Vikan


Vikan - 29.05.1969, Síða 40

Vikan - 29.05.1969, Síða 40
Palladómar Framhald af bls. 11 rættist fyrirhafnarlaust, og harðjaxl á borð við Bjarna Benediktsson finnur ekki fyr- ir baun undir dúnsænginni, þó að viðkvæmri kóngsdótt- ur myndi varla svefnsamt í rekkjunni. Ýmsir hyggja, að Bjarni Benediktsson nyti sín betur sem einvaldi en oddviti í lýð- ræðisríki. I>ær getsakir eru misskilningur. Bjarni var flestum jafnöldrum sínum til- ætlunarsamari strax á unga aldri, en það spratt af hé- gómaskap en ekki mikil- mennsku. Hann sigrast held- ur aldrei á rótgróinni van- metakennd, þrátt fyrir allt sitt veraldargengi. Þess vegna er hann svo hörundsár, að honum svíður gagnrýni eins og eitur í holdi og finnst sér- hver aðfinnsla óhæfa. Bjarni vill ekki ráða til þess að vinna tvísýn afrek, heldur af barns- legri þörf að láta virða sig og meta. Nú hefur hann það, sem honum datt í hug að ætl- ast til, en óttaðist, að sér veittist aldrei. Þá er að halda því, sem fékkst, og ímynda sér, að það verði frægt í sög- unni. Bjarni reynist því ekki sá athafnasami valdsherra, sem andstæðingar hans og óvinir kviðu. Kapp hans var grimmt áður en metorðin gáfust. Að þeim fengnum eru þau aftur á móti líkt og deyfi- lyf. Þetta gerir Bjarna mann- legri og geðfelldari, en ræð- ur einnig þeim úrslitum, að vandi landstjórnarinnar skipt- ir hann litlu máli. Hann er Bjarna Benediktssyni eins konar framlengingarvíxil] í banka forlaganna og við að búast, að hann lendi í van- skilum, ef harðnar í ári. Af þeim hugsunarhætti verður enginn ríkur, þó að í efni komist að nafninu til af hend- ingu. Sennilega er Bjarni svo eig- ingjarn, að hann þjóni engu öðru en ímyndun sinni og til- ætlunarsemi. Hann bjargar því hvorki ættlandi sínu úr háska né leiðir Sjálfstæðis- flokkinn yfir í fyrirheitna landið, þar sem smjör met- orða og gróða drýpur af 40 VIKAN 22 tbl- FjarlægiS naglaböndin á auðveldan hátt *Fljótvirkt *Engar sprungur * Hreinlegt * Sársaukalaust Hinn sjálffyllti Cutipen gefur mýkj- andi lanolín blandaðan snyrtilög, einn dropa í einu sem mýkir og eyðir óprýðandi naglaböndum. Cutipen er eins og fallegur óþrjótandi sjálfblek- ungur sérstaklega gerður til snyrting- ar. Hinn sérstæði oddur hans snyrtir og lagfærir naglaböndin svo að negl- ur yðar njóti sín. Engra pinna eða bómullar er þörf. Cutipen er algjör- lega þéttur svo að geyma má hann í handtösku. Cutipen fæst í öllum snyrtivöruverzlunum. Handbærar á- fyllingar. Fyrir stönkar neglur biðjið um Nutri- nail, vítamínsblandaðan naglaáburð sem seldur er í pennum jafn hand- hægum í notkun og Cutipen. UMBOÐSMAÐUR: J. Ó. M Ö L L £ R & C O. KIRKJUHVOLI, REYKJAVÍK hverju strái öllum, sem girn- ast bragð þess í munn sér. Hins vegar langaði hann að verða foringi. Hann varð það af því að íslenzk borgarastétt gat ekki lagt flokki sínum til svinnari leiðtoga og hlaut að viðurkenna gáfur, mál- flutning og dugnað- Bjarna Benediktssonar umfram þá, sem hann raðaði kringum sig til að vera öruggur um auð- veldan sigur. Bjarni hefur fengið að ráða svo miklu, að kannski veittist honum einnig það, sem hann ræður ekki við. Liípus. Framhald af bls. 15 Meðan þær borðuðu töluðu þær um hvert þær ættu að fara. — Ekki til lögreglunnar, sagði Dinny. — Auðvitað ekki. -— Ég held