ögrað drottningu Breta. En tvíræðar sögur komast jafnan á kreik er kappar frægir bíta í skjaldarrendur og yrði drottningin undir í þessum leik hvað ætli Skúli tæki sér þá fyrir hendur? FOíJSlÐAN: Sumarið er komið eftir langan og strangan mæðu- vetur kreppu, verkfalla og sundurlyndis. Vonandi verður hin flókna og langvinna deila atvinnurekenda og launþega til lykta leidd, þegar þetta kemur fyrir almenningssjónir, svo að allir geti með góðri sam- vizku farið að njóta hins stutta sumars okkar. — VIKAN ÚTGEFANDI: HILMIR HF. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Grön- dal. Blaðamaður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320—35323. Pósthólf 533. Verð i lausasölu kr. 50.00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega, eða 170 kr. fyrir 4 tölublöð mánaðarlega. Áskriftargjaidið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst, eða mánaðarlega. Reykjavíkurborg bætti merki- legum og gagnlegum þætti við starfsemi sína á liðnu vori. Hún bauð öldruðu fólki borgarinnar á samkomu í Tónabæ, og varð aðsóknin slík, að salurinn var troðfull- ur í fjögur skipti. Hér var um að ræða kynningu og upphaf að skipulegri starfsemi fyrir gamla fólkið. Hin mikla að- sókn sýndi, að sannarlega er þörf á henni. — Framvegis verður opið hús í Tónabæ hvern miðvikudag, þar sem aldrað fólk getur komið sam- an, drukkið kaffi, spjallað um daginn og veginn, spilað og teflt. í haust verður að auki hafin umfangsmikil tóm- stundastarfsemi, þar sem reynt verður að koma til móts við áhugamál sem flestra. ■— VIKAN brá sér í heimsókn á eina af samkomunum í Tóna- bæ, og í næsta blaði bregðum við upp svipmynd af henni í máli og myndum. Þá verður einnig rætt við einn af hinum ungu mönnum, sem að undanförnu hafa stað- ið í stríði við yfirvöldin vegna næturklúbbanna, sem spruttu upp eins og gorkúlur á haug síðastliðinn vetur. Margt fleira efni verður í næsta blaði, svo sem grein um sex frægustu demanta heims, sem allir eiga sér við- burðaríka sögu, ■— grein um fertugar fríðleikskonur, smá- sagan Hjálpaðu mér, Diana, og ótalmargt fleira.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.