Vikan


Vikan - 29.05.1969, Page 14

Vikan - 29.05.1969, Page 14
Úrdráttur úr skáldsögu Johns Galsworthys 8. HLUTI - Þið hafið svo ríka skyldutilfinningu, Ðinny, sagði Fleur. — Ég er laus við hana, - það getur verið vegna þess að ég er að hálfu frönsk. Ég dáist að þessu,en mér finnst það hundleiðin- legt..... Tveim dögum síðar kom Fleur í bílnum. Þær komu börnunum og farangrinum fyrir, án þess að nokkuð skeði. Þetta varð nokkuð æsandi ferð hjá þeim, því börnin voru óvön að aka í bíl, en Dinny naut þess, hvíldist eftir taugaspennuna, sem hún hafði verið í undanfarið. Henni varð ljóst hve mikil áhrif þessi sorgarsaga í Oakley Street hafði haft á hana. Haustlitirnir voru farnir að sjást, djúpir og mildir, í glóandi októbersóhnni. Þær stóðu ekki lengi við, lögðu af stað eftir að hafa drukkið te. — Ég verð að segja, sagði Fleur, — að Condaford er einhver frið- sælasti staður sem ég hef kynnzt. Sveitasælan á Lippinghall er ekk- ert á við þetta. — Þér finnst það auðvitað gamalt og hrörlegt? — Ja, ég hef oft sagt við Michael að ykkar hliðar af ættinni eru einhverjar sérkennilegustu leifar gamallar menningar í Bretlandi. Þið eruð svo algerlega í ykkar heimi, langt í burtu frá sviðsljósum heimsins. Þið eruð þarna, og verðið þarna áfram til enda veraldar, gerið og hugsið hluti, sem enginn utanaðkomandi skilur eða hefur áhuga á. En sumir af þessari kynslóð eiga ekkert Condaford, til þess að koma heim til að deyja, en hafa þó rætur og skyldutilfinningu. Ég hef hvorugt, ef til vill er það vegna þess að ég er að hálfu frönsk. Fjölskylda föður mins, — Forsytearnir — eiga sér rætur, en þeir hafa ekki þessa sterku skyldutilfinningu, ekki á sama hátt. Ég dáist að þessu, Dinny, en mér finnst það samt hundleiðinlegt. Þú gengur fram af þér, út af þessu Fersemáli, mér finnst það kjánalegt, en ég dáist samt að þér. — Hvað finnst þér að ég ætti að gera í þessu sambandi? — Reyna að losna við þessa eðlishvöt, ég get ekki hugsað mér nokkurn hlut eins seigdrepandi. Sama er að segja um Diönu, hún er af sama sauðahúsi; Montjoy fjölskyldan á sitt Condaford, einhvers staðar í Dumfriesshire. Ég virði hana fyrir að yfirgefa ekki Ferse, en mér finnst það frámunalega heimskulegt. Það endar aðeins á einn veg, og verður verra eftir því sem lengra líður. — Já, ég veit að hún reynir að bjóða örlögunum byrginn; ég held að ég myndi gera það sama. — Ég veit, en ég myndi aldrei gera það, sagði Fleur glaðlega. — Ég hugsa að enginn ráði sínum gerðum, fyrr en á hólminn er komið. — Þá er nauðsynlegt að fyrirbyggja slíkar hólmgöngur. — Þú hefur ekki séð Ferse, sagði Dinny, — svo þú veizt ekki hve aumkunarverður hann er. — Þetta er viðkvæmni, vina mín, ég er ekki viðkvæm. — É'g er viss um það, Fleur, að þú átt þína fortíð, svo þú hlýtur að hafa átt viðkvæm augnablik. Fleur leit snöggt á hana, svo steig hún á bensíngjöfina. — Það er víst kominn ljósatími, sagði hún. Það sem eftir var leiðarinnar töluðu þær um listir og bókmenntir. Klukkan var orðin átta, þegar þær komu að Oakley Street. Diana var heima og búin að hafa fataskipti fyrir kvöldverðinn. — Dinny, sagði hún, — hann er farinn út. — Það boðar ábyggilega vandræði. — Eftir að þið fóruð í morgun, var hann í hræðilegu ástandi. Hann sagði að allir hefðu myndað samsæri gagnvart sér. — Það er raunar satt, tautaði Dinny. — Þegar hann sá að kennslukonan var farin, varð hann æstur, og nokkru síðar heyrði ég hurðaskell. Hann hefur ekki komið heim síðan. Ég sagði þér ekki frá hve hræðileg nóttin sem leið var. Ef hann skyldi nú ekki koma aftur. — Ó, Diana, ég vildi óska að hann kæmi aftur. — En, hvert hefur hann farið? Hvað getur hann gert? Ó, guð, þetta er hræðilegt. Dinny horfði á hana, þögul og vandræðaleg. — Fyrirgefðu, Dinny! þú hlýtur að vera bæði þreytt og svöng. Við skulum fá okkur að borða. Þær settust að borðum, við notalega búið borð, og sögðu ekki neitt markvert, fyrr en stúlkan var farin. — Hefur hann lykil? spurði Dinny. — Já. — Á ég að hringja til Adrians? —- Hvað getur hann gert? Ef Ronald kemur, verður hann ennþá hættulegri, ef Adrian er hér. — Alan Tasburgh sagðist geta komið, ef við þyrftum á því að halda. — Nei, við skulum sjá til í kvöld, og vita hvað skeður á morgnn. Dinny kinkaði kolli. Hún var hrædd, og ennþá hræddari við að koma upp um sig, því að hún var þarna til að koma Diönu til hjálp>ar. — Komdu þá upp og spilaðu fyrir mig, sagði hún að lokum. Diana spilaði og söng, svo Dinny féll í draumkennt mók, en allt í einu hrökk hún við. — Ég heyrði í útidyrunum. Dinny stökk á fætur og flýtti sér að hlið Diönu við hljóðfærið. — Haltu áfram, láttu eins og ekkert sé. Diana hélt áfram að spila og syngja. Dinny sá að dyrnar opnuðust og hún sá Ferse í spegli í hinum enda stofunnar. Hann nam staðair og hlustaði. Hann var mjög þreytulegur og virtist drukkinn, hárið úfið og varirnar voru eins og strengdar yfir tennurnar. Það var auð- séð að hann reyndi að láta ekki bera á sér. Diana hætti að syngja og Dinny, sem hafði lagt höndina á öxl hennar, fann að hún titraði, þegar hún reyndi að hafa vald á röddinni. 14 VIKAN 22 tw-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.