Vikan - 29.05.1969, Qupperneq 36
L.EQUI
EiOHKOUR
OLY
AFTUR FYRÍRLIGGJANDI
HVAÐA ÞÝÐINGU HEFUR LIQUI - MOLY SMURHÚÐUN
FYRIR BIFREIÐAEIGANDANN?
Ein dós af LIQUI MOLY sem kostar inn-
an við kr. 150,00 myndar slitlag á núnings-
fleti vélarinnar sem endist 4800 kílómetra.
Á þessu tímabili er rétt að skipta um olíu
eins og venjulega, en eiginleikar LIQUI
MOLY slitlagsins breytast ekki við það.
Þetta gífurlega sterka slitlag, sem er 50—
60% hálla en olía, smyr því betur sem
leguþrýstingurinn er meiri og engin hætta
er á að það þrýstist burt úr legunum eða
renni af og niður í pönnuna eins og olía
þó vélin kólni að næturlagi eða í löng-
um kyrrstöðum og útilokar því þurra
(ósmurða) gangsetningu sem talin er valda 90% af öllu vélasliti. LIQUI MOLY auðveldar
gangsetningu og eykur endingu rafgeymisins, jafnvel í 20° frosti snýst vélin liðugt.
LIQUI MOLY slitlagið minnkar núningsmótstöðuna, við það eykst snúningshraðinn og vélin
gengur kaldari, afleiðing verður bensín- og olíusparnaður.
• Minnkar sótun vélarinnar.
@ Veitir öryggi gegn úrbræðslu.
• Eykur tvímæialaust endingu vélarinnar.
LIQUI MOLY fæst á bensínafgreiðslum og smurstöðvum.
Nánari upplýsingar veittar hjá LIQUI MOLY-umboðinu á íslandi.
ÍSLEMZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ HF.
Laugavegi 23. — Sími 19943.
80 ár er enginn
Framhald af bls. 21
vísu gera hin gáfuðu og efnilegu
börn þeirra hjóna uppreisnir öðru
hveriu, en slíkt telst varla til tíðinda
nú á dögum. Hér er Chaplin ánægð-
ur honum finnst lífið þægilegt hann
er loksins orðinn sáttur við sjáIfan
sig og tilveruna.
Engar skriflegar heimildir eru til
um það, hvenær Chaplin fæddist,
en hann segist sjálfur vera fæddur
16. apríl 1889 í East Lane í Wal-
worth. Foreldrar hans, Charles og
Hannah Chaplin, er bæði voru gam-
anleikarar, hljóta að hafa gleymt að
tilkynna hinu opinbera um fæðingu
sonarins. Þeim láðist einnig að láta
skrásetja hvar og hvenær þau giftu
sig, enda má segja, að það gilti
einu, því að þau skildu eftir skamma
sambúð. Faðir Chaplins kvæntist
fljótlega aftur, konu að nafni l.ouise.
En það er engin ástæða til að
efast um að Chaplin muni rétt, hvar
og hvenær hann fæddist. Og allur
heimurinn veit og getur vitnað um
það, að Chaplin kom til Hollywood
I desember 1913; að hann lék árið
1914 í hvorki meira né minna en
35 kvikmyndum,- að hann var þann-
ig skapi farinn, að hann var ekki
ánægður nema hann væri allt í senn,
höfundur kvikmyndahandritsins,
framleiðandi, leikstjóri og léki aðal-
hlutverkið, að ekki sé minnst á smá-
muni eins og að semja tónlist og
þvlumlíkt.
Á áttræðisafmælinu er hann að
semja handrit að 82. mynd sinni.
Þegar átt var við hann viðtal í sjón-
varpi í tilefni afmælisins, hafði hann
með sér tvo aðstoðarmenn sína við
gerð handritsins, hinn fræga banda-
ríska rithöfund, Truman Capote, og
Piet Hein, danskt skáld, sem öðlazt
hefur frægð fyrir snjöll og örstutt
skopkvæði, sem hann nefnir ,,Gruk".
Hin nýja Chaplin-mynd mun að
öllum líkindum heita Nornirnar, og
að minnsta kosti ein af hinum fögru
dætrum Chaplins mun fara með tit-
i I h I utverkið.
Fyrsta myndin, sem Chaplin lék
í, var tekin í byrjun ársins 1914 og
frumsýnd í febrúar. Myndin hét
Making a Living og er talin fremur
léleg. Chaplin lék skúrk með háan
pípuhatt og mikið yfirskegg.
En nokkrum vikum síðar var
fyrsta myndin gerð, þar sem Chap-
lin leikur umrenninginn, með blóm
í hnappagatinu, ofurlítið yfirskegg,
í krumpuðum buxum og alltof stór-
um skóm og sveiflandi montpriki.
Aðeins mánuði síðar, í byrjun marz
1914, var öllum Ijóst I Hollywood,
að ný stjarna hafði verið tendruð á
himni kvikmyndanna. í lok ársins
var Chaplin orðinn heimsfrægur.