við ættum að fara til Adrians frænda fyrst. Þær tóku leigubíl og fóru til Adrians. Þá var klukkan níu. Hann var að ljúka við einfaldan morgunverð, og hlustaði á þær, alvarlegur á svipinn. — Þið verðið nú að láta mig um þetta. Dinny, geturðu ekki farið með Diönu til Condaford? —- Auðvitað. Hann tók um hönd Diönu og lyfti henni að vörum sér. — Þú ert þreytuleg, vina mín, þú hvílist ef þú ferð til Conda- ford, ég læt ykkur vita hvernig gengur. Veiztu hve mikla peninga hann hafði á sér? — Fyrir tve:m dögum tók hann fimm pund út, en hann var úti allan daginn í gær. —• Þú veizt ekki hvar hann var í gær? — Nei. Hann hefir ekkert farið út fyrr en í gær. — Er hann ennþá í klúbbnum sínum? — Nei. — Hefir nokkur heimsótt hann síðan hann kom heim? — Nei. — Dinny, þú hefur gætur á Diönu. Hvaða símanúmer er á Condaford? Hann skrifaði númerið niður og fylgdi þeim svo út í bílinn. — Adrian frændi minn er bezti maður í heimi, sagði Dinny. —- Enginn veit það betur en ég, sagði Diana. Þær fóru til Oakley Street, létu eitthvað smávegis ofan í tösku og voru von bráðar á leið til Condaford með lestinni. Enginn mætti þeim á stöðinni, svo þær skildu töslcurnar eftir og fóru fótgangandi það sem eftir var leiðarinnar. Þegar þær komu heim, lágu fyrir skilaboð frá Adrian. Ferse hafði ekki farið til hælisins og hann var ekki kominn heim, en Hilary og Adrian héldu sig vera komna á sporið. Adrian fór til Hilarys bróður síns, áður en hann gerði nokkrar ráðstafanir. Klukkan var hálf tíu og Hilary var að fara yfir póst- inn. Þegar hann heyrði þessar fréttir, kallaði hann á konu sína. — Við skulum leggja heilann í bleyti í nokkrar mínútur, sagði hann. — Dettur þér nokkuð í hug, Mey? — Aðeins það að sé maðurinn eins og Dinny lýsir honum, verðum við að taka sjúkrahúsin með í reikninginn, sagði hún. '•— Ég get hringt til nokkurra sjúkrahúsa, þar sem frekast er hægt að búast við að hann sé, ef hann hefir gert eitthvað til að stytta líf sitt. En það er of snemmt ennþá til að gera ráð fyrir að það beri árangur. — Það er gott, vina mín, og við getum treyst þér til að gefa ekki upp nafn hans, að svo stöddu. Hún fór út. — Jæja, sagði Hilary, — við verðum að tala við lögregluna, og vita hvort nokkur hefir verið slæddur upp úr ánni. En ég hallast nú frekar að því að hann sé drukkinn. -— Það er of snemmt til að fá nokkuð að drekka. — Á hótelum; hefir hann peninga? — Eitthvað smávegis. Við verðum auðvitað að reyna að spyrja eftir honum á hótelum, nema þú hallist að hugmynd minni. — Hver er hún? — Ég hef verið að reyna að setja mig í spor hans. Eg held, Hilary, að ef slíkur dómur vofði yfir mér, myndi ég örugglega flýja til Condaford, ekki beint til hússins, en héraðsins umhverfis æsku- stöðvarnar. Særð dýr reyna alltaf að dragast heim í holu sína. Hilary kinkaði kolli. — Hvar var heimili hans? — Vestur-Sussex, járnbrautarstöðin er í Petworth. — Ég þekki héraðið; við May fórum oft í gönguferðir til Bignor. Við getum spurt á Viktoriustöðinni hvort nokkur líkur honum hafi keypt farseðil. En ég ætla að tala við lögregluna um ána fyrst, ég get sagt að þetta sé eitt af sóknarbörnum mínum. Hve hár er Ferse? — Fimm fet og tíu, þéttvaxinn, breiðleitur með stálblá augu.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.