Vikan


Vikan - 29.05.1969, Side 15

Vikan - 29.05.1969, Side 15
— Hefurðu borðað, Ronald? Ferse svaraði ekki, starði framundan sér með draugalegu glotti. ■—■ Haltu áfram að spila, hvíslaði Dinny. Diana spilaði Rauða Sarafaninn; hún spilaði þetta einfalda og ljúfa lag, aftur og aftur, eins og til að dáleiða þennan hrellda mann. Þegar hún hætti að lokum, varð dauðakyrrð. Svo var eins og Dinny þyldi ekki þögnina lengur. — Er rigning, herra Ferse? Ferse strauk hendinni yfir blautar buxurnar og kinkaði kolli. — Heldurðu ekki að þú ættir að skipta um föt, Ronald? Hann studdi olnbogunum á hnén og faldi andlitið í höndum sér. — Þú hlýtur að vera þreyttur, vinur minn, viltu ekki fara að hátta? Á ég að færa þér eitthvað að borða? Hann hreyfði sig ekki. Glottið hvarf af vörum hans; augun voru lokuð. — Lokaðu píanóinu, hvíslaði Dinny; —- við skulum fara upp. Diana gerði það og stóð upp, en hann hreyfði sig ekki. — Er hann sofandi? sagði Dinny. Ferse rauk upp. — Sofandi! Nei! Það er komið — það er komið aftur, og ég þoli það ekki. Guð veit að ég þoli það ekki. Um stund var hann afskræmdur af reiði, svo sá hann hve ofboðs- leg hræðsla greip þær og hann hné niður í stólinn aftur og greip fyrir andlitið. Ósjálfrátt færði Diana sig nær honum. Ferse leit upp. Augun voru æðisleg. — Komið ekki nálægt mér, öskraði hann. ... Látið mig í friði! Farið burt! Diana sneri sér við í dyrunum og sagði: — Ronald, viltu ekki að einhver sé hjá þér? Svo þú getir sofnað, -— aðeins til þess. Ferse rauk aftur upp. - - Eg vil ekki sjá nokkurn mann, heyrið þið það, ekki nokkurn mann! Þær hrökkluðust út úr stofunni, flýttu sér inn í herbergi Dinnyar, þar sem þær stóðu skjálfandi af hræðslu. — Eru stúlkurnar komnar í rúmið? — Þær fara alltaf snemma að hátta, nema að það sé eitthvað sér- stakt. — É'g held ég verði að fara í símann, Diana. — Nei, ég skal gera það. En hvert á ég að hringja? Þær hvísluðust á um það. Diana vildi hringja til læknisins, Dinny hélt það væri betra að fá annað hvort Michael eða Adrian til að tala við lækninn. — Var hann alltaf svona í köstunum? — Nei, áður vissi hann ekki hvað beið hans. Ég er svo hrædd um að hann fyrirfari sér. — Hefur hann vopn? — Ég bað Adrian að geyma skammbyssuna hans. — Rakhníf? — Aðeins rakvél, og það er ekkert eiturkyns í húsinu. Dinny læddist að dyrunum. — Ég verð að hringja. — Nei, Dinny, ég get ekki lát.ið þig gera það. — Hann snertir mig ekki, það ert þú sem ert í hættu. Læstu dyr- unum á eftir mér. Og áður en Diana gat komið í veg fvrir það, laumaðist hún út. Hún varð að læðast framhjá tvennum dyrum, til að komast að litla herberginu, þar sem síminn var. Diana opnaði dyrnar og stóð í gætt- inni, og Dinny var hrædd um að hún gæti ekki sloppið framhjá henni. svo hún flýtti sér niður stigann. Það brakaði í honurn, og Dinny smeygði sér úr skónum og hélt á þeim meðan hún læddist framhjá dagstofudyrunum og komst hindrunarlaust inn í herbergið. Þar nam hún staðar til að ná andanum, kveikti ljós og greip símann, var að því kominn að velja númer Adrians, þegar gripið var um úlnlið hennar. Hún saup hveljur og sneri sér við. Ferse hélt henni fast og benti á skóna hennar. Síðan tók hann hníf upp úr vasanum. Dinny var ekki hrædd, eina tilfinnigin sem hún fann fyrir var smánartil- finning, vegna þess að læðast um með skóna í höndunum. — Þetta er heimskulegt af yður, Ferse, sagði hún, og röddin var ísköld. — Hvorug okkar ætlar að gera yður nokkurt mein. Ferse hrinti henni frá sér, greip símasnúruna og skar hana í sund- ur. Dinny fannst hann verða rólegri við þetta. — Farið í skóna. Hún gerði það. — Reynið að skilia það að ég vil ekki láta skipta sér af mínum málum. Ég geri það sem mér sýnist sjálfum. Dinny þagði. Hjarta hennar barðist svo ótt að hún þorði ekki að Ijóstra því upp hve óttaslegin hún var. — Heyrið þér það? — Já. Það ætlar enginn að gera vður