Vikan


Vikan - 29.05.1969, Page 24

Vikan - 29.05.1969, Page 24
Snemma í vor var opnuð liósmynda- sýning í Uniihúsi og hafði þá um margra ára skeið ekki verið haldin Ijósmyndasýning í höfuðborginni og enn fleiri ár voru liðin frá því að einn aðili hefur haldið slíka sýn- ingu. Það var Rúnar Gunnarsson, sem flestir sjónvarpsáhorfendur þekkja af verkum hans, sem þar var á ferðinni. Það þarf ekki að orðlengja, að aðsóknin að sýningunni varð mjög góð, og nokkrar myndir seldust, þótt hér væri ekki um beina sölu- sýningu að ræða. Og síðasta dag- inn, sem sýningin var opin, sátum við Rúnar saman niðri í Unuhúsi og hann var að sýna mér bækur eftir þekkta Ijósmyndara, sem tek- ið höfðu fyrir ákveðið thema, stef, og krufið það til mergjar í Ijós- myndum. Þar var til dæmis bók eftir Bruce Davidson, þar sem hann hefur tekið fyrir lífið [ 100. götu í New York, heimkynni hörunds- dökkra á lægra menningar- og Iffs- kjarastigi en samrýmist kröfum hins hvíta, vestræna manns. Til verks- ins eyddi Davidson löngum t(ma áður en hann hóf hina eiginlegu Ijósmyndun, kynntist fólkinu og gaf því tíma til að kynnast sér, svo hann gæti unnið í næði án þes's að fólkið truflaðist af honum og yrði óeðlilegt af návist hans. — Þetta er Snorra Edda framtíðarinn- ar, segir Rúnar og kímir við. Meðfylgjandi myndir eru af sýningu Rúnars.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.