Vikan - 30.10.1969, Page 12
KVIKMYNDASAGA GERÐ EFTIR SKALDVERKI
THOMASAR HARDY
Fjarri heimsins gl
BATSHEBA EVERDENE er duttlungafull og ein-
ráð, töfrandi sambland af barni og konu, -
undrandi yfir vaknandi tilfinningum og þeim
áhrifum, sem hún hefur á þá karlmenn, sem
verða á vegi hennar. Hún vekur ótrúlega sterk-
ar ástríSur hvar sem hún fer, og þeim þrem
mönnum, sem elska hana, verður ástin til henn-
ar örlagarík.
Hafgolan feykti hárinu frá
andliti hennar, svo það stóð aft-
ur af höfðinu, eins og fax á
stökkvandi hesti, — eins og fax-
ið á hennar eigin hesti! Batsheba
Everdene hélt taumnum lausum
og lét hestinn ráða ferðinni, þjóta
yfir ásana upp af ströndinni. Hún
sá þetta allt í einni sjónhendingu,
— útlínur brattra hlíðanna við
sjóndeildarhring og sólglitið á
öldunum, — þetta fyllti hana ein-
hverjum undarlegum unaði. Hún
fylltist óljósum æsingi við að
finna þrótt hestsins og hvininn í
storminum, — hún var líka
frjáls.
Hærra uppi í hlíðinni var Ga-
briel Oak og hundarnir hans að
reka fé á beit. Vindurinn bar
hljóminn af kindabjöllunum til
Batshebu, hún leit upp og veif-
aði.
Gabriel var beinvaxinn og
myndarlegur maður, og það sást
greinilega, þar sem hann bar við
vorhimininn. Hún dáði hann og
allt hans umhverfi, eins og hún
elskaði hestinn, vindinn, sólina,
grasið, hlíðarnar — og sjálfa sig!
Hún heyrði hann kalla til hund-
anna og rödd hans vakti með
henni samvizkubit. Það voru ótal
störf sem biðu hennar heima. Sá
sem er munaðarlaus og hefir
fengið hæli hjá móðursystur
sinni, verður að vinna fyrir því.
Hún andvarpaði og sneri hestin-
um heim á leið.
Gabriel stóð kyrr og horfði á
eftir henni. Það var eins og allir
töfrar vormorgunsins söfnuðust
saman í þessari veru, Batshebu
Everdene, dásamlegu vaxtarlagi
hennar og reisn og undurfögru
andlitinu. Hann strauk fingrun-
um gegnum þykkt og dökkt hár-
ið.
Batsheba!
Hann átti altént býlið sitt. Það
var lítið, en hann átti það. Hann
átti kindurnar; nokkrar þeirra
voru búnar að bera. Þær voru
um fimmtíu, en yrðu fljótlega
helmingi fleiri, ef allt gengi að
óskum.... Hann var auðvitað
ekki ríkur maður.... Og hún
var svo töfrandi fögur. Gabriel
hristi höfuðið. Hann kunni alltaf
ráð, þegar um skepnurnar var að
ræða, en hann hafði ekkert vit
á kvenfólki. Og Batsheba var
eins og óljós draumur, fjarlægur
og óraunverulegur draumur um
hamingju....
Hann rétti úr sér, sneri sér við
og kallaði til fjárhundsins. Fjand-
ans rakkinn! Það yrði aldrei
hægt að hafa gagn af honum.
Hann yrði aldrei eins og gamli
Georg, sem alltaf vissi hvað hann
mátti bjóða kindunum, án þess
að þreyta þær, en litli Georg var
ekkert líkur föður sínum, það
var aldrei hægt að treysta hon-
um, hann hlaut að líkjast móður
sinni. Það væri líklega bezt að
lóga honum, áður en hann gerði
eitthvað af sér.
Kvöldið eftir gekk Gabriel eft-
ir krókóttum stígnum, heim að
litla býlinu hennar Sally Hurst,
þar sem Batsheba bjó. Hann bar
þriggja daga gamalt lamb í fang-
inu, gjöf til Batshebu....
— Sg skil ekki hvert Batsheba
hefir farið, hún var hérna rétt
áðan, sagði Sally Hurst. — Gjör-
ið svo vel að ganga í bæinn,
herra Oak.
Gabriel settist, og Sally Hurst
ruggaði sér rólega í stólnum and-
spænis honum. Mildu augun voru
greindarleg, en dálítið lymskuleg.
Vissi hún? Gat hún vitað nokk-
uð?
— Það var ekki eingöngu
vegna lambsins að ég kom hing-
að, sagði hann, — þótt ég viti
vel að stúlkur eru hrifnar af
lömbum. Sg er að hugsa um að
spyrja hana — hvort hún vilji
giftast mér? Eg hefi hugsað mér
að biðja hennar.
Batsheba heyrði hvert orð.
Hún stóð fyrir utan hálfopnar
eldhúsdyrnar og hlustaði. Hún
hafði flúið þangað út, þegar hún
sá hann koma. Hún vildi ekki
vera inni til að taka á móti hon-
um, eins og hún hefði búizt við
þessu.
Hún sá ekki blikið í augum
frænku sinnar, en hún heyrði að
rödd Gabriels varð hásari, ekki
eins örugg og áður. — Það eru
auðvitað margir sem vilja fá
hana fyrir konu? sagði hann.
— Ja-á, sagði Sally Hurst, —
að minnsta kosti heil tylft, held
ég.
— Ó, sagði Gabriel, og Bat-
sheba heyrði að honum hvarf
allur móður. Hún kenndi í brjósti
um hann. — Eg, — ég var að
vona að ég væri sá fyrsti, — ég
er bara venjulegur smábóndi, en
ég á býlið mitt. Það er líklega
bezt fyrir mig að fara.
Hvað kom Sally frænku henn-
ar til að segja þessa vitleysu?
Þetta var alls ekki satt! Og nú
hélt hann að hún hefði biðil á