Margar sögur eru sagðar frá þess-
um fyrstu frægðarárum Chaplins og
sumar býsna skemmtilegar, hvort
sem þær eru sannar eða ekki. Segja
má að eins konar Chaplin-æði hafi
gripið um sig á þessum árum. Menn
kepptust við að líkja eftir hinum
vinsæla umrenningi, skoplegum
töktum hans og dæmalausum lima-
burði. Eftirfarandi saga er gott
dæmi um þetta:
Chaplin þurfti að vinna myrkr-
anna á milli þessa mánuði. Eftir-
spurnin eftir myndum hans var slík,
að ekki reyndist unnt að anna henni,
þótt ný mynd væri framleidd í
hverri viku. Dag nokurn hafði Chap-
lin unnið langt fram á kvöld í kvik-
myndaverinu til þess að fylgjast
með klippingu nýjustu myndar sinn-
ar. Seint um kvöldið gat hann loks-
ins farið heim og pantaði sér leigu-
bíl. Þegar bíllinn hafði ekið í fá-
einar mínútur, varð hann að stanza,
þar sem fólksfjöldi stöðvaði alla
umferð fyrir utan kvikmyndahús
eitt. Caphlin kallaði út um glugg-
ann til eins úr hópnum og spurði
hann, hvað væri eiginlega á seyði.
— Charlie Chaplin er þarna,
hrópaði maðurinn æstur og steig
um leið upp á fótpall bílsins til þess
að geta séð yfir mannfjöldann.
— Er það satt, sagði Chaplin og
fór út úr bílnum til þess að sjá fyr-
irbærið með eigin augum. Jú, það
var ekki um að villast. Þarna var
umrenningurinn hans lifandi kom-
inn, fetti sig og bretti, sveiflaði
stafnum og datt um sjálfan sig.
Fólkið hrópaði og klappaði af fögn-
uði og hver reyndi að troða sér
fram fyrir annan til að sjá sem bezt.
Nokkrir lögregluþjónar voru þarna,
en réðu ekkert við mannfjöldann.
— Þetta er sannarlega skemmti-
legt, sagði Chaplin, þegar hann
hafði horft á þessa ágætu stælingu
á sjálfum sér í nokkrar mínútur.
Maðurinn, sem stóð hjá honum
svaraði:
— Skemmtilegt? Já, víst er það
það! Enda er þetta skemmtilegasti
maðurinn í allri Ameríku. Það er
sagt, að hann þéni hundrað dollara
á dag og vinni ekki, nema þegar
hann er fullur ....
f blaðaviðtali í tilefni af áttræð-
isafmælinu, sagði Charlie Chaplin
m.a. um kvikmyndagerð sína:
„Sá sem gerir kvikmynd verður
að gæta þess vandlega að missa
ekki sjónar á takmarki sínu. Hann
verður að reyna að halda sínum
persónulegu einkennum, en það
getur verið býsna erfitt. Hann er
nefnilega umkringdur af óteljandi
aðstoðarmönnum, sem allir eru
bráðgáfaðir og listrænir einstakling-
ar hver út af fyrir sig. Og allir eiga
þeir það sameiginlegt að vilja gefa
framleiðandanum góð ráð, miðla
honum allra náðarsamlegast af sín-
um miklu gáfum og hæfileikum.
Allir vilja þeir leggja sitt af mörk-
um til þess að myndin verði góð.
Ef framleiðandinn fer eftir ráðlegg-
ingum þeirra, getur orðið hreinn
óskapnaður úr öllu saman. Það er
nefnilega fyrst og fremst hans verk
að gera myndina, og ef hann fer
of mikið eftir ráðum aðstoðarmann-
anna, þá glatast það sem hann vildi
fá fram, og öll persónuleg einkenni
fara forgörðum."
Þarna er að öllum likindum kom-
in skýringin á því, hvers vegna
Chaplin gerir allt í kvikmyndum
sínum: skrifar handritið, er fram-
leiðandi og leikstjóri og leikur að-
alhlutverkið.
Hann hefur viljað, að oersónu-
legir eiginleikar hans nytu sín til
fulls, og honum hefur svo sannar-
lega tekizt það. £
Það verður að vera ...
Framhald af bls. 27
hárið á honum þannig að það verði
slétt og taka af honum freknurnar
— ja — þá er þetta ekki mynd af
stráknum lengur. Ég nota hvergi
retússeringu nema til viðgerða á
skemmdum. Enda á hún ekkert
skylt við Ijósmyndun; það væri nær
að flokka hana undir álíka grein
og að framleiða pappfrinn. Auð-
vitað er nauðsynlegt að kunna ret-
ússeringu og geyma hana f rass-
vasanum og grípa til hennar ef
með þarf, eins og alla tækni, sem
út af fyrir sig er einskis verð en
getur verið stórkostleg, þegar á
þarf að halda og þar sem hún á
heima.
36 VIKAN 22- tbl'