miska. Við viljum yður að- eins allt það bezta. — É'g veit hvað það bezta er, sagði Ferse, og ég kæri mig ekki um það. Hann gekk að glugganum, svipti gluggatjöldunum frá og leit út. — Það er ausandi rigning. Svo sneri hann sér við og horfði á hana. Hann vaggaði höfðinu fram og aftur. Allt í einu öskraði hann; — Farið út úr þessu herbergi! Út með yður, — út! Hún smeygði sér fram að dyrunum og þaut út og upp stigann. Diana stóð ennþá í dyragættinni, Dinny ýtti henni innfyrir, læsti á eftir sér og hneig niður á rúmið. — Hann kom á eftir mér og skar í sundur símalínuna. Hann er með hníf! Ég er hrædd um að hann sé að fá æði. Heldurðu að hurðin haldi, ef hann reynir að brjótast inn? Við skulum ýta rúminu að dyrunum. — Ef við gerum það, getum við ekki sofnað. —- Við getum ekki sofnað hvort sem er. Þær ýttu rúminu að dyrun- um. — Læsa stúlkurnar ekki að sér? — Þær hafa gert það síðan hann kom heim. Dinny dró andann léttar. Henni fannst það hefði verið hrollvekj- andi ef hún hefði þurft að fara og vara þær við. Hún horfði á Diönu, sem stóð við gluggann. — Hvað ertu að hugsa, Diana? — Ég var að hugsa hvernig mér væri innanbrjósts, ef börnin væru hér. — Guði sé lof fyrir að þau eru á öruggum stað. — Er ekkert sem við getum gert, Dinny? — Ef til vill sofnar hann, og verður miklu betri á morgun. Eg finn ekki til með honum meðan ég er svona hrædd. Diana sagði: Ég er komin yfir allar tilfinningar. Skildi hann vita að ég er ekki í herberginu mínu? Kannski ætti ég að fara niður og horfast í augu við það sem verða vill. — - Nei, þú ferð ekki fet. Og Dinny tók lykilinn úr skránni og stakk honum inn á sig. — Við reynum að hvíla okkur, það er gott þótt við getum ekki sofnað. Það var eins og einhver sljóleiki færðist yfir þær og þær lögðust fyrir, og voru sofnaðar áður en varði. Dinny vaknaði við eitthvert hljóð. Hún reis upp á olnboga og leit á Diönu, sem var í fasta svefni. Hún sá ljós undir hurðinni, sem féll ekki vel að stöfum. Svo heyrði hún barið. — Já, sagði Dinny lágt. — Hver er það? Eg vil tala við Diönu, sagði Ferse. Dinny talaði lágt í gegnum skráargatið: Diana er lasin, sagði hún. —En hún sefur núna, ég vil ekki trufla hana. Það var þögn. En svo heyrði Dinny, sér til skelfingar, langa stunu, svo auma að það var næstum búið að koma henni til að opna dyrnar. En þegar henni varð litið á Diönu hætti hún við. Það heyrðist ekki nokkurt hljóð, og Diana vaknaði ekki. — Ef hann fyrirfer sér, þá er það mér að kenna. hugsaði Dinny. Hún fann sárt til meðaumkunar með þessum hrjáða manni. Hún fann með sjálfri sér að hún gæti ekki sofnað aftur, en áður en varðí var hún fallin í djúpan svefn, og vaknaði ekki fyrr en kominn var morgun, og einhver barði að dyrum. Það var Mary. — - Þetta er allt í lagi, Mary, frú Ferse er hérna. Diana reis upp. — Hvað er þetta? Allt í lagi, Diana, þú hefir sofið vel. Klukkan er átta, Mary var að kalla. Við skulum fara niður. Þær stóðu um stund á stigapallinum og hlustuðú. — Diana, sagði Dinnv, — hatturinn hans og frakkinn eru ekki í anddyrinu. Diana fór inn í borðstofuna og hringdi ó stúlkuna, sem kom upp kjallarastigann, hræðsluleg á svip. ■— Hafið þér séð manninn minn? — Nei. — Hvenær komuð þér niður? — Klukkan sjö. — Hafið þér farið inn í herbergið hans? — Ekki ennþá, frú. Þær fóru allar upp á loft. Berjið að dyrunum. Enginn svaraði og þær opnuðd dvrnar. Herbergið var allt í óreiðu, en Ferse var þar ekki. Diana sagði: - Mary, látið okkur fá morgunverðinn strax. Við verðum að fara út. — Já, frú, ég sá símann. — Fáið einhvern til að gera við hann, og segið engum frá því. Stúlkan fór niður. — Var hann með peninga á sér? -—■ Ég veit það ekki. Ég get séð það í ávísanaheftinu hans. Hún hljóp niður. — Heftið er í dagstofunni, hann hefir ekki t.ekið neitt út. Flýttu þér, Dinny. Framhald á bls. 40 22. tbi. VIICAